Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 66

Fréttablaðið - 27.04.2006, Side 66
 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR20 VISSIR ÞÚ... ...að fyrsta mannaða geimfarinu var skotið á loft árið 1961. Það var Júrí Aleksejvitsj Gagarín frá Sovétríkjunum sem stýrði geim- farinu Vostok 1, sem skotið var út í geim frá Baikonur-skotpallin- um í Kasakstan rúmlega níu fyrir hádegi þann 12. apríl. Hann lenti nærri Smelovka, Sovétríkjunum 115 mínútum síðar. Gagarín hafði þá skotið sér úr geimfarinu nokkru fyrr og svifið til jarðar í fallhlíf. ...að fyrsta konan til að fara út í geim var Valentina Tereshkova frá Sovétríkjunum. Hún fór með geimfarinu Vostok 6 þann 19. júní 1963. Hún var 26 ára og er enn í dag yngsta konan sem farið hefur út í geim. ...að fyrsta geimgangan var farin af Sovétmanninum Alexei Arkhipovitsj Leonov. Hann fór út úr geimflauginni Voskhod 2, 18. mars 1965. ...að fyrsta mannaða ferðin kringum tunglið var farin árið 1968. Það var geimfarið Appolo 8 sem náði þessum árangri en því var skotið á loft 21. desember. Í áhöfn voru þrír Bandaríkjamenn og fóru þeir tíu hringi kringum tunglið í sex daga leiðangrinum. ...að fyrstu mennirnir stigu á tunglið þann 21. júlí 1969. Neil Armstrong frá Bandaríkjunum, fyrirliði Appolo 11, steig fyrstur út og Edwin Aldrin jr. fylgdi í humátt á eftir honum. ...að lengsta mannaða tungl- ferðin var farin 7.-19. desember árið 1972. Þá dvaldi áhöfnin á Appolo 17 á yfirborði tunglsins í mettíma eða samanlagt 74 klukkustundir, 59 mínútur og 40 sekúndur. Áhöfnin safnaði alls 110,4 kg af grjóti og jarðvegi í þremur lotum. ...að tveir geimfarar hafa farið í sjö geimferðir og hefur enginn farið fleiri geimferðir. Þetta eru þeir Jerry Ross og Franklin Chang-Diaz frá Bandaríkjunum. ...að Kínverjar eiga lengstu jómfrúarferð þeirra þriggja þjóða sem skotið hafa mönnum út í geiminn. Kínverjinn Yang Liwei var sendur 15. október 2003 á sporbraut um jörðu um borð í geimfarinu Shenzou 5 í ferð sem stóð í 21 tíma og 23 mínútur frá geimskoti til lendingar. ...að fjölmargar nýjungar má rekja til geimvísinda. ...að þeirra á meðal eru veðurspár, gervihnattadiskar, strikamerkingar, læknisfræði- ljósmyndun, CAT skönnun, flatir sjónvarpsskjáir, stýripinnar, þráð- laus tæki, hjartagangráður, sýnd- arveruleikaþættir, reykskynjarar og ósýnilegar tannspangir. KAUPVENJUR Keypti varahluti í fyrsta forsetabílinn Hver er eftirlætisbúðin þín? Konan mín sér yfirleitt um búðirnar, það er í hennar verkahring. Nema auðvitað þegar kemur að því að kaupa í bíla. Hvað finnst þér skemmtilegast að kaupa? Það er skemmtilegast að kaupa í forn- bílana. Verslar þú í útlöndum? Ég fer til Pennsylvaníu í Bandaríkjunum einu sinni á ári á bílasýningu. Þar er líka varahlutamarkaður og ég hef keypt hluti þar. Einhverjar venjur við innkaupin? Það er náttúrulega venja að kaupa á markaðnum. Ég hef líka verið að kaupa varahluti í fyrsta íslenska forsetabílinn því ég var að gera hann upp. Tekurðu skyndiákvarðanir í fatakaup- um? Já, ef ég fer í fatainnkaup þá geri ég það. Þá er það fljótgert. Ef konan kemur hins vegar með er það flóknara. SÆVAR PÉTURSSON, FORMAÐUR FORN- BÍLAKLÚBBS ÍSLANDS, LÆTUR KONUNA UM FLESTÖLL INNKAUPIN. 1 dálkur 9.9.2005 15:17 Page 2 Ármúla 23 • S. 568 1888 www.parketgolf.is Plankad agar í fullum gangi Ótrúleg v erð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.