Fréttablaðið - 10.05.2006, Side 4

Fréttablaðið - 10.05.2006, Side 4
4 10. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ �������������������� ���������������������������������������������������������������� ���� ����� ����� � VIÐSKIPTI Dagsbrún hf. tapaði 195 milljónum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samkvæmt upp- gjöri sem birt var í gær. Á sama tímabili í fyrra nam hagnaður fyr- irtækisins 199 milljónum króna. Reksturinn er sagður á áætlun ef frá er skilið gengistap vegna veikari stöðu krónunnar, sem nemur 210 milljónum króna. Hagnaður fyrirtækisins fyrir afskriftir, vexti og skatta nam 662 milljónum króna en var 727 millj- ónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2005. Rekstrartekjur Dagsbrúnar námu 4,88 milljörðum króna, juk- ust um 43 prósent. Tap vegna reksturs DV nam 50 milljónum króna á tímabilinu, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Gunnar Smári Egilsson, for- stjóri Dagsbrúnar, segir rekstur- inn hafa einkennst af miklum innri og ytri vexti. „Á fyrsta ársfjórð- ungi 2006 hefur Dagsbrún því stóreflt starfsemi sína hér á landi og byggt upp öflugt félag á sviði fjarskipta, upplýsingatækni, fjöl- miðlunar og afþreyingar. Mark- mið Dagsbrúnar er að verða leið- andi á öllum þessum mörkuðum hérlendis. Á sama tíma hafa verið tekin örugg skref til útrásar og sjónum beint að því að byggja upp öfluga starfsemi á sviði prent- miðla í Skandinavíu og Bretlandi,“ segir Gunnar Smári. - óká/jab Dagsbrún birti í gær uppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins: Tapaði 195 milljónum króna FORSTJÓRI OG STJÓRNARFORMAÐUR Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrún- ar. og Þórdís Sigurðardóttir, stjórnarfor- maður félagsins. ÍTALÍA, AP Meira en 700 af rúmlega þúsund fulltrúum á ítalska kjör- þinginu skiluðu í gær auðu í annarri umferð forsetakjörs. Enginn fram- bjóðenda hlaut því tvo þriðju hluta atkvæðanna, sem nauðsynlegt er til þess að ná kjöri. Kjörþingið er sameinað þing efri og neðri deildar ásamt fulltrúum frá héraðsstjórnum. Þingið þarf að velja forseta landsins í staðinn fyrir Carlo Azeglio Ciampi, sem lætur af embætti nú í þessum mánuði. Romano Prodi, sem vann naum- an sigur í þingkosningunum í apríl, fær ekki stjórnarmyndunarumboð fyrr en nýr forseti hefur verið kjör- inn. - gb Forsetakjör á Ítalíu: Önnur umferð árangurslaus FÉKK SÉR BLUND Einn þingmanna á ítalska þinginu var orðinn þreyttur í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KOSNINGAR A-listinn í Reykjanes- bæ hefur á stefnuskrá að kaupa aftur allar fasteignir bæjarins, sem núverandi meirihluti hefur selt Fasteign hf. Í fréttatilkynningu frá listanum segir að með því að kaupa eignirn- ar aftur megi auka ráðstöfunar- tekjur um 180 milljónir króna. Þá peninga vill listinn nýta til þess að auka þjónustu og lækka álögur á íbúa. Í tilkynningunni er greint frá því að Reynir Valbergsson, fyrr- verandi fjármálastjóri Reykjanes- bæjar til níu ára, verði bæjar- stjóraefni A-listans, við kosningarnar 27. þessa mánaðar. ■ Reykjanesbær: Vilja kaupa eignirnar aftur ÍRAN, AP Í bréfinu sem Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti sendi George W. Bush Bandaríkjaforseta lýsti hann því yfir að lýðræði að vestrænum hætti hefði síður en svo gert heiminum gott. Hann harmar jafnframt „sívaxandi hatur“ sem í heiminum gætti í garð Bandaríkja- stjórnar. Bandaríski utanríkisráð- herrann Condoleezza Rice hafnaði afdráttarlaust í gær þeim tillögum sem fram koma í bréfinu; sagði hún þær alls ekki til þess fallnar að liðka fyrir lausn deilunnar um kjarn- orkuáætlun Írana. Í Íran var því illa tekið að Rice skyldi hafna bréfinu með svo afdráttarlausum hætti. Sadeq