Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 85

Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 85
FIMMTUDAGUR 27. apríl 2006 Sumarsprengja 27-30. apríl - 20% af öllum fatnaði �������������������� ������������� ������ ���� ��������� �� ������������� ������ ���� ��������� �� ����������� ������ ���� ��������� �� ����������� ������ ���� ��������� �� ����������� ������ ���� ��������� �� ������������� ������ ���� ��������� �� ����������� ������ ���� ��������� �� ������������� BUXUR EÐA PILS? Flugfreyjur Atlanta geta nú valið hvort þær vilja ganga í buxum eða pilsum. Flugmennirnir verða áfram í buxum en eru komnir í einhneppta jakka með einni klauf. Hér sitja þau Guðrún Þráinsdóttir, Edda Bára Róbertsdóttir og Jón Wheely fyrir í nýju einkenningsbúningunum. Air Atlanta Icelandic tók nýlega í notkun nýja einkennisbúninga fyrir flugmenn og flugfreyjur félagsins. Um er að ræða búninga á um 600 starfsmenn og leysa þeir af hólmi eldri búninga Air Atlanta og Íslandsflugs. Nýju búningarnir eru svarbláir og kampavínsgylltir og endurspegla þeir liti vörumerk- is Air Atlanta Icelandic. Hönnun búninganna var unnin í samein- ingu af Olino í Danmörku, Northwear og flugfreyjudeild Air Atlanta. Að sögn yfirflugfreyjunn- ar Sigurlaugar Sverrisdóttur er helsti munurinn á nýju og gömlu búningunum sá að nú geta flug- freyjurnar valið á milli pils eða buxna, sem kemur sér afar vel þegar endalaust er verið er að fljúga milli kalds og heits loftslag. „Gömlu búningarnir voru svolítið Chanel-legir, jakkarnir náðu ein- ungis niður í mitti en þeir hafa verið síkkaðir á nýju einkennis- búningunum. Skyrturnar voru áður kryddgular en eru nú kampa- vínslitaðar,“ segir Sigurlaug. Bún- ingur flugmannanna hefur einnig tekið miklum breytingum. Hann var áður tvíhnepptur og með tveimur klaufum að aftan en klauf- unum hefur verið fækkað um eina. Í stað yfirhafna hafa svo allar flugfreyjurnar fengið ullarsjal sem minnir á herðaslá til afnota. „Sjalið gagnast vel og það er mun auðveldara að pakka því niður heldur en kápu,“ segir Sigurlaug, sem er afar ánægð með breyting- una en gömlu búningarnir höfðu verið í notkun síðan 1992. Segir hún að búningarnir endurspegli nýtt og ferskt útlit félagsins. - snæ Nýir búningar hjá Air Atlanta Snorri Snorrason Idol-stjarna trónir á toppnum á vinsældalista tonlist.is þriðju vikuna í röð með lagið „Allt sem ég á“. Lagið fór beint í fyrsta sætið fyrir þremur vikum og varpaði Silvíu Nótt og Eurovision-laginu hennar af toppi listans. Undirbúningur að upptökum á fyrstu plötu Snorra er hafinn og er stefnt á að platan komi út í júní. Eitthvað af lögunum sem Snorri tók í Idolinu munu rata á hana auk nokkurra laga eftir Snorra sjálf- an. Hljómsveitin Todmobile hefur gert samning um umboðsmál sín við Concert. Sveitin hefur um ára- bil verið ein ástsælasta popp- hljómsveit landsins og er ferill hennar einn sá glæsilegasti í sögu íslenskrar tónlistar. Todmobile er sem fyrr skipuð þeim Andreu Gylfadóttur, Þorvaldi Bjarna Þor- valdssyni og Eyþóri Arnalds. Á liðnum vikum hefur Concert þar að auki tekið að sér umboðs- mennsku fyrir Idol-sigurvegarann Snorra, auk þess sem fyrirtækið hefur gengið frá samningum við Bríeti Sunnu og Ingólf Þórarins- son eða „Ingó“ sem einnig náðu langt í Idol-stjörnuleit 2006. Fyrir sinnir Concert umboðsmálum fyrir Skítamóral, Nylon, Garðar Thór Cortes og hljómsveitina Íza- fold. Andrea Róberts, starfsmaður markaðssviðs 365, hefur jafn- framt verið ráðin verkefnastjóri hjá Concert. Verksvið hennar verður að hafa yfirumsjón með öllum bókunum og kynningar- málum innlendra listamanna. ■ Snorri á toppnum SNORRI SNORRASON Idol-sigurvegarinn er að vinna að sinni fyrstu sólóplötu. MYND/SIGURJÓN GUÐJÓNSSON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.