Fréttablaðið - 27.04.2006, Page 90
27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR54
... einfaldlega betri!
Skeifunni 5 í Reykjavík, sími: 553 5777 • Smiðjuvegi 6 í Kópavogi, sími: 755 3355 • Melabraut 24 í Hafnarfirði, sími: 555 6558 • Iðavöllum 8 í Keflavík, sími: 421 6267
Miðási 23 á Egilsstöðum, sími: 471 3113 • Víkurbraut 4 á Höfn, sími: 478 1990 og Gagnheiði 13 á Selfossi, sími: 482 1712
KÖRFUBOLTI Violet Palmer skráði
nafn sitt í sögubækurnar í fyrri-
nótt þegar hún varð fyrsta konan
til að dæma leik í úrslitakeppni
NBA-deildarinnar. Hin 33 ára
gamla Palmer var einn dómaranna
í leik Indiana og New Jersey en
hún hóf að dæma í deildarkeppni
NBA fyrir níu árum síðan.
„Ég var ekki viss um að ég
myndi ná þessum áfanga á mínum
ferli en nú hefur það tekist. Það er
stórkostleg tilfinning,“ sagði
Palmer en hún þurfti að þola ýmis
fúkyrði frá leikmönnum Indiana
sem voru allt annað en sáttir við
dómgæsluna í leiknum. Alls voru
dæmdar 49 villur í leiknum, þar af
sex tæknivillur. - vig
Úrslitakeppnin í NBA:
Kona dæmdi í
fyrsta sinn
VIOLET PALMER Stóð í ströngu við að róa
leikmenn í fyrrinótt. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
FÓTBOLTI Íslenska kvennalandsliðið
í knattspyrnu mætir Hvít-Rússum
þann 6. maí en leikurinn er liður í
undankeppni HM árið 2007. Ísland
hefur hlotið fjögur stig í sínum
riðli eftir jafntefli gegn Svíum og
sigur gegn Hvít Rússum. Liðið
tapaði aftur á móti fyrir Tékk-
landi.
Í leiknum gegn Hvít-Rússum í
ágúst á síðasta ári skoraði Dóra
María Lárusdóttir tvö mörk í 3-0
sigri en Margrét Lára Viðarsdóttir
eitt. Búast má við mun erfiðari
leik að þessu sinni en leikurinn fer
fram í Minsk. - hþh
HÓPURINN:
ÞÓRA B. HELGADÓTTIR BREIÐABLIK
SANDRA SIGURÐARDÓTTIR STJARNAN
ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR MALMÖ FF
OLGA FÆRSETH KR
GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR BREIÐABLIK
KATRÍN JÓNSDÓTTIR VALUR
EDDA GARÐARSDÓTTIR BREIÐABLIK
GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR BREIÐABLIK
MARGRÉT LÁRA VIÐARSDÓTTIR VALUR
DÓRA STEFÁNSDÓTTIR MALMÖ FF
HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR KR
DÓRA MARÍA LÁRUSDÓTTIR VALUR
ERNA B SIGURÐARDÓTTIR BREIÐABLIK
ERLA STEINA ARNARDÓTTIR MALLBACKENS
ÁSTA ÁRNADÓTTIR VALUR
ÓLÍNA G. VIÐARSDÓTTIR BREIÐABLIK
GRETA M. SAMÚELSDÓTTIR BREIÐABLIK
HARPA ÞORSTEINSDÓTTIR STJARNAN
Kvennalandslið Íslands:
Jörundur velur
landsliðið
KÖRFUBOLTI Boris Diaw, leikmaður
Phoenix Suns, mun vera valinn
framfarakóngur NBA-deildar-
innar í ár, að því er nokkrir fjöl-
miðlar í Bandaríkjunum greina
frá.
Hinn franski Diaw hefur leikið
frábærlega með Pheonix í ár á
sínu öðru tímabili í deildinni, en á
síðustu leiktíð var hann varamaður
hjá Atlanta með 4.6 stig að meðal-
tali í leik, 3.6 fráköst og 2.3 stoð-
sendingar. Í ár hefur hann hins
vegar verið með 13.3 stig, 6.9 stoð-
sendingar og 6.2 fráköst að meðal-
tali í leik.
„Það bjóst enginn við neinu af
Boris fyrir tímabilið en hann hefur
átt stóran þátt í velgengni okkar í
vetur,“ sagði Mike D´Antoni, þjálf-
ari Phoenix. - vig
Einstaklingsverðlaun í NBA:
Diaw bætti sig
mest í ár
KÖRFUBOLTI Avery Johnson, þjálf-
ari Dallas, hefur verið kosinn
þjálfari ársins í NBA-deildinni.
Johnson náði frábærum árangri
með liði Dallas í vetur á sínu fyrsta
heila tímabili sem þjálfari liðsins,
en Johnson tók við liðinu um mitt
tímabilið 2004-2005. Dallas vann
60 leiki á tímabilinu í ár og tapaði
aðeins 22 en það er metjöfnun á
besta árangri félagsins frá upp-
hafi. - vig
Besti þjálfarinn í NBA:
Johnson var
valinn
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
APRÍL
24 25 26 27 28 29 30
Fimmtudagur
■ ■ LEIKIR
19.15 Stjarnan og ÍBV mætast í
Deildarbikar kvenna í handbolta í
Ásgarði.
19.15 Haukar og Valur mætast í
Deildarbikar kvenna í handbolta á
Ásvöllum.
■ ■ SJÓNVARP
17.05 US PGA í nærmynd á
Sýn. Fréttaþáttur um bandarísku
mótaröðina í golfi.
17.05 Leiðin á HM á Sýn.
Fréttaþáttur um HM sem fram fer í
Þýskalandi í sumar.
