Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 33
FIMMTUDAGUR 27. apríl 2006 3
Lífræn og rakagefandi
sturtusápa fyrir
allar hú›ger›ir
Úr háborg tískunnar
BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS
Litli svarti kjólinn í Palais Royal
Að búa í París er stundum eins og að búa í safni, hvert skref er hlað-
ið sögu og hvert sem litið er eru byggingar sem eru fleiri hundruð
ára gamlar. Húsið mitt, svo dæmi sé tekið, er þrjúhundruð ára, með
friðuðum kjöllurum sem tengjast neðanjarðar við kirkju í hverfinu.
En með tímanum gleymir maður þessu merkilega og leggur ekki
lengur lykkju á leið sína til að njóta þeirra perlna sem eru úr alfara-
leið. Einn slíkur staður er La Galerie du Palais Royal sem er eins og
ferningur í kringum Palais Royal-garðinn, rétt við menningarmála-
ráðuneytið og eitt sögufrægasta leikhús Frakka, La Comédie Fran-
çaise. Kannski vegna nálægðar sinnar við Louvre var þetta gallerý
dálítið í niðurníðslu. En nú um nokkurt skeið hafa verslanir verið
opnaðar þar og fært þessum einstaka stað nýtt líf.
Þarna eru fjölmargir veitingastaðir og kaffihús sem á fallegum
degi þjóna gestum utandyra í hallargarðinum. Verslanir eru af
ýmsu tagi jafnt fyrir safnara og tískuáhugamenn svo sem fyrir þá
sem hafa gaman af gömlum matar- og kaffistellum, silfri og öðru.
Þarna eru málverk jafnt sem tindátar og forn mynt fyrir mynt-
safnara.
Einn vinsælasti hönnuðurinn í dag er án efa Bandaríkjamaður-
inn Marc Jacobs en hann hannar fyrir eitt franskasta tískuhúsið,
Louis Vuitton. Hann á sömuleiðis sitt eigið tískuhús og hefur fyrir
nokkru opnað fallega búð í gallerýinu í Palais Royal þar sem finna
má bæði kvenfatnað og fylgihluti, töskur, skó og fleira. Hinum
megin við garðinn er einn alflottasti skóhönnuður Parísar til húsa,
Pierre Hardy. Skórnir frá honum eru það í skóm sem líkist hástísk-
unni (Haute couture) í fatahönnun. Og búð Hardys er eins og svo
margar í Palais Royal með stórum gluggum svo þeir sem ekki vilja
falla í freistingu geta látið sér nægja að skoða listaverkin að utan.
Svo eru það „vintage-búðirnar“ sem eru nokkrar, til dæmis „la pet-
ite robe noir“, Litli svarti kjóllinn sem dregur nafn sitt af frægum
svörtum kjól sem var ómissandi í kvöldklæðnaði þar til Yves Saint
Laurent færði konum smókinginn 1967 sem eftir það varð jafnvel
mikilvægari en svarti kjólinn. Tískusjúkir missa fljótt stjórn á krít-
arkortunum því þarna mátti finna ótrúlegar gersemar, til dæmis
flöskugrænt veski og svartan kjól úr línu Christian Dior frá 1960
sem væri fullkominn klæðnaður fyrir kvikmyndahátíðina í Cannes
í næsta mánuði. Ég sá í búðinni fúshíableika sandala frá YSL sem
Tom Ford hannaði fyrir tískuhúsið og ég seldi sjálfur þegar ég vann
þar sumarið 2003. Það er því ekki allt eins mikið „vintage“ og ætla
mætti og gott að þekkja dálítið tískusöguna.
bergthor.bjarnason@wanadoo.fr
Kjóllinn sem Keira Knightley
klæddist á síðustu óskarsverð-
launahátíð er nú falur á ebay.
Keira Knightley, sem flestir
þekkja úr hinni vinsælu kvik-
mynd Pirates of the Caribbean,
hefur gefið kjólinn sem hún
klæddist á síðustu óskarsverð-
launahátíð til að safna fé fyrir
hjálparstofnunina Oxfam. Kjóll-
inn, sem hannaður er af hinum
þekkta hönnuði Vera Wang, er
metinn á um 3,3 milljónir króna.
Hægt er að bjóða í kjólinn á ebay.
com en uppboðinu lýkur 1. maí
næstkomandi. Enn sem komið er
hafa 50 boð borist og hljóðar það
hæsta upp á tæpar 500.000
krónur.
Allur ágóði af kjólnum rennur
til bágstaddra í Austur-Afríku.
Þar vofir mikil hungursneyð yfir
vegna þurrka í Kenía, Sómalíu,
Eþíópíu og Tansaníu. „Þetta er
ótrúlegur kjóll og ég er svo ánægð
að geta gefið Oxfam hann. Ég hef
séð fréttamyndir af þurrkasvæð-
um í Austur-Afríku og ég geri
mér grein fyrir því hversu alvar-
legt ástandið er orðið. Þess vegna
er ég ánægð með að geta gert eitt-
hvað til að hjálpa,“ sagði
Knightley þegar hún afhenti
Oxfam kjólinn.
Keira selur kjól
Kjóllinn góði sem Knightley hefur gefið
Oxfam. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Floral frá Paul Smith.
Floral er ferskur ilmur frá Paul
Smith sem hentar ungum konum
sérstaklega vel. Ilmurinn er fram-
andi en jafnframt fágaður og á vel
við í sólinni í sumar.
Ferskt fyrir
sumarið
Floral frá Paul
Smith.
FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Marg verðlaunuð hönnun,
tímalaus og einstök.
Trippen, skóverslun, Rauðarárstíg 14, 101 Reykjavík. trippen.is