Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 86
Tvær íslenskar plötur eru á lista
yfir 100 bestu plöturnar sem hafa
verið gagnrýndar hjá hinu virta
breska tónlistartímariti Mojo frá
stofnun þess árið 1993.
Plata Bjarkar Guðmundsdótt-
ir, Post, er í 53. sæti og meistara-
stykki Sigur Rósar, Ágætis byrj-
un, er í því 70. Í efsta sætinu er
aftur á móti platan Grace með
hinum látna snillingi Jeff Buck-
ley. Í öðru sæti er American Rec-
ordings með Johnny Cash og í því
þriðja OK Computer með Radio-
head.
Plötur sem eru á eftir bæði
Björk og Sigur Rós á listanum
eru m.a. Parklife með Blur, All
That You Can´t Leave Behind
með U2, The Marshall Mathers
LP með Eminem, A Rush of Blood
to the Head með Coldplay og Tox-
icity með System of a Down.
Alls var úr rúmlega tíu þúsund
plötum að velja, sem bæði blaða-
menn hjá Mojo og lesendur tíma-
ritsins völdu úr. Verður árangur
Bjarkar og Sigur Rósar því að
teljast afar góður.
Í tímaritinu segir að fjölhæfni
Bjarkar og hæfileikar hafi
sprungið út á Post þrátt fyrir að
hún hafi lýst yfir sjálfstæði sínu
frá Sykurmolunum með fyrstu
plötunni Debut.
Um plötu Sigur Rósar kemur
fram að ekkert hafi bent til þess
að hún myndi seljast í 600 þúsund
eintökum eftir að fyrsta platan
Von seldist í einungis 500 eintök-
um. Ágætis byrjun hafi aftur á
móti verið svo heillandi að það
væri eins og hún hafi verið geisl-
uð til jarðar frá fornöld.■
Björk og Sigur Rós
á lista Mojo
BJÖRK Platan Post með Björk Guðmunds-
dóttur er í 53. sæti yfir 100 bestu plöturnar
í sögu Mojo. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Sími: 555-6688
Glæsilegur
LEGO fatnaður
Annar hluti fransk/íslenskrar tón-
listarveislu þar sem franskir
plötusnúðar og tónlistarmenn
þeyta skífum ásamt Barða úr Bang
Gang verður haldinn á Prikinu á
laugardaginn.
Að þessu sinni mun Anthony
Gonzalez, forsprakki hljómsveit-
arinnar M83, spila ýmis hressandi
lög ásamt Barða.
Tónlist M83 er oft líkt við Pink
Floyd, My Bloody Valentine og
Brian Eno. M83 var áður dúett en
er nú eins manns band. Síðasta
plata sveitarinnar, Before the
Dawn Heals Us, var á flestum list-
um yfir bestu plötur síðasta árs í
Frakklandi og þótt víðar væri leit-
að.
M83 gefur út plötur sínar hjá
MUTE í Bandaríkjunum og Labels
í Evrópu. Hefur Labels meðal ann-
ars á sinni könnu Daft Punk, Röyk-
sopp, Yann Tiersen og Lady and
Bird sem þau Barði og Keren Ann
skipa.
Hefur M83 meðal annars end-
urhljóðblandað fyrir stór nöfn á
borð við Depeche Mode, Placebo,
Bloc Party og Goldfrapp. ■
Barði og Anthony
þeyta skífum
BARÐI Barði úr Bang Gang þeytir skífum
ásamt Anthony Gonzales á Prikinu á laug-
ardaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Breska hljómsveitin The Wedding
Present heldur tónleika á Grand
Rokk í kvöld. Húsið verður opnað
klukkan 21.00 og um klukkustund
síðar stígur upphitunarbandið
Singapore Sling á svið.
The Wedding Present var stofn-
uð í Leeds á Englandi árið 1985.
