Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 22
[ ]
Mikilvægt er að skipta um
tímareim þegar bílar hafa náð
vissum aldri en hvert er hlut-
verk hennar? Auðunn Gunn-
arsson á Bifreiðaverkstæði
Kópavogs svarar því.
„Tímareimin myndar samband á
milli knastáss og sveifaráss vélar-
innar og stundum knýr hún líka
vatnsdælu bílsins. Það er þó mis-
munandi eftir tegundum. Tíma-
reimin sér um það að ventlarnir
opnist á réttum tíma á móti stimpl-
unum þannig að vélin gangi eðli