Fréttablaðið - 10.05.2006, Qupperneq 8
8 10. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR
KOSNINGAR Meirihluti íbúa Fjarða-
byggðar, Austurbyggðar, Fáskrúðs-
fjarðarhrepps og Mjóafjarðar-
hrepps samþykkti sameiningu
síðastliðinn vetur. Íbúarnir ganga
því að sameiginlegu kjörborði í
komandi sveitarstjórnarkosning-
um en sameinað sveitarfélag verð-
ur það fjölmennasta á Austurlandi
með um 5.000 íbúa.
Fjórir framboðslistar komu
fram: Á-listinn (Biðlistinn), B-list-
inn (listi framsóknarfélaganna í
bænum), D-listinn (Sjálfstæðis-
flokkur) og L-listinn (Fjarðalist-
inn).
Allir listarnir buðu fram í
Fjarðabyggð fyrir fjórum árum.
Mikil endurnýjun hefur orðið á
listunum síðan þá en margir reynd-
ir sveitarstjórnarmenn gáfu ekki
kost á sér að þessu sinni.
Ekkert íslenskt sveitarfélag
hefur gengið í gegnum jafn miklar
breytingar á jafn stuttum tíma og
Fjarðabyggð nú um stundir vegna
byggingar álvers í Reyðarfirði.
Álagið á stjórnsýsluna er við þol-
mörk en íbúarnir fullir bjartsýni á
eigin hag og sveitarfélagsins.
Stórframkvæmdirnar hafa leitt
til mikillar skuldsetningar sveitar-
félagsins en tekjurnar af álverinu,
og auknar tekjur í kjölfar íbúa-
fjölgunar, munu leiða til þess að
Fjarðabyggð verður eitt stöndug-
asta sveitarfélag landsins í fram-
tíðinni.
Bættar samgöngur brenna mjög
á íbúunum. Fáskrúðsfjarðargöng
voru ein helsta forsenda samein-
ingar en nú segja fulltrúar allra
framboða tíma kominn á ný jarð-
göng á milli Eskifjarðar og Reyð-
arfjarðar. - kkNISSAN PATHFINDER
Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mán – fös kl. 9-18 og lau kl. 12-16
PATHFINDER
HEFUR VINNINGINN!
Verðið á Nissan Pathfinder er frá 4.290.000 kr.
Það hefur líklega aldrei verið hagstæðara að kaupa sér alvöru
jeppa. Nissan Pathfinder blandar skemmtilega saman krafti
fjallajeppa eins og þeir gerast bestir og lipurð flottustu götubíla.
Útkoman hefur slegið eftirminnilega í gegn enda er sama hvaða
samanburð þú gerir, Pathfinder hefur vinninginn!
Líttu inn og reynsluaktu.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
16
3
7
Öllum Pathfinder sem keyptir
eru fylgja auka 32" dekk, húddhlíf
dráttarbeisli og olíukort frá
EGO með 50.000 kr. inneign!
230.000
FRÁ REYÐARFIRÐI Miklar framkvæmdir
hafa einkennt síðustu ár í Fjarðabyggð.
Kosið í fyrsta sinn í nýju sveitarfélagi á Austfjörðum:
Allir vilja fá ný jarðgöng
Valdimar O. Hermannss. D-lista:
Bættar samgöngur
í bæjarfélaginu
Valdimar O.
Hermannsson,
rekstrarstjóri Fjórð-
ungssjúkrahússins í
Neskaupstað, leiðir
lista sjálfstæð-
ismanna. Hann
segir D-lista leggja
áherslu á bættar
samgöngur í bæjarfélagsinu. „Við
viljum ný jarðgöng milli Eskifjarðar og
Neskaupstaðar og koma á almennings-
samgöngum í sveitarfélaginu. Jafnframt
viljum við gera stjórnsýsluna skilvirkari
og aðgengilegri og til lengri tíma viljum
við lækka fasteigna- og leikskólagjöld.”
D-listi leggur líka áherslu á mark-
aðs- og kynningarmál bæjarins og að
skipulagsmálum verði komið í betra
horf. „Vegna mikilla framkvæmda er
búið að opna mörg sár. Ganga þarf
vel frá þeim og bæta aðkomuna að
bænum og umhverfið,” segir Valdimar.
