Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2006, Qupperneq 70

Fréttablaðið - 27.04.2006, Qupperneq 70
 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR34 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli, andlát og jarðarfarir í smáletursdálkinn hér til hliðar má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. AFMÆLI Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Actavis á Íslandi, er 39 ára. Jakob Björnsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, er 56 ára. ANDLÁT Björn Sigmarsson, frá Krossavík, lést af slysförum þriðjudaginn 25. apríl. Ingi Ragnar Ásmundsson, frá Skálanesi, Vesturvegi 11, Seyðis- firði, lést miðvikudaginn 12. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey. JARÐARFARIR 13.30 Sólveig Hermannsdóttir, Fróðasundi 10a, Akureyri, verður jarðsungin frá Akur- eyrarkirkju. 15.00 Stefanía Ingibjörg Snæv- arr verður jarðsungin frá Seljakirkju. 15.00 Minningarathöfn um frú Þórhöllu Gísladóttur, ljósmóður frá Skógargerði, Bergþórugötu 27, Reykjavík, verður haldin í Hallgríms- kirkju. 15.00 Minningarathöfn um sr. Sig- hvat Birgi Emilsson, sem lést í Noregi laugardaginn 1. október 2005, verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju. Jón Þórarinn Sigurjónsson, áður til heimilis á Grundarstíg 3, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum mánudaginn 10. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Á þessum degi árið 1828 var dýragarðurinn í Lundúnum opnaður. Garðurinn hefur frá upphafi sinnt braut- ryðjendastarfi í dýragarða- bransanum og kynnti ýmsar nýjungar til að auðvelda almenningi að sjá sem flest dýr. Meðal annars var fyrsta skriðdýrahús í heimi opnað þar árið 1849 og fyrsta vatnadýrasafnið árið 1853. Mikill fjöldi dýrategunda hefur ávallt verið aðalsmerki dýragarðsins í Lundúnum og hýsir hann eitt fjölbreyttasta dýrasafn í heimi. Seinni heimsstyrjöldin var dýragarðinum erfið þar sem fjöldi dýra lét lífið eða slapp. Svangar fjölskyldur í nágrenni við garðinn áttu líka til að leggja leið sína í vatnsdýrasafnið til að veiða fisk í soðið. Enduruppbygg- ing hófst þó árið 1955 og tók tíu ár að koma garðinum í sama horf og hann var áður. Síðan hafa endurbætur sett svip sinn á garðinn og nýj- ungar bætast reglulega við. Frægasti íbúi garðsins er að öllum líkindum risap- andan Chi-Chi sem kom frá Kína árið 1958 og var fyrsta risapandan sem komið var fyrir í vestrænum dýragarði. Hún dó árið 1972. ÞETTA GERÐIST: 27. APRÍL 1828 Opnun dýragarðsins í Lundúnum RISAPANDA Dýragarðurinn í London var heimili Chi-Chi, fyrstu risapöndunnar sem bjó í vestræn- um dýragarði. MERKISATBURÐIR 1858 Póstgufuskipið Victor Emanuel kemur til Reykja- víkur í fyrstu áætlunarferð sinni frá Kaupmannahöfn. Áður höfðu seglskip siglt þessa leið. 1865 Gufubáturinn Súltana springur og sekkur í Mississippi-ánni. Af 2.300 farþegum láta 1.700 lífið. 1915 Gullfoss leggur af stað til New York og er fyrsta íslenska skipið með íslenskan skipstjóra sem siglir til Vesturheims síðan á dögum Leifs heppna. 1961 Síerra Leóne hlýtur sjálf- stæði frá Bretlandi. 1977 Önnur goshrina Kröfluelda hefst en stendur einungis í þrjá daga. FERDINAND MAGELLAN (1480-1521) LÉST ÞENNAN DAG „Kirkjan segir að jörðin sé flöt en ég veit að hún er kringlótt, því ég hef séð skuggann á tunglinu og hef meiri trú á skugga en kirkjunni.