Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 27.04.2006, Blaðsíða 91
Fyrst þú ert að lesa þetta þá hefurðu fengið Fréttablaðið. En til vonar og vara skaltu klippa þetta símanúmer út og hringja í það ef Fréttablaðið kemur einhverntímann ekki. 550 5000 Ekkert blað? - mest lesið FORMÚLA-1 Þýska blaðið Bild segist hafa heimildir fyrir því að Ferrari sé búið að bjóða fyrrum heims- meistaranum Michael Schumacher tæpa 6,6 milljarða íslenskra króna fyrir að framlengja samning sinn um tvö ár. Í samningi þessum á að vera klásúla sem heimilar honum að leggja stýrið á hilluna ef hann yrði meistari á samningstímanum, jafnvel þó það yrði strax á þessu tímabili. Framtíð Schumacher er heit- asta umræðuefnið í Þýskalandi í dag, fyrir utan HM í sumar en talið er að hann muni tilkynna um framtíðaráætlanir sínar fljótlega. Schumacher á næga kosti í stöð- unni en mörg lið vilja ólm fá hann í sínar raðir. Hann hefur þó sjálfur sagt að ef hann haldi áfram að aka í Formúlunni, yrði hann hjá Ferrari. Renault hefur verið hvað sterk- legast orðað við Schumacher, að því gefnu að hann fari frá Ferrari og hætti ekki akstrinum. - hþh Michael Schumacher hjá Ferrari: Boðnir 6,6 milljarðar MAGNAÐUR Það getur enginn efast um hæfileika Schumacher þrátt fyrir þær fárán- legu upphæðir sem honum eru boðnar. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Lothar Matthaus, sem var fyrirliði Þjóðverja þegar liðið varð heimsmeistari árið 1990, spáir því að vörn heimsmeistara Brasilíu verði til vandræða á HM í sumar. „Varnarleikur Brasilíumanna er alls ekki nógu góður og ég held að það verði liðinu að falli í sumar. Þeir eru ekki með nógu góða vörn til að verja titil sinn og ég held meira að segja að þeir gætu lent í miklum vandræðum að komast upp úr riðl- inum sínum,“ sagði kokhraustur Matthaus. „Ég held að Þjóðverjar komist örugglega upp úr sínum riðli á mót- inu en eftir það mæta þeir líklega Englendingum eða Svíum og þá fer nú róðurinn að þyngjast hjá þeim. Þýskaland hefur ekki yfir jafn mörgum góðum leikmönnum að ráða eins og þjóðir á borð við Eng- lendinga, Argentínumenn og Ítali,“ sagði Matthaus, sem telur að mark- vörðurinn Paul Robinson hjá Tot- tenham gæti gert gæfumuninn í enska liðinu á mótinu. „Enska liðið er sterkara nú en á síðustu tveimur stórmótum, ekki síst út af Paul Robinson í markinu, því það er ekki nóg að vera með gott lið í svona keppni ef þú ert ekki með góðan markvörð. Ég tel enska liðið eiga góða möguleika á að gera vel í sumar, enda hefur það innan sinna raða sterka leikmenn eins og Roon- ey, Lampard, Gerrard og Beck- ham,“ sagði Matthaus. - hþh Þýska knattspyrnugoðsögnin Lothar Matthaus: Vörnin gæti orðið Brasilíu að falli SÁLFRÆÐISTRÍÐIÐ BYRJAÐ Það þarf ekki að koma á óvart að Þjóðverjinn spái sínum mönnum velgengni á Heimsmeistaramótinu í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI „Frekar sit ég áfram í annað kjörtímabil en að láta ein- hvern óhæfan eyðileggja starfið mitt,“ sagði hinn geðþekki Lennart Johansson, forseti UEFA við sænska fjölmiðla í gær. Þrátt fyrir að vera orðinn 76 ára gamall kemur til greina að Johannsson verði áfram forseti sambandsins en hann hefur áður sagt að hann hyggðist ekki sækjast eftir endurkjöri þegar kjörið fer fram í byrjun ársins 2007. Johanns- son hefur gegnt starfinu í sextán ár, eða allt frá árinu 1990 og hefur verið endurkjörinn þrisvar en hann hefur áður sagt að hann von- aðist til þess að Þjóðverjinn Franz Beckenbauer yrði arftaki sinn. - hþh Lennart Johannsson: Vill ekki óhæf- an eftirmann SPAKUR Johannsson kann svo sannarlega að orða hlutina. NORDICPHOTOS/GETTY IMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.