Guðmundur R. Gíslason L-lista:
Uppbygging og
ódýr þjónusta
Norðfirðingurinn Guð-
mundur R. Gíslason,
starfsmannastjóri á
Reyðarfirði, er efsti
maður Fjarðalistans.
Listinn leggur meginá-
herslu á uppbyggingu
bæjarfélagsins og að
sameiningin gangi
sem best. „Við höfum haft forystu um
öll framfaramál. Kosningarnar snúast
að hluta til um ánægju með störf okkar
en reyndin er sú að einhugur hefur ríkt
í bæjarstjórn um öll stærstu mál.”
Guðmundur segir L-listann hafa
staðið myndarlega að uppbyggingu
svo sem skóla- og íþróttamannvirkja.
„Fjarðabyggð er eitt sterkasta sveitar-
félag landsins og býður upp á góða
og ódýra þjónustu. Ný göng á milli
Eskifjarðar og Norðfjarðar eru ofarlega
á blaði og bjartsýni og jákvæðni verður
áfram okkar leiðarljós,” segir hann.
Ásmundur Páll Hjalta-
son, verkamaður í
Neskaupstað, er efsti
maður Biðlistans.
Hann segir listann
skipaðan almennum
borgurum og beri því
hag hins venjulega
manns fyrir brjósti.
„Fólk þarf ekki að eiga 15 pör af jakka-
fötum eða hafa háskólagráðu til að
komast að hjá okkur. Sveitarstjórnar-
mál snúast ekki um rekstur heldur um
fólk,” segir Ásmundur.
Biðlistinn leggur áherslu á að
þjónusta við bæjarbúa skerðist ekki við
sameininguna og vill taka til hendinni
í umhverfis- og skipulagsmálum, og
málum eldri borgara. „Sérstaklega
á Eskifirði en þrýsta þarf á ríkið um
byggingu hjúkrunar- og dvalarheimilis
þar. Við viljum ný Oddsskarðsgöng og
teljum að öll nærþjónusta sé betur
komin hjá sveitarfélögunum en ríkinu.”
Ásmundur P. Hjaltason Á-lista:
Sveitarstjórnarmál
snúast um fólk
Guðmundur Þorgrímss. B-lista:
Jarðgöng sett í
einkaframkvæmd
Fáskrúðsfirðingur-
inn Guðmundur
Þorgrímsson er efstur
á lista Framsókn-
ar. Hann segir ný
jarðgöng á milli
Eskifjarðar og
Norðfjarðar efst á
forgangslistanum.
„Ef ríkið er ekki tilbúið að ráðast í fram-
kvæmdina, viljum við að bærinn hafi
forgöngu um stofnun félags um gerð
og rekstur ganganna. Jafnframt viljum
við koma á almenningssamgöngum og
gera stjórnsýsluna skilvirkari.“
B-listinn leggur einnig áherslu á
fjölskylduvænt samfélag; góða þjón-
ustu og hóflega gjaldtöku. „Við viljum
að sameiningin takist vel og koma upp
umhverfisvakt með það að markmiði
að gengið verði snyrtilega um öll
framkvæmdasvæði í bæjarfélaginu og
vel frá þeim gengið að framkvæmdum
loknum,“ segir Guðmundur.
Nýtt sveitarfélag verður til í sumar með
sameiningu Fjarðabyggðar, Austurbyggðar,
Fáskrúðsfjarðarhrepps og Mjóafjarðarhrepps.
Nafn sveitarfélagsins verður Fjarðabyggð en
samanlagður íbúafjöldi sveitarfélaganna þann
1. desember síðastliðinn var 4.844.
KOSNINGAR 2006
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar er nú skipuð níu
bæjarfulltrúum og sami fjöldi verður í sam-
einuðu sveitarfélagi.
Fjarðalistinn, óháð framboð félagshyggju-
fólks, og Framsóknarflokkur mynda núverandi
meirihluta í Fjarðabyggð.
Efstu menn Á-listans, Biðlistans:
1. Ásmundur P.Hjaltason, verkam. Neskaupst.
