Fréttablaðið - 27.04.2006, Síða 50

Fréttablaðið - 27.04.2006, Síða 50
„Hamarinn er á lofti í sveitum lands- ins, þar er mikil framkvæmdagleði,“ segir Guðni Ágústsson landbúnað- arráðherra og bætir við að í sveitum landsins felist ótal sóknarfæri, fleiri en nokkru sinni og gríðarlega mikið að gerast. „Sveitin kallar til sín fólk á nýjum og nýjum forsendum.“ Guðni segir að í sveitum lands- ins sé mikið byggt, bæði hjá bænd- um og eins hjá þeim sem reisa sér sumar- eða heilsárshús. „Svo rísa byggðir, sveitaþorp með nýju sviði, þannig að sveitin virðist í dag kalla marga til sín. Það sem að landbún- aði snýr er hins vegar hið fjölþætta hlutverk hans, því hann hefur nú miklu víðara hlutverk en hann hafði fyrir nokkrum árum.“ Guðni segir hefðbundinn búskap eins og kúa- og sauðfjárbúskap nú í þeirri stöðu að mikil eftirspurn er eftir afurðum þeirra. „Ekki hefur áður verið jafn- áhugaverð sprengja í eftirspurn eftir landbúnaðarvörum eins og síðustu misseri og held ég að þar eigi meðal annars töluverðan þátt skólamáltíð- ir í grunnskólum landsins. Bændur hafa ekki undan að framleiða mjólk eða kjötvörur þannig að staðan er glæsilegri en menn hafa áður búið við. Síðan hafa hinar hefðbundnu búgreinar þróast. Í sveitunum er mikið byggt og endurnýjað af fjós- um til þess að mæta nýjum tíma, þannig að bóndinn og fjölskylda hans hafi góða vinnuaðstöðu og geti mætt samkeppni í framtíðinni af meira öryggi. Í kringum land- búnaðinn er því líf og fjör.“ Hesturinn dregur að sér viðskipti Fjölbreytni telur Guðni engu að síður að ríki áfram. „Sumir búa stórt og aðrir búa smærra,“ segir hann. „Síðan koma inn alls kyns áhuga- menn með það sem við getum kall- að frístundabúskap og algengt er að dugmikið sveitafólk vinni með búinu. En hér er auðvitað enginn stórbúskapur, engin verksmiðja að störfum.“ Guðni segir enda horft til sóknarfæra í markaðssetningu á heilnæmum vörum í erlendum sér- vöruverslunum. „Þetta á orðið við um mjólkurvörurnar, lambakjötið og grænmetið. Þetta handverk sem íslenskur landbúnaður er, unninn af fjölskyldum sem þekkir dýrin sín og fer vel með þau og býr við þessa frábæru náttúru, er stór hluti af möguleikum landbúnaðarins, um leið og íslenska þjóðin finnur hvað hún býr við gott matvælaborð að eiga svona góða framleiðendur.“ Þá segir Guðni að á nýjum svið- um blasi margt við í sveitinni. „Jarð- ir eru mjög eftirsóttar, bæði af fólki sem vill bara fara upp í sveit, eiga þar skepnur, njóta þess að vera í nátt- úrunni og taka þátt í þessu frábæra menningarlífi sem í mörgum sveit- um er. Þar er víða mjög skemmtilegt líf, mikill söngur og félagsmálastarf- semi. Hver einasti maður er í raun stórt nafn í því samfélagi og þátttak- andi í svo mörgu í kringum félagslíf- ið.“ Hlutverk hestsins fer einnig vax- andi að mati landbúnaðarráðherra. „Ef ég met stöðuna rétt getur þetta orðið sú búgrein sem er með hvað flesta bændur. Þróunin í hestinum hefur verið gríðarlega ör á síðustu árum og við náð miklum árangri, bæði hér í gegnum fagmennsku hestamanna og öflugt skólastarf, líkt og á Hólum, sem skilar fagfólki inn í samfélagið. Íslenski hesturinn vekur hvað mesta athygli héðan um víða veröld. Í öllum heimsálfum eru íslenskir hestamenn og hann dregur að sér mikil viðskipti.