“ Landkönnuðurinn Magellan stjórnaði fyrstu sjóferðinni umhverfis hnöttinn. Kolbeinn Einarsson, tónskáld með meiru, á 35 ára afmæli í dag. Hann stefnir ekki á stórkostleg veisluhöld í tilefni tímamótanna heldur bíður spenntur eftir 44 ára afmælinu. „Mér líður bara mjög vel með þetta og finnst ég vera orkumeiri og yngri með hverjum deginum,“ segir Kol- beinn galvaskur um afmælisdaginn. Hann er þó ekki alveg jafn kátur þegar blaðakona ber undir hann kenninguna um að 35 ára afmælið sé hið nýja fer- tugsafmæli. „Mér hálffertugum mann- inum finnst nú súrt í broti að vera tal- inn alveg svo gamall,“ segir hann. Kolbeinn á ekki í nokkrum vand- ræðum með að velja skemmtilegasta afmælið. „Þegar ég varð þrjátíu og þriggja ára kom konan mín mér á óvart með afmælisveislu sem mun seint líða úr minni þeirra sem viðstaddir voru. Hún smalaði saman bestu vinum og fjölskyldum okkar og var búin að umbreyta heimilinu okkar í veislusal. Þetta var eins og í Fellini mynd, svona ítölsk veislustemning,“ segir Kolbeinn og bætir við að hann hlakki mikið til 44 ára afmælisins. Afmælisveislan að þessu sinni verð- ur ekkert í líkindum við þrjátíu og þriggja ára afmælið enda kveðst Kol- beinn eiga erfitt með að koma sjálfum sér á óvart. „Hins vegar getur vel verið að ég reyni að halda eitthvað pínulítið hóf með fjölskyldu og vinum.“ Mikið er um að vera í lífi Kolbeins en hann er nýkominn heim frá Banda- ríkjunum þar sem hann „krúsaði Pacific Highway númer eitt á rauðum sportbíl með blæjuna niðri. Þetta var nokkurs konar pílagrímsferð til Kali- forníu þar sem ég og kona mín vorum á námsárum okkar. Nokkur tilefni voru fyrir ferðinni. Í fyrsta lagi voru það minningartónleikar um kennara minn og góðan vin, Stephen Lucky Mosko, þar sem flutt var tónlist eftir hann. Einnig var tónleikaferð með íslenskri nútímatónlistarhljómsveit sem heitir Atón en þau voru einmitt að spila tón- list eftir mig. Þriðja tilefnið var svo bara að heimsækja okkar fornu slóðir og sjá hvort grasið sé ekki örugglega grænna hinu megin.“ Svo reyndist vera enda grassprettan í lágmarki hérna á Klakanum. „Að ferðinni lok- inni komum við heim í dásamlega íslenskan sumardag með alhvítri jörð,“ bætir Kolbeinn við hlæjandi. Aðspurður um verkefni sem bíða á 36. aldursárinu segist Kolbeinn vera með nóg á sínum snærum. „Vonandi tekst mér að finna þessa fínu línu milli listarinnar, brauðstritsins og fjölskyld- unnar og staðsetja mig þarna einhvers staðar í miðjunni á þríhyrningnum.“ KOLBEINN EINARSSON TÓNSKÁLD: 35 ÁRA Í DAG Grasið er grænna í Kaliforníu KOLBEINN EINARSSON ER AFMÆLISBARN DAGSINS Skemmtilegasta afmælisveisla Kolbeins var 33 ára afmælið þegar konan hans skipulagði óvænta afmælisveislu og umbreytti heimili þeirra í ítalskan veislusal. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR Í dag eins og venjan er þann 27. apríl halda Suður-Afr- íkubúar upp á dag frelsis- ins. Dagsetningin var valin vegna þess að á þessum degi árið 1994 voru fyrstu kosningarnar eftir að aðskilnaðarstefna svartra og hvítra var afnumin. Í kosningunum var Nelson Mandela kjörinn forseti landsins og var fyrsti blökkumaðurinn til að gegna embættinu. Frelsinu sem í því fólst er því fagnað í dag og þurfa landsmenn ekki að mæta til vinnu eða í skóla. Frelsinu fagnað SUÐUR-AFRÍKA Suður Afríkubúar fagna endalokum aðskilnaðarstefnunnar og eiga frí í dag. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hannes Helgason Asparfelli 8, andaðist á Landspítala Fossvogi aðfaranótt sunnudagsins 23. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Guðlaug Maggý Hannesdóttir Jón Pétur Jónsson Hafdís Hannesdóttir Stefán Gunnar Stefánsson Helgi Hannesson Guðmunda Eyjólfsdóttir Lára Hannesdóttir Schram Sigmundur Hannesson Sigrún Arnardóttir barnabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, Kristján Jónsson dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28.apríl kl 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á dvalarheimilið Hlíð. Ragna Kristjánsdóttir Halldóra Kristjánsdóttir Sigurður I. Gíslason Eyþór Kristjánsson Ingibjörg Thorp Valgerður Kristjánsdóttir Kristján Birgisson Þórný Kristjánsdóttir Benedikt Benediktson barnabörn, langafabörn og systkini hins látna. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jóhanna Þorgeirsdóttir kennari, Hlunnavogi 3, verður jarðsungin frá Seljakirkju föstudaginn 28. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Hjalti Jónasson, börn, tengdabörn og barnabörn. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.