Kharrazi, fyrrverandi sendiherra Írans í Frakklandi, tjáði AP-frétta- stofunni að viðbrögð Rice myndu styrkja þau öfl í Íran sem eru mest mótfallin því að Íranar reyni að bæta samskiptin við Bandaríkin og Vesturlönd. Bréfið, sem er 18 blaðsíður að lengd, er það fyrsta sem þjóðhöfð- ingi Írans sendir bandarískum for- seta frá því klerkabyltingin var gerð í Íran fyrir 27 árum. Í því er aðeins óbeint minnst á mesta deilu- málið, kjarnorkuáætlun Írana. Þess í stað geymir það að stærstum hluta vangaveltur um sögu, heimspeki og trúmál og mestu púðri er eytt í að rekja langan lista gremjuefna í garð Bandaríkjanna og að velta upp möguleikum á að sameiginleg trú á Guð sé helsta vonin til að unnt sé að leysa úr þeim. Rice sagði að í bréfinu væri „ekki fjallað um þau mál sem við erum að glíma við með beinum hætti“. Íranski stjórnmálaskýrandinn Saeed Leilaz tjáði AP að viðbrögð Rice myndu kynda undir andbanda- rískum tilfinningum meðal Írana. „Þetta gæti hafa orðið upphafið að nýju ferli,“ segir Leilaz. Viðbrögð Rice „styrkir þær grunsemdir meðal Írana að Bandaríkjamenn séu að íhuga að grípa til þess að beita hervaldi [til að stöðva kjarn- orkuáætlun Írana] en ekki samn- ingalausn“. Undirbúningur að ályktun örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna um kjarnorkumál Írana hélt áfram í gær. Fulltrúar lykilríkja í ráðinu komu sér saman um að bjóða Írön- um upp á ýmiss konar aðstoð gegn því að þeir láti af auðgun úrans, en sæti að öðrum kosti refsiaðgerðum. Formlegri afgreiðslu ályktunar öryggisráðsins verður frestað uns reynt hefur á viðbrögð Írana við þessu tilboði. audunn@frettabladid.is Bréfi Íransforseta fá- lega tekið vestanhafs Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir ekkert í bréfi Íransforseta til þess fallið að liðka fyrir lausn á deilunni um kjarnorkuáætlun Írana. Viðbrögðin vestanhafs valda vonbrigðum í Íran og eru sögð kynda enn undir andúð á Bandaríkjunum. GENGIÐ GENGI GJALDMIÐLA 09.05.2006 Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur 70,57 70,91 Sterlingspund 130,91 131,55 Evra 89,49 89,99 Dönsk króna 11,998 12,068 Norsk króna 11,46 11,528 Sænsk króna 9,595 9,651 Japanskt jen 0,6322 0,6358 SDR 104,7 105,32 HEIMILD: Seðlabanki Íslands KAUP SALA 124,168 HVETUR TIL SAMNINGA Ali Larijani, aðalsamningamaður Írana í kjarn- orkumálum, á blaðamannafundi í Aþenu í gær. Hann neitaði því að Íranar myndu segja sig frá alþjóða- samningnum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna og hvatti til stillingar í deilunni um kjarnorku- áætlunina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP AHMADINEJAD TIL INDÓNESÍU Mahmoud Ahmadinejad Íransforseti veifar er hann hélt í gær í opinbera heimsókn til Indónesíu, fjölmennasta múslimaríkis heims. Indónesíustjórn hefur skorað á Írana að sýna meira gegnsæi í kjarnorkuáætlun sinni en ver rétt þeirra til að nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÆGSTI LÍFEYRIRINN Ellilífeyrir er lægstur hér á landi af Norðurlöndunum og skerðist mest við aðrar tekjur. Á öll- um Norðurlöndunum er svipað hlutfall ellilífeyrisþega sem lifir við fátæktar- mörk. Á aðalfundi norrænna eldri borg- ara í Reykjavík þessa dagana kom fram að um 30% íslenskra ellilífeyrisþega býr við fátæktarmörk, hlutfallið er svipað í Finnlandi en ástandið er skást í Svíþjóð og Noregi, þar sem rétt um 20% eldri borgara eru í fátækasta hópnum. ALDRAÐIR Akranes Tveir ungir drengir skemmdu tíu bíla á leið sinni heim úr skóla á Akra- nesi á dögunum. Þeim datt í hug að taka upp stein og rispa þá bíla sem þeir gengu framhjá. Lögregla hefur fengið tilkynningar um tíu bíla sem drengirnir skemmdu á heimleiðinni. LÖGREGLUFRÉTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.