2. Kristinn Þór Jónasson, bílstjóri Eskifirði.
3. Magni Þór Harðarson , skrifstofumaður
Fáskrúðsfirði.
4. Brynhildur Einarsd., ræstit. Fáskrúðsfirði.
5. Björgvin Valur Guðmundsson,
leiðbeinandi Stöðvarfirði.
Efstu menn B-lista, Framsóknarflokks:
1. Guðmundur Þorgrímsson,
bílstjóri Fáskrúðsfirði.
2. Þorbergur N. Hauksson,
slökkiliðsstjóri Eskifirði.
3. Líneik Anna Sævarsdóttir,
kennari Fáskrúðsfirði.
4. Eiður Ragnarsson,
sölufulltrúi Reyðarfirði
5. Jón Björn Hákonarson,
sölustjóri Neskaupstað.
Efstu menn D-lista, Sjálfstæðisflokks:
1. Valdimar Oddgeir Hermannsson,
rekstrarstjóri Neskaupstað.
2. Jóhanna Hallgrímsdóttir,
æskulýðs- og íþróttafulltrúi Reyðarfirði.
3. Jens Garðar Helgason,
framkvæmdastjóri Eskifirði.
4. Pétur Gauti Hreinsson,
pípulagningamaður Fáskrúðsfirði.
5. Kristín Ágústsdóttir,
landfræðingur Neskaupstað.
Efstu menn L-lista, Fjarðalista –
Óháðs framboðs félagshyggjufólks:
1. Guðmundur R. Gíslason,
starfsmannastjóri Neskaupstað.
2. Sigrún Birna Björnsdóttir,
kennari Reyðarfirði.
3. Díana Mjöll Sveinsdóttir,
ferðaþjónusturáðgjafi Eskifirði.
4. Smári Geirsson, kennari Neskaupstað.
5. Íris Valsdóttir, kennari Fáskrúðsfirði.
FJARÐABYGGÐ
Fjarðabyggð
SVEITARSTJÓRNAR-
KOSNINGAR
2006
VEISTU SVARIÐ
1 Hvaða þjóðarleiðtoga sendi Írans-forseti nýlega bréf?
2 Hver hefur verið ráðinn yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA?
3 Konur frá hvaða Evrópulandi drekka mest áfengi á meðgöngutím-
anum?
SVÖRIN ERU Á BLS.38
VARNARLIÐIÐ, AP Vitnaleiðslur hóf-
ust í gær á ný í herstöðinni á
Keflavíkurflugvelli í máli her-
manns sem á yfir höfði sér að
vera stefnt fyrir herdómstól,
ákærður fyrir morð, að hindra
framgang réttvísinnar og fleiri
sakargiftir.
Sakborningurinn, Calvin Eug-
ene Hill úr flughernum, er sakað-
ur um að hafa ráðið hinni tvítugu
Ashley Turner, sem einnig þjón-
aði í varnarliðinu, bana í ágúst í
fyrra, skömmu áður en hún átti
að bera vitni vegna ofbeldisá-
kæru sem Hill sætti þá. Hún
fannst meðvitundarlaus, illa
lemstruð, frammi á gangi í svefn-
skálanum þar sem bæði hún og
Hill bjuggu. Turner andaðist á
sjúkrahúsi herstöðvarinnar.
Hill hefur verið í varðhaldi í
herstöð Bandaríkjahers í Mann-
heim í Þýskalandi síðan síðasta
haust. Mark Allred ofursti, sem
stýrir vitnaleiðslunum sem nú
fara fram í Keflavíkurstöðinni,
mun þegar þeim lýkur síðar í vik-
unni taka ákvörðun um það hvort
Hill verði látinn svara til saka
fyrir herrétti. Fari svo að herrétt-
ur finni Hill sekan um morð á
hann lífstíðarfangelsi eða dauða-
dóm yfir höfði sér. - aa
Vitnaleiðslur hafnar á ný í herstöðinni í Keflavík:
Hermaður sætir
morðákæru
HARMLEIKUR Í HERSTÖÐ Ung kona úr flughernum dó eftir misþyrmingar í Keflavíkurstöð-
inni í ágúst í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA