Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.04.2006, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 27.04.2006, Qupperneq 94
 27. apríl 2006 FIMMTUDAGUR58 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 �������������� ������� ���������� ���� ������������ ���������� ��� � Tónleikahaldarar eru einir af mörg- um Íslendingum sem stunda við- skipti við erlenda aðila þessa dag- ana og kvarta sáran undan veikri stöðu krónunnar gagnvart banda- rískum dollara. Tónleikahald á Íslandi er áhættu- söm starfsgrein. Þegar vel tekst til er hægt að græða milljónir á einum tónleikum en aftur á móti geta menn tapað stórum fúlgum ef áhorfendur láta ekki sjá sig. Einnig getur staða krónunnar haft sín áhrif á útkomuna. Oft er það þannig að listamenn- irnir fá borgaðan hluta fyrirfram hjá tónleikahöldurum og hinn hlut- ann eftir að miðasalan er hafin. Þannig getur staða gjaldmiðlanna haft áhrif á hversu mikið þarf að reiða fram og auðvitað er það þeim mun meira eftir því sem krónan veikist og dollarinn hækkar. „Þetta hefur aðallega haft áhrif á hvað það er hægt að halda mikið af tónleikum og það er engin gósentíð í gangi í augnablikinu,“ segir Þorsteinn Stephenson hjá Hr. Örlygi sem stendur á bak við heimstónlistarhátíðina Vorblót sem hefst í kvöld og Iceland Airwaves sem verður í haust. „Það er miklu erfiðara að ná ein- hverjum stórum nöfnum til lands- ins, að minnsta kosti á meðan stað- an er svona. Ef það stefnir í að krónan haldi áfram að veikjast þá munu menn halda að sér höndum,“ segir Þorsteinn. Guðbjartur Finnbjörnsson flyt- ur Roger Waters, fyrrverandi for- sprakka Pink Floyd, til landsins þann 12. júní. Verða tónleikarnir haldnir í Egilshöll. „Ég hef oft sagt að þessi tónleikabransi er ekkert gull og grænir skógar. Þetta er gríðarlega áhættusamt og það þarf ekki mikið til að þú lendir í ein- hverju bölvuðu veseni. Krónan hefur verið sterk undanfarin ár og það er ein af ástæðunum fyrir því að það hefur verið svona mikið af tónleikum, því það er ódýrara að fá menn að utan,“ segir Guðbjartur. „Það er samt engin spurning að ef krónan veikist mikið í viðbót þá hefur það örugglega áhrif á þennan bransa. Maður gæti vel hugsað sér að það yrðu einir til tvennir tón- leikar á ári í mesta lagi í framtíð- inni. Það gæti alveg eins farið svo ef krónan heldur áfram að veikjast að menn fari aftur í gamla farið og gefist upp á þessu,“ segir hann. „Síðan getur það líka spilað inn í ef nýjabrumið er farið af tónleik- um því þeir hafa verið svo margir. Hér einu sinni þegar íslensk bíó- mynd var frumsýnd fóru allir á hana en núna eru þær orðnar svo margar að menn kippa sér ekki eins mikið upp við það.“ Guðbjartur segir að slæm staða krónunnar hafi þegar haft áhrif á tónleika Roger Waters. „Það eru engir smápeningar sem ég er að borga út. Krónan hefði alveg mátt byrja að lækka tveimur mánuðum seinna.“ freyr@frettabladid.is ÍSLENSKIR TÓNLEIKAHALDARAR: KVARTA UNDAN KRÓNUNNI Erfiðara að fá stór nöfn ROGER WATERS Fyrrverandi forsprakki Pink Floyd spilar í Egilshöll þann 12. júní. MORGUNMATUR: Amer- ískar pönnukökur með öllu tilheyrandi á Gráa kettin- um. Taktu þér ljóðabók í hönd og þá smellpassarðu inn í stemninguna á þessu listræna kaffihúsi. DANSINN: Síðasti dansinn verður dansaður í Glæsibæ á föstudagskvöld. Eins gott að missa ekki af gömlu stemningunni fyrir fullt og allt. HÁDEGISVERÐUR: Grænmetissúpurnar á Á næstu grösum klikka aldrei. Fáðu þér eina sterka og dreptu allar ljótu kvefbakt- eríurnar í leiðinni. SÝNINGIN: Kíktu við í Gel galleríi og skoð- aðu það sem er að gerast í grasrótinni. KVÖLDVERÐUR: Það er löng helgi og sennilega margir á leið upp í sumó. Skelltu þér í sjúskaða gírinn, komdu við á bensínstöð og skelltu í þig einni með öllu plús kartöflusalati. Kók í gleri er ekki vont með. LÍKAMSRÆKTIN: Farðu í jóga og hreinsaðu út allt stressið, pirringinn og streituna sem safnast hefur upp. Það er ekkert betra. SPÓLAN: Taktu einhverja góða með Monty Python-genginu og hlæðu allar áhyggj- urnar í burtu. TÓNLEIKARN- IR: Sprengjuhöll- in og Hjaltalín spila skemmti- legt popp á Grand Rokki á föstudagskvöldið. Hressandi nýjar hljómsveitir sem fáir þekkja í dag en allir munu þekkja á morgun. DJAMMIÐ: KAL og Stórsveit Nix Noltes halda heljarinn- ar tónleika á Nasa í kvöld en báðar sveitir spila fjári skemmtilega tón- list sem á rætur sínar að rekja til Balkans- kagans. Betra gerist dansiballið