Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 80
27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR44
maturogvin@frettabladid.is
VEITINGASTAÐURINN
CAFÉ PARÍS
AUSTURSTRÆTI 14, 101 REYKJAVÍK WWW.CAFEPARIS.IS
Café París var nýlega opnað á ný eftir miklar
breytingar. Staðurinn hefur verið stækkaður
um 80 fm, ný húsgögn fylla staðinn og hann
er í heildina mun nýstískulegri. Reyndar má
deila um stílinn en þessi franski svipur sem fylgdi gömlu
tágahúsgögnunum er horfinn. Franskir réttir eins og crépes
og croissant eru þó enn á matseðlinum og sumt af gamla
starsfólkinu er enn í húsinu. Ægilegur ys og þys einkennir
staðinn, kannski bara af því að hann er nýr og margir hafa
verið að prófa hann, en þetta er a.m.k. ekki staðurinn vilji
maður slaka á í erli dagsins. Á kvöldin breytist staðurinn svo
í kokkteilbar og er opinn mun lengur en áður var.
Matseðilinn? Matseðillinn er afar fjölbreyttur og það er
boðið upp á sérstakan seðil fyrir börn. Meðal þess sem er
að finna á seðlinum eru steikur, pasta, salöt, vefjur, beyglur
og kökur. Gott úrval af kaffidrykkjum, ekki síst áfengum, t.d.
St. Martens kakó, franskt kaffi og calypso kaffi.
Vinsælast? Á gamla Café París voru pönnukökurnar einn
af vinsælustu réttum hússins sem og kökurnar. Á nýja
matseðlinum er hinsvegar brunch-bakkinn afar girnilegur
og einnig má fá nýpressaðan heilsusafa á staðnum, hvort
tveggja afar líklegt til vinsælda.
Verð? Beyglur fást á 790 kr., nautasteik með frönskum á
1790 kr. og kökusneiðarnar eru í kringum 600 krónur. Vín-
glasið er á 650 kr. og áfengu kaffidrykkirnir eru á 900 kr.
ÞRÚGUR GLEÐINNAR
> EINAR LOGI VIGNISSON
-Þú getur alltaf treyst á prinsinn-
Hlíðasmári 8 • S:5547200 • www.hafid.is
Grillvertíðin er hafin
á Prinsinum.
Fiski grillspjót
Lúða-lax-keila-rauðspretta
í góðum grillmareneringum
Eftir tvær vikur er væntanlegur
hingað til lands Andrew Wigan,
sem hefur haft yfirumsjón með
hvorki fleiri né færri en 33
árgöngum Peters Lehmann í Bar-
ossa Valley. Wigan er án efa einn
af virtustu víngerðarmönnum
Ástrala. Hann var til dæmis kos-
inn víngerðarmaður ársins á Int-
ernational Wine and Spirit Comp-
etition (IWSC) í London árið 2003.
Hann ber ábyrgð á vínunum
Stonewell Shiraz og Peter
Lehmann Sémillon og víngerðar-
teymið undir hans stjórn hefur
átta sinnum sigrað í keppni um
„besta vín ársins“ í áðurnefndri
keppni, IWSC.
Andrew Wigan mun í sam-
vinnu við hinn nýstofnaða Vín-
skóla sem Dominique Plédel Jóns-
son veitir forstöðu halda svonefnt
„master class“ námskeið í Þjóð-
menningarhúsinu fimmtudaginn
11. maí kl. 17.30. Námskeiðið
kostar 2.300 kr. og hægt er að
skrá sig með því að senda tölvu-
póst á vinskolinn@vinskolinn.is.
Wigan mun fjalla ítarlega um
vínin og smökkuð verða undir
leiðsögn hans um tíu vín úr mis-
munandi árgöngum og mun þrúg-
urnar riesling og shiraz bera
hæst og smökkuð verða vín á
borð við Weighbridge, Eden
Valley, Eight Songs og Stonewell.
Þetta er einstakt tækifæri til að
kynnast víngerð Ástralíu, sem er
í mörgum atriðum frábrugðin því
sem þekkist í Evrópu.
Peter Lehmann þarf vart að
kynna fyrir Íslendingum, vínhús-
ið í Barossa Valley hefur verið
vinsælt hérlendis sem víðar og
hlotið margvíslegar viðurkenn-
ingar á alþjóðavettvangi. Vínhús-
ið er í mörgu óhefðbundið, sem
dæmi má nefna að kosið er í vín-
gerðarteyminu um allar mikil-
vægustu ákvarðanir varðandi
víngerðina. En Peter Leh-
mann er kannski þekktast-
ur fyrir þá persónulega
stefnu sem hann tók frá
upphafi og kemur fram í
fjölbreytni vína, lista-
verkum á miðunum,
og stíl sem sker sig
úr.
Frægur víngerðamaður
til landsins
VERT AÐ SPÁ Í
Shiraz-þrúgan er höfuðþrúga Ástralíu. Gaman er að smakka
blæbrigðamuninn á þessum kröftugu vínum. Hér á landi
fást nokkur góð shiraz-vín frá Peter Lehmann. Wildcard og
Weighbridge kosta um 1200 kr., stigi ofan eru Shiraz og The
Futures Shiraz sem kosta réttum 500 kr. meira og toppurinn
er Stonewell Shiraz á 3000 kr.
bókina Meðlæti-200
uppskriftir og hugmyndir
sem Vaka-Helgafell var
að gefa út. Gott meðlæti
gerir gæfumuninn í vel-
heppnaðri máltíð og það
er því er vissarra að hafa
það á hreinu.
Kauptu...