Sveitin skapaði sér nafn á næstu
árum sem ein stærsta og vinsæl-
asta jaðarsveit Englands með plöt-
um á borð við Bizzaro og Seamon-
sters, en sú síðarnefnda var unnin
með hinum goðsagnakennda hljóð-
upptökumanni Steve Albini. Vin-
sældir The Wedding Present náðu
sennilega hámarki árið 1992 þegar
sveitin fór enn og aftur ótroðnar
slóðir í útgáfumálum með því að
gefa út smáskífu á fyrsta mánu-
degi hvers mánaðar ársins. Smá-
skífurnar fundu sér allar leið inn á
breska vinsældalistann og jafnaði
hljómsveitin þar með met Elvis
Presley, sem 35 árum áður hafði
einnig komið tólf smáskífum inn á
listann sama árið.
The Wedding Present tók sér frí
frá störfum árið 1997 en sneri aftur
síðasta ár með plötuna „Take
Fountain“ og hefur í kjölfarið hald-
ið í tónleikaferð um allan heim þar
sem hún hefur alls staðar vakið
athygli fyrir hressilega og kraft-
mikla framkomu. Forsala á tónleik-
ana fer fram í verslun 12 Tóna. ■
Wedding Present leikur í kvöld
THE WEDDING PRESENT Breska jaðarhljómsveitin heldur tónleika á Grand Rokk í kvöld.
SÍMI 564 0000 SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500
400 kr. í bíó!
Gildir á allar sýningar í
Regnboganum merktar með rauðu
PÁSKAMYNDIN 2006
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI
STÆRSTA MYND ÁRSINS
- VJV, Topp5.is
- HJ MBL
RANGUR TÍMI, RANGUR
STAÐUR, RANGUR MAÐUR
42.000 MANNS
Á AÐEINS 18 DÖG
UM!
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG!
- JÞP Blaðið
ÓHUGNANLEGASTA
MYND ÁRSINS!
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA
HVAÐ SEM ÞÚ GERIR,
EKKI SVARA Í SÍMANN!
- LIB, Topp5.is
- Dóri DNA, DV
- DÖJ, Kvikmyndir.com
STRANGLEGA BÖNN
UÐ
INNAN 16 ÁRA
DYRAVERÐIR VIÐ
SALINN!
THE HILLS HAVE EYES kl. 10.25 B.I. 16 ÁRA
ICE AGE 2 kl. 6 og 8 M/ENSKU TALI
ÍSÖLD 2 kl. 6 M/ÍSL. TALI
WHEN A STRANGER CALLS kl. 10 B.I. 16 ÁRA SÍÐUSTU SÝNINGAR
THE HILLS HAVE EYES kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
ICE AGE 2 kl. 6, 8 og 10 M/ENSKU TALI
LUCKY NUMBER SLEVIN kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
WALK THE LINE kl. 5.30
WHEN A STRANGER CALLS kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
THE HILLS HAVE EYES kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 ÁRA
WHEN A STRANGER CALLS kl. 8 og 10 B.I. 16 ÁRA
ICE AGE 2 M/ENSKU TALI kl. 4, 6, 8 og 10
ÍSÖLD 2 M/ÍSLENSKU TALI kl. 4 og 6
DATE MOVIE kl. 4, 6 og 10 B.I. 14 ÁRA
„MUN BETRI OG HARÐARI EN FRUMMYNDIN“ Ó.Ö.H. - DV
“THE HILLS HAVE EYES ER GRIMM OG ANDSTYGGILEG EN HÚN HRÍFUR MANN MEÐ SÉR
MESTALLAN SÝNINGARTÍMANN” - SV - MBL
“...PRÝÐILEG SKEMMTUN FYRIR ÞÁ SEM KUNNA AÐ META ÝKTAN VIÐBJÓД - ÞÞ - FBL
ALLRA SÍÐUSTU S
ÝNINGAR
- Ó.Ö.H. - DV
- SV - MBL
- LIB. - TOPP5.IS