varla. GEISLADISKURINN: Gríptu nokkra diska með Iggy Pop og The Stooges og hitaðu ærlega upp fyrir tónleikana sem eru á miðvikudaginn. Það verður sveitt gaman! Helgin okkar... FRÉTTIR AF FÓLKI Tveir franskir blaða-menn eru staddir á landinu til að fjalla um hljómsveitina Ampop, sem gefur út plötuna My Delusions í Frakklandi í júní. Annar blaða- maðurinn er Jean Daniel Beauvallet, ritstjóri eins virtasta tímarits í Frakklandi, „Les Inrockuptibles“. Hinn er frá stúd- entatímaritinu „Tapage“ sem er dreift mánaðarlega í rúmlega 100.000 eintök- um. Hljómsveitin Ampop er nú stödd í Skálholti þar sem hún er að semja efni á nýja plötu og munu frönsku blaða- mennirnir heimsækja hljómsveitina þangað. Einhverjar líkur eru á því að töffarinn Gaz Coombes muni spóka sig um á háskólasvæðinu í byrjun júní en samningaviðræður við hljómsveit hans, Supergrass, standa nú yfir. Það eru skipuleggjendur tónleika- festivalsins Reykjavík Tropic sem hafa boðið hljómsveitinni hingað til lands og að sögn tónleikahaldara standa einnig yfir viðræður við aðra breska hljómsveit. Ekki er þó víst að Supergrass geti komið hingað þar sem liðsmenn sveitarinnar eru þessa dagana að taka upp nýja plötu og því nokkuð uppteknir. í LÁRÉTT 2 plat 6 þys 8 spíra 9 stykki 11 hröð 12 dá 14 svipað 16 2 eins 17 dýra- hljóð 18 for 20 frá 21 íþróttafélag. LÓÐRÉTT 1 löngun 3 skyldir 4 ofbjóða 5 loft- þrýstieining 7 piltur 10 frostskemmd 13 spil 15 illgresi 16 kóf 19 guð. LAUSN LÁRÉTT: 2 gabb, 6 ys, 8 ála, 9 stk, 11 ör, 12 trans, 14 álíka, 16 kk, 17 urr, 18 aur, 20 af, 21 fram. LÓÐRÉTT: 1 lyst, 3 aá, 4 blöskra, 5 bar, 7 strákur, 10 kal, 13 níu, 15 arfi, 16 kaf, 19 ra. Þær Ragnheiður Gröndal og Eivör Pálsdóttir syngja á tvennum tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld og á morgun sem bera yfirskriftina Manstu gamla daga. Á efnisskránni eru, líkt og nafnið gefur til kynna gamlar íslenskar dægurperlur eftir þjóð- þekkta höfunda svo sem Jón Múla Árnason, Alfreð Clausen, Freymóð Jóhannsson, Sigfús Halldórsson og fleiri. „Það er sérstakt tilhlökkunar- efni að heyra þessa ungu fjölhæfu listamenn takast á við dægurmúsik sem fylgt hefur þjóðinni í áratugi,“ segir Hrafnkell Orri Egilsson, sem sér um útsetningar Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Hér feta þær í fótspor ekki ómerkari söngkvenna en Ingi- bjargar Smith, Erlu Þorsteinsdótt- ur og Ellýjar Vilhjálms.“ Útsetning Hrafnkels er frumleg enda hafa dægurlög aldrei verið matreidd ofan í Sínfóníuna áður. „Ég mun blanda hinu gamla saman við hið nýja og finna hverju lagi sinn bún- ing. Eins gæti ég þess að útsetning dægurlaganna sé löguð að karakter Ragnheiðar og Eivarar.“ Söngkonurnar munu syngja lagið Frostrósir eftir Freymóð Jóhannsson saman, en hin þrettán lögin sem flutt verða syngja þær einar. Meðal annarra dægurlaga sem flutt verða eru Hvers vegna? eftir Sigfús Halldórsson og Stefán Jónsson, Múlasyrpa (Augun þín blá/Það sem ekki má) eftir Jón Múla Árnason, Sveitin milli sanda eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Kata rokkar eftir Theódór Einarsson og Gling gló eftir Alfreð Clausen og Kristínu Engilbertsdóttir. Tónleikarnir verða haldnir í Háskólabíói í kvöld og annað kvöld. Uppselt er á fyrri tónleikana en örfá sæti eru laus á þá seinni. -bb RAGNHEIÐUR GRÖNDAL OG EIVÖR PÁLSDÓTTIR Flytja nokkrar af helstu perlum íslenskrar dægurtónlistar á tónleikunum í kvöld og á morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/ HEIÐA Manstu gamla daga HRÓSIÐ ...fær Ásta Heiðrún Elísabet Pétursdóttir, sigurskáld í ljóða- keppni Eddu og Fréttablaðsins. Aðalfundur Rithöfundasambands Íslands verður haldinn í kvöld. Þar verður ný stjórn kosinn en Pétur Gunn- arsson er einn framboði til formanns og Rúnar Helgi Vignisson gefur einn kost á sér í embætti varaformanns. Það verður hins vegar kosið um meðstjórnanda þar sem tveir eru í framboði, Bragi Ólafsson og ljóðskáldið Kristian Guttesen. Davíð A. Stefánsson býður sig svo einn fram sem varamaður. Athygli vekur að engin kona gefur kost á sér til stjórnarstarfa innan sambandsins en það er vitaskuld enginn skortur á fram- bærilegum konum innan vébanda þess. -fb/bg/þþ [ VEISTU SVARIÐ ] Svör við spurningum á síðu 8 1 Keflavík. 2 Ingimundur Sigurpálsson 3 23 milljónir evra eða 2,1 millj- arð króna. ������������������������������� ����������������� ���������������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.