Fréttablaðið - 10.05.2006, Page 10

Fréttablaðið - 10.05.2006, Page 10
10 10. maí 2006 MIÐVIKUDAGUR FASTEIGNAMARKAÐURINN Viðskipta- bankarnir gefa lítið út á að það geti reynt á félagslega ábyrgð bankanna ef viðskiptavinir, sem hafa tekið há íbúðalán, lenda í greiðsluvandræðum með aukinni verðbólgu og verra efnahags- ástandi. Þeir hafa litlar áhyggjur af því að til þessa geti komið og hyggjast ekki bregðast við með neinum sérstökum hætti. Viðskiptabankarnir hafa mis- munandi mat á því hverjar horf- urnar eru á fasteignamarkaði. Glitnir telur að fasteignaverð fari heldur lækkandi og samdráttur í einkaneyslu sé óhjákvæmilegur meðan greiningardeild Kaupþings gerir ráð fyrir að fasteignaverð hækki enn frekar á þessu ári, að sögn Jónasar Sigurgeirssonar, framkvæmdastjóra hjá Kaup- þingi. Bankarnir ráðleggja viðskipta- vinum sínum að fara varlega og ætla sér ekki um of en þessar ráð- leggingar eru ekkert meiri en í venjulegu ári. Sigurjón Þ. Árna- son, bankastjóri Landsbankans, segir þó að bankinn hafi tekið þá stefnu að ráðleggja lántakendum, sem sækja um 80 prósenta lán, að taka aðeins 70 prósent þar sem verðbólga geti sett strik í reikn- inginn. „Við höfum lagt áherslu á að fólk gæti að hagsmunum sínum og fari varlega nú sem endranær en það verður hver og einn að taka sína ákvörðun með sínum ráðgjöf- um eða einn og sér. Við höfum allt- af reynt að ráðleggja okkar við- skiptavinum á ábyrgan hátt, í veðhlutföllum sem öðru,“ segir Bjarni Ármannsson, forstjóri Glitnis. Jónas Sigurgeirsson, fram- kvæmdastjóri hjá Kaupþingi, bendir á að bankinn hafi gefið út 10 þúsund íbúðalán og einungis tíu þeirra séu í 90 daga vanskilum. Greiningardeild bankans geri ráð fyrir hækkandi íbúðaverði um allt að 20 prósent á þessu ári. „Hvað sem kann að gerast í framtíðinni er allt önnur Ella. Ef annað verður þá kemur í ljós hvað verður gert,“ segir hann. Umræða hefur verið um að fasteignamarkaðurinn sé að breyt- ast og íbúðir séu hættar að seljast. Jónas telur að fjöldi kaupsamn- inga í apríl í ár miðað við apríl í fyrra sé ekki sambærilegur þar sem páskarnir hafi verið í mars í fyrra en í apríl í ár. Páskarnir hægi á fasteignaviðskiptunum og því sé ekki um raunverulega mæl- ingu að ræða. „Þetta ruglar mynd- ina,“ segir hann. ghs@frettabladid.is Lítill hluti er í vanskilum Viðskiptabankarnir hafa litla trú á að viðskiptavinir lendi í greiðsluerfiðleikum og að það geti reynt á félagslega ábyrgð þeirra. Hjá Kaupþingi eru aðeins tíu af 10 þúsund íbúðalánum í vanskilum. FASTEIGNAMARKAÐURINN Talið er að teikn séu á lofti um að fasteignamarkaðurinn sé að breytast. Bankarnir ráðleggja viðskiptavinum að fara varlega í fasteignaviðskiptum. Þessi mynd tengist fréttinni ekki beint. STAÐIÐ GEGN STRÍÐI Brian Haw, breskur friðarsinni sem hefur í fimm ár mótmælt stefnu ríkisstjórnarinnar við þinghúsið í Lundúnum, talar við blaðamenn í rigning- unni á mánudag í tilefni af því að áfrýjun- ardómstóll dæmdi ríkisstjórninni í vil um gildi laga sem gera eiga henni auðveldara um vik að binda enda á mótmælastöðu hans. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Konu voru í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær dæmdar 25 milljónir króna vegna mistaka sem gerð voru á lýtalækninga- deild Landspítalans árið 1993. Áður en konan fór í aðgerð, árið 1993, hafði hún verið í tann- réttingum og þar sem færsla á neðri kjálka um einn sentímetra fram á við, var undirbúin. Eftir aðgerðina fann konan fyrir vax- andi verkjum í hægri hluta and- litsins og ákváðu læknar á lýta- lækningadeild að framkvæma aðra aðgerð átta dögum eftir fyrri aðgerðina. Kom þá í ljós mar á andlits- taug sem olli lömun í hægri helm- ingi andlitsins. Í fyrstu var talið að andlitslömunin myndi ganga til baka á nokkrum vikum en svo reyndist ekki vera og hrjáir löm- unin konuna enn í dag. Í dómi héraðsdóms segir að starfsfólk Landsspítala hefði ekki fylgst nægilega vel með sjúkl- ingnum eftir aðgerðina og ekki sinnt kvörtunum hans. Konan kvartaði undan miklum verkjum eftir aðgerðina en aðgerðir lækna dugðu til þess að vinna bug á meini konunnar. Héraðsdómur lítur svo á að mistök læknanna hafi verið bóta- skyld og þóttu 25 milljónir króna eðlilegar í samhengi við þanna skaða sem konan varð fyrir við aðgerðina og eftirmeðferð henn- ar. - mh Landspítalinn dæmdur til þess að greiða konu bætur vegna læknamistaka: Dæmdar 40 milljónir króna DÓMSMÁL Karlmaður var dæmd- ur til fjögurra mánaða fangels- isvistar, þar af tvo mánuði skil- orðsbundna, vegna líkamsárásar á Ráðhústorginu á Akureyri síð- astliðið sumar. Með broti sínu rauf maðurinn skilorð vegna fyrri dóma og er dómur Héraðsdóms Norðurlands eystra því harðari en gengur og gerist. Var ákærði einnig sakað- ur um aðra líkamsárás en þar sem aðeins eitt vitni var til frá- sagnar um þá árás stóð aðeins orð gegn orði og var hann sýkn- aður. Hefur maðurinn áður hlotið dóma vegna þjófnaðar og umferð- arlagabrota. - aöe Dæmdur fyrir líkamsárás: Fjögurra mán- aða fangelsi LANDSPÍTALI-HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Mistök sem gerð voru á lýtalækningadeild spítalans árið 1993 kostuðu spítalann 25 milljónir króna. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL Félag járniðnaðarmanna og Vélstjórafélag Íslands hafa tekið ákvörðun um að sameinast í eitt félag. Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um nafn á nýja félagið og er öllum heimil þátttaka. Félagsmenn eru sérstaklega hvattir til að taka þátt. Nýtt félag verður lands- félag og verða félagsmenn þeir sem lokið hafa vélstjórnarnámi, iðnnámi í málm - og véltæknigreinum og veiðarfæragerð, einnig iðnnemar í greinunum og fleiri sem starfa í þessum eða skyldum greinum. Vegleg verðlaun eru í boði og er skilafrestur til 1. júní 2006. Allar nánari upplýsingar fást á heimasíðum félaganna velstjori.is og metalnet.is eða í síma 562 9062 og 533 3044. Félag járniðnaðarmanna / Vélstjórafélag Íslands SAMKEPPNI UM NAFN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.