Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 46
„Þær eru fjölmargar landbúnaðar- afurðirnar sem ég hef mikið dálæti á en sú afurð sem ég nota mest af er án efa íslenskt smjör. Ég hef farið víða og smakkað margar gerðir af smjöri og get fullyrt að íslenska smjörið hefur yfirburðastöðu gagn- vart öðru smjöri,“ segir Gísli Ein- arsson, dagskrárgerðarmaður og fréttamaður á RÚV. Gísli segist gæta óhófs þegar hann smyr brauðið sitt og réttara væri að kalla það brauð á smjöri. Segist hann stundum fá einkennilegt augnaráð þegar hann smyr og ekki sé laust við að mönn- um ofbjóði. Gísli segist annars vera listakokkur. Hann eldi talsvert oft og noti smjörið mikið í sinni mat- argerð. „Ég hef verið að stúdera danska smørrebrødsgerð upp á síð- kastið og þar kemur smjörið náttúr- lega við sögu.“ Gísli á eina vonda minningu um smjör sem þó náði ekki að eyði- leggja ást hans á því. „Þegar dótt- ir mín, sem nú er þrettán ára, var tæplega ársgömul hafði hún komist í smjörstykki og dundaði sér við að klína því í hár mitt, sem ég hafði þá, föt og rúmföt meðan ég svaf værum blundi. Þegar ég vaknaði var allt löðrandi í smjöri og lyktin ógeðs- leg. Þetta er eina vonda minningin sem ég á um þessa annars frábæru landbúnaðarafurð.“ 6 ■■■■ { landbúnaður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hólaskóli í Hjaltadal fagnar 900 ára afmæli í sumar. Skólastarf hófst á Hólum árið 1106 og hefur það staðið nær óslitið fram til dagsins í dag. Þrjár námsbrautir eru í boði við skólann, í ferðamálafræðum, hrossarækt og reiðmennsku; fisk- eldi og fiskilíffræði. Skúli Skúlason, skólastjóri Háskólans á Hólum, segir mestu ásókn vera í ferðamálafræði en um 70 nemendur eru bæði í stað- og fjarnámi í fræðunum. Hægt er að útskrifast eftir eitt ár með diplóma- gráðu. Að sögn Skúla er námið í mikilli og hraðri þróun. „Áherslan í ferðamálafræðum er á menningu og náttúru og tengd landsbyggðinni,“ segir Skúli. „Við erum í nánu sam- starfi við fjöldamörg fyrirtæki og höfum byggt námið upp með ferða- málafulltrúum í landshlutunum.“ Fjölskyldufólk er í meirihluta nem- enda og hefur verið ráðist í bygg- ingu bæði leik- og barnaskóla auk þess sem nemendagarðar með 70 íbúðum hafi verið byggðir á Hólum á síðastliðnum tveimur árum. Þetta er rúm tvöföldun á húsakosti stað- arins. Nám í hrossarækt og reið- mennsku er afar vinsælt og segir Skúli að skólinn geti ekki tekið við öllum umsækjendum. „Við erum með 50 nemendur í náminu og ráðum ekki við meira vegna aðstöðuleysis,“ segir hann en umsækjendur þreyta inntökupróf í námið. Skúli segir skólann stefna að því að taka fleiri nemendur inn í námið á næstu árum en nauðsyn- legt verði að stækka aðstöðu tengda hestamennsku. Þrátt fyrir þetta er aðstaðan á Hólum stórgóð. Skólinn hefur yfir að ráða tveimur reið- höllum og hefur aðstöðu fyrir 160 hesta. Stefnt sé að því að tvöfalda nemendafjölda á næstu árum, að sögn Skúla. Aðsókn í nám í fiskeldi hefur ein- kennst af nokkrum sveiflum allt frá því að það hófst á Hólum árið 1984 en nú eru á bilinu 8 til 15 nem- endur í fiskeldi og fiskilíffræði við skólann auk 10 nemenda á meist- ara- og doktorsstigi. Fiskeldisstöð er við skólann á Hólum og unnið að rannsóknum á bleikju og laxi en auk þess hefur skólinn byggt upp 1.500 fermetra aðstöðu í Verinu við höfnina á Sauðárkróki. Í húsinu er stundað tilraunaeldi á lúðu, þorski og bleikju auk fleiri tegunda. „Nú er þarna komin hágæða rannsókn- armiðstöð í fiskeldi, fiskilíffræði og matvælarannsóknum,“ segir Skúli Skúlason. Fjölbreytt landbúnaðarnám á Hólum í Hjaltadal Nám í ferðamálafræðum og hestamennsku við Háskólann á Hólum í Hjaltadal er gríðarlega eftirsótt. Í bígerð er að stækka skólann á næstu árum til að taka við fleiri nemendum. Jón Aðalsteinn ræddi við skólameistara Hólaskóla. Skúli Skúlason, skólameistari Háskólans á Hólum í Hjaltadal, segir stefnt að því að fjölga nemendum við skólann. Háskólinn á Hólum í Hjaltadal. Mikil ásókn er í nám í ferðamálafræðum og hestamennsku og hefur húsakostur staðarins verið ríflega tvöfaldaður til að sinna öllum þörfum nemenda.áburðardreifarar Tvær dreifiskífur úr ryðfríu stáli, vökvastýring úr ökumannssæti, kögglasigti, hárnákvæm dreifing, vandaður og endingargóður drifbúnaður, auðveld og þægileg notkun. AMAZONE áburðardreifararnir eru löngu landsþekktir fyrir afburða endingu og mikla nákvæmni. ÞÓR HF | Ármúla 11 | Lónsbakka | www.thor.is Aukabúnaður á mynd: kastvörn �������������������������������� ���������������������������������� ������������� ������ ������������������� Notar smjör á allt Gísli Einarsson, dagskrár- gerðarmaður á RÚV, segir íslenska smjörið hafa yfirburðastöðu gagnvart öðru smjöri. Hlutfall íbúa í dreifbýli nam um síðustu áramót 5,8 prósent- um samkvæmt tölum Hagstofu Íslands, en árið áður nam hlut- fallið 7,3 prósentum. Þróunin síðustu ár og áratugi sýnir að stöðugt fleiri kjósa að búa í þétt- býli. Árið 1940 bjó þriðjungur landsmanna í dreifbýli, en tveim- ur áratugum síðar var hlutfall- ið komið í tæp 18 prósent. Árið 1990 bjuggu 9,3 prósent í dreif- býli og 1995 var hlutfallið komið í 8,3 prósent. - óká Þróun mannfjölda og búsetu Þéttb. Dreifb. Hlutf. 1901 17.732 60.738 77,4% 1940 81.246 40.228 33,1% 1960 144.660 31.020 17,7% 1990 232.054 23.654 9,3% 1995 245.666 22.140 8,3% 2005 282.387 17.504 5,8% Heimild: Hagtölur landbúnaðarins og Hag- stofa Íslands. Tölur miða við mannfjölda 31. desember ár hvert. Stöðugt fækkar í dreifbýli Heyskapur í Árbæ á fyrri hluta 20. aldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.