“ Guðni nefnir að um næstu áramót verði aflagðir tollar af hestum til Evrópu, en það sé þýðingarmikið skref til að auð- velda samskipti. „En hrossabúgarð- arnir setja nú mikinn svip á margar sveitir, með öflugu fólki sem bygg- ir upp aðstöðu til að temja og selja hestinn. Þeir búgarðar skipta nú orðið hundruðum og ég spái því að í náinni framtíð verði hrossabúgarðar orðnir fleiri en kúabú. Í landanum býr sterkur sveitamaður Guðni Ágústsson segir eins hafa verið lagðan grunn að því að bændur landsins fari með mikil- væg verkefni og nefnir skógrækt í þeim efnum. „Þeir planta skóginum fyrir þjóð sína og framtíðina, en hann trúum við að verði hér síðar stór auðlind. Svo vita líka allir að ferðaþjónustan er hvergi sterkari en í sveitinni. Ferðaþjónusta bænda er gríðarlega öflugt fyrirtæki þar sem 160 bændur standa saman um sína markaðssetningu. Ég tel að stærsta málið sé nú bein sala afurða af býli bóndans, sem auðga muni íslenska markaðinn og efla áhuga þéttbýlis- búans á sveitinni enn frekar. Erlend- ir jafnt og innlendir ferðamenn sem fara um landið vilja hitta bændur að störfum. Og bændur bjóða í kaffi, taka á móti fólki og hafa þarna nýtt og mikið hlutverk. Þannig er hið fjölþætta hlutverk sveitanna í örum vexti og sveitirnar hafa möguleika á nýjum sviðum þar sem þær höfðu enga fyrir tíu árum.“ Eins segir Guðni skemmtilegt til þess að vita hve sterkar rætur sveitin eigi í þjóðarsálinni. „Í flest- um Íslendingum býr sterkur sveita- maður og þrá eftir því að eiga land, hvort sem það er einhver skiki og sumarbústaður, eða jarðarpartur til að festa rætur með fjölskyldu sinni í náttúru landsins.“ Guðni segir bændum ganga vel að fóta sig í nýju umhverfi og mikil endurnýjun í sveitunum á síðustu árum. „Ef farið er á fundi Lands- 10 Tómatar sem þessir eru framleiddir í miklu magni á stórum býlum í sumum löndum Evrópu. Í eina tíð voru uppi vangaveltur um að nýta hér jarðhita til slíkrar ræktunar og hafa þær nú hafist aftur eftir nýjan samning við Evrópusambandið um tollamál. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Miklir möguleikar í breyttu landslagi Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir mikla framþróun og öfluga starfsemi eiga sér stað á ótal sviðum í sveitum landsins. Hann spáir enn frekari uppgangi í hrossarækt og telur hana brátt munu standa jafnfætis kúabúskap hvað umfang varðar. Óli Kristján Ármannsson hitti Guðna að máli. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir spennandi tækifæri í landbúnaði, en þar á meðal eru möguleikar sem nýr samningur við Evrópusambandið hefur í för með sér. Í honum felst niðurfelling á tollum þannig að evrópskir grænmetisbændur gætu séð sér hag í að semja við orkufyrirtæki um aðbúnað og ræktun á háhitasvæðum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hins vegar verður æ meira umhugsunarefni meðal þess- ara 149 þjóða hvort menn séu á réttri leið með að færa til landbúnaðinn í heiminum. Ég er ekki viss um það. Ég held að óskaplega mikilvægt sé fyrir hverja þjóð að geta framleitt svona um helminginn af sínum matvælum og við Íslendingar tökum mikinn þátt í heimsverslun með landbúnaðarafurðir. ■■■■ { landbúnaður } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.