Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 35

Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 35
[ ] EXO hefur hafið sölu á Armani Casa vörum. „Lífsstíllinn Armani á að vera upplifun,“ segir Hanna Birna Jóhannesdóttir hjá versluninni EXO í Fákafeni sem hefur hafið sölu á húsgögnum og gjafavöru sem eru hönnuð af Georgio Arm- ani. Armani er betur þekktur sem fatahönnuður en hefur greinilega hæfileika á fleiri sviðum. „Við opnum á fimmtudag og það verður sýning alla helgina og 1. maí í til- efni af fjórtán ára afmæli EXO,“ segir Hanna Birna en verslunin reynir að koma með nýjungar á hverjum afmælisdegi. Í línu Armani eru húsgögn, borð, lampar auk gjafavöru. „Allt sem kemur frá Armani eru nátt- úruleg efni, sandsteinn, silki og leður,“ segir Hanna Birna sem segir vörurnar vera mjög elegant. Þar sem Armani gerir kröfur um að allar verslanir sem selja hönn- un hans séu svartar í hólf og gólf hefur hluti verslunarinnar EXO verið málaður svartur sem veitir án efa ákveðna stemningu. Armani- lífsstíllinn í EXO Þegar tyggjóið klessist Flestir kannast við að hafa klesst tyggjó í föt. Það getur verið erfitt að ná því úr. Gott ráð er að skella flík- inni inn í frysti og að nokkrum tíma liðnum er tyggjóið mulið úr. Sumir hafa eflaust lent í því að klína tyggjói í hár eða á húðina. Það er heldur óskemmtilegt en með því að maka smjörlíki vel á staðinn þar sem tyggjóið er fast er hægt að ná því úr á nokkuð auðveldan hátt. Húsráð } Húsgagnaiðnaðurinn er arðvænlegur. Ingvar Kamprad, stofnandi Ikea, er einn af ríkustu mönnum í heimi. Verið velkomin að Dalvegi 18 Gallerí Húsgögn Sími 554 5333 Full búð af flottum vörum Glæsileg sófasett og frábært úrval af tekk borðstofuhúsgögnum. skenkar- stólar- borðstofuborð- sófar- hægindastólar- sófaborð smávara- skemlar- púðar- sjónvarpsskápar- skilrúm Opnunartími: Virka daga 11-18 • Laugardaga 11-16 • Sunnudaga 13-16 Bæjarlind 6, Kóp. • s. 5347470 • www.feim.is Opi› virka daga 10-18 og laugardaga 10-16 Gleðilegt sumar Vinsælu kanadísku Bear chair garðhúsgögnin komin. Setrus viður, þolir íslenska veðráttu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.