18.55 Evrópukeppni félags-
liða á Sýn. Bein útsending frá leik
Middlesbrough og St. Búkarest.
21.00 Sænsku nördarnir á Sýn.
Meistaradeild Evrópu:
BARCELONA-AC MILAN 0-0
Barcelona komst áfram samanlagt 1-0.
Enska úrvalsdeildin:
WEST HAM-LIVERPOOL 0-1
0-1 Djibril Cisse (19.), 1-1 Nigel Reo-Coker (46.),
1-2 Djibril Cisse (53.).
ÚRSLIT GÆRDAGSINS
FÓTBOLTI Franski sóknarmaðurinn
Djibril Cisse hefur legið undir
ámælum að undanförnu en flestir
telja að hann muni yfirgefa her-
búðir Liverpool í sumar. Hann
sendi þó skýr skilaboð í gær-
kvöldi þegar hann skoraði bæði
mörk Liverpool í 2-1 sigri þeirra á
West Ham.
Cisse skoraði fyrsta mark
leiksins eftir nítján mínútna leik
með föstu skoti en markið skrifast
að hluta til á James Walker, mark-
mann West Ham sem hefði átt að
gera mun betur. Cisse kláraði
færið vel eftir góðan undirbúning
frá Mohammed Sissoko.
Nigel Reo-Coker jafnaði
leikinn fyrir West Ham í upphafi
síðari hálfleiks þegar hann setti
fyrirgjöf frá Bobby Zamora auð-
veldlega í markið af stuttu færi.
Cisse svaraði aftur á móti jafn
harðan og skoraði sitt annað mark
eftir sendingu frá Robbie Fowler
og tryggði Liverpool stigin þrjú.
Luis Garcia kom inn á sem
varamaður á 80. mínútu en var
rekinn af velli aðeins tveimur
mínútum síðar. Hann réðst þá að
Hayden Mullins með hnefunum
sem svaraði í sömu mynt. Eftir að
liðsfélagar þeirra höfðu skakkað
leikinn fengu þeir báðir snemm-
búna sturtu frá Howard Webb
dómara.
Liverpool er nú aðeins þremur
stigum á eftir Manchester United
sem á leik til góða á Evrópumeist-
arana. Manchester United er þó
mun líklegra til að hreppa annað
sætið en liðið á þrjá leiki eftir en
Liverpool tvo.
- hþh
Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu í gærkvöldi:
Cisse með tvö mörk
LOKSINS, LOKSINS Djibril Cisse hefur legið
undir gagnrýni undanfarið en sýndi sitt
rétta andlit í gær. NORDICPHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Barcelona og Arsenal
munu mætast á Stade de France
leikvanginum í París þann 17. maí
nk. þegar úrslitaleikurinn í Meist-
aradeild Evrópu fer fram. Það
varð ljóst í gær eftir að Barcelona
hafði gert markalaust jafntefli
gegn AC Milan á heimavelli sínum
en spænska liðið vann fyrri leik-
inn á San Siro 1-0 og var það mark
nóg til að fleyta liðinu áfram.
Draumaúrslitaleikur margra fót-
boltaáhugamanna er því orðinn að
staðreynd.
Leikurinn á Nou Camp í gær
var bráðfjörugur frá fyrstu mín-
útu og lögðu bæði lið áherslu á
sóknarleikinn. AC Milan varð að
skora mark til að eiga möguleika á
að komast áfram og fyrir vikið var
leikurinn mjög opinn. Bæði lið
gáfu tóninn strax á 2. mínútu leiks-
ins en þá fengu Kaka hjá Milan og
Samuel Eto´o hjá Barca mjög góð
færi.
Liðin sóttu á víxl í fyrri hálfleik
og hefði Milan vel getað skorað
með smá heppni. Barcelona fékk
þó hættulegri færi og oftast var
það áðurnefndur Eto´o sem komst
næst því að brjóta ísinn. Dido átti
hins vegar mjög góðan dag í marki
Milan og varði oft á tíðum frábær-
lega í leiknum.
Eftir því sem leið á síðari hálf-
leik tóku leikmenn Barcelona að
færa sig aftar á völlinn og í kjöl-
farið fór Milan að stjórna spilinu.
Um miðbik síðari hálfleiks skor-
aði Andrei Shevchenko að því er
virtist fullkomnlega löglegt mark
fyir Milan en dómarinn mat það
svo að Úkraínumaðurinn hefði
brotið af sér þegar hann náði sér
stöðu. Í endursýningu sást að um
kolrangan dóm var að ræða og er
nokkuð ljóst að mikið mun vera
rætt og skrifað um þetta atvik á
næstunni. En vörn Barcelona, með
Carlos Puyol í fararbroddi, var
mjög sannfærandi og þrátt fyrir
að hafa pressað nokkuð stíft undir
það síðasta náðu leikmenn Milan
aldrei að koma sér í afgerandi
færi.
Það má í raun heita með ólík-
indum að ekkert mark skuli hafa
litið dagsins ljós í gærkvöldi en í
heildina var sigur Barcelona sann-
gjarn því liðið var ávallt með leik-
inn í hendi sér og hleyptu gestun-
um aldrei of nálægt sér.
- vig
Barcelona kláraði dæmið
Barcelona tryggði sér í gær sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með því að
gera jafntefli við AC Milan á heimavelli í gær. Liðið mætir Arsenal í úrslitunum.
PARÍS, VIÐ ERUM Á LEIÐINNI
Leikmenn Barcelona stigu
trylltan stríðsdans eftir að flautað
hafði verið til leiksloka í gær.
NORDICPHOTOS/AFP