Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 39
THURSDAY 27. april 2006 9
Espressóbollarnir fást í verslun-
um Te og kaffi. Þeir eru til í mörg-
um litum, rauðum, bláum, hvítum
og er þá ekki allt upp talið. Boll-
arnir eru nokkuð óvenjulegir
vegna þess að þeir
líta út eins
og krum-
pað plast-
mál, en
eru reynd-
ar úr leir.
Þeir eru frá
frönsku fyr-
irtæki sem
ber heitið
Revol og
kosta 495 kr.
Espressóbolli
Krumpuð og beygluð kaffimál
má sjá víða um vinnustaði. Nú
er hægt að kaupa sér slíkt úr
leir.
Skemmtileg hönnun.
Sérfræðingur frá parket-
framleiðandanum Hörning í
Danmörku mun á laugardag-
inn veita ráðgjöf í versluninni
Parketi & gólf.
Næstkomandi laugardag, þann 29.
apríl, mun verslunin Parket & gólf
í Ármúla standa fyrir sérstökum
dönskum degi. Af því tilefni hefur
verið fenginn til landsins parket-
sérfræðinginn Jens Klampe frá
parketframleiðandanum Hörning í
Danmörku. Mun hann veita ráð-
gjöf og svara almennum spurning-
um frá klukkan 10.30 til 13.30. Til
þess að gera stemninguna enn
danskari verður einnig boðið upp á
danskt öl og léttar veitingar með.
Óskar Már Alfreðsson, versl-
unarstjóri Parkets & Ggólfs, segir
að Hörning sé Rolls Royce parket-
markaðarins, en Hörning-parket
má meðal annars sjá á Kastrup-
flugvelli og í Alþingishúsinu.
Óskar hlakkar því mikið til komu
danska sérfræðingsins. ,,Hann
mun koma með einhverjar nýj-
ungar og ákveðna sérfræðiþekk-
ingu.“ Að lokum má einnig geta
þess að nú standa yfir plankadag-
ar hjá Parketi & gólfi sem lýkur í
lok maímánaðar.
Danskur dagur hjá
Parketi & gólfi
Plankaparket hefur verið eitt vinsælasta gólfefnið að undanförnu.
1 dálkur 9.9.2005 15:22 Page 9
1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8