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
EI
Ð
A
Ys og þys við Austurvöll
Arnar Mattíasson, þýðandi
á Skjá einum, væri til í að
eiga fljótandi vetni í eld-
húsinu hjá sér til þess að
geta fryst heimatilbúinn
ís á augabragði en hann er
snillingur í slíkri ísgerð.
„Ég elda sama réttinn yfirleitt
ekki oftar en einu sinni nema
þennan ís en hann er reyndar
aldrei eins,“ segir Arnar sem er
mikill matgæðingur. Gestum hans
hefur oft verið boðið upp á ísinn
og Arnar tekur hann einnig oft
með þegar honum er boðið annað í
mat. „Það er lítill sykur í honum
enda finnst mér skemmtilegra að
fá sætleikann úr súkkulaði eða
öðrum bragðefnum. Ég sleppi líka
eggjarauðunni, það gerir ísinn
léttari,“ segir Arnar og bætir við
að hann dreymi um fljótandi vetni
í eldhúsið til að geta fryst ísinn á
augabragði og þannig sloppið við
það að ísnálar myndist í honum.
Framundan er fyrsta matar-
boðið í nýrri íbúð, en matseðillinn
er enn óljós ef frá er talinn ísinn
góði sem að sjálfsögðu verður á
boðstólnum. „Þegar matarboð er í
vændum fer ég á Netið og finn
uppskriftir fyrir það hráefni sem
mig langar til að elda úr. Þannig
verða gestir mínir oft vitni að mik-
illi tilraunamennsku sem getur
bæði farið vel og illa.“ Arnar
minnist þess t.d. að þegar pasta-
vélin kom á heimilið hafi hann
haldið matarboð sem seinkaði um
marga klukkutíma þar sem illa
gekk að búa til pastað og ekki var
borðað fyrr en á miðnætti. „Auk
fljótandi vetnis vantar mig einnig
brennara í eldhúsið. Það væri fínt
að eiga slíkt tæki til að bræða syk-
urhúðina á créme brulée og ostinn
á hamborgurunum.“
TILVILJANAKENNDUR ÍS
1/2 lítri rjómi
4 stór egg (bara eggjahvíturnar eru
notaðar)
50 gr sykur
suðusúkkulaði og/eða ávextir
Sykurinn og eggjahvíturnar
eru þeytt saman. Rjóminn er
þeyttur. Súkkulaðið er brætt í
potti. Jafnvel má bæta annarri
súkkulaðitegund við það eins og
Toblerone. Súkkulaðið er kælt og
síðan er öllum hráefnum hrært
saman og sett í frysti. Athugið
að það má gjarnan setja ávexti út í
ísinn, jafnvel mylja smákökur í
hann. Gott er að taka ísinn úr
frystinum nokkru áður en hann er
borinn fram og geyma í ísskáp.
Dreymir um fljótandi vetni
ÍSMAÐURINN ÓGURLEGI Arnar hefur fallegt útsýni yfir Geirsnefnið úr eldhúsinu sínu en hann er nýfluttur í Vogahverfið. Þar verða líklega
margar veislumáltíðirnar bornar fram í framtíðinni, ekki síst hinn tilviljanakenndi ís. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hvaða matar gætir þú síst verið án? Kaffis.
Ég er koffínfíkill og kemst ekki í gang án þess.
Kaffi er auk þess óstjórnlega gott á bragðið,
ég veit fáar betri nautnir en góðan kaffibolla
þegar fíknin er farin að segja til sín
Fyrsta minningin um mat? Ég sit á gólfinu
í blokkaríbúð í Þangbakkanum. Það er verið
að lesa dánarfregnir og jarðarfarir í útvarpinu.
Í karrígulum potti á hellu sjóða kartöflur og
á karrígulri rafmagnspönnu stiknar ýsa í raspi
og laukur.
Besta máltíð sem þú hefur fengið?
Nokkrum sinnum á ári tek ég mig til og borða
sérstakan morgunmat. Einu sinni á ári fæ
ég mér amerískar pönnukökur með beikoni,
smjöri og sírópi á Gráa kettinum. Það er
alltaf jafngott. Á nokkurra mánaða fresti fæ
ég mér nýbakað brauð í morgunmat með
smjöri, frekar linum harðsoðnum eggjum og
túpukavíar. Undanrennu og kaffi með. Þetta
er best í heimi, ég elska góðan morgunmat.
Er einhver matur sem þér finnst vondur?
Hafragrautur og laukur, þó ekki hvítlaukur.
Leyndarmál úr eldhússkápunum? Nei,
engin leyndarmál held ég. Ég er ákaflega
lélegur kokkur. En ég á alltaf kaffi, pasta,
mjólk, smjör, brauð og ost. Svo finnst mér
mjög mikilvægt að eiga nóg af pakka- og
dósamat, þá getur maður ekki orðið svangur.
Hvað borðar þú til að láta þér líða betur?
Pítsu. Og hamborgara. Og allt sem er hægt að
kalla kransæðakítti. Og brauð með smjöri og
osti og heitt kakó.
Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Fetaost, kál,
gúrku, papriku, hvítlauk, nauðsynlegt álegg,
mjólk og egg. Og yfirleitt eitthvað útrunnið.
Ef þú yrðir föst á
eyðieyju, hvaða
rétt tækir þú
með þér? Brauð-
ið sem stillir
hungur úr Elsku
Míó minn. Og
stórlúðusteikina
sem ég borðaði á
Enrico‘s í hádegis-
mat.
Hvað er það
skrýtnasta sem þú hefur
borðað? Sennilega eitt-
hvað ofsalega ófrumlegt
eins og froskalappir.
Sem mér þóttu
ákaflega góðar.
MATGÆÐINGURINN: HILDUR LILLIENDAHL VIGGÓSDÓTTIR NEMI OG LJÓÐSKÁLD
Best að fá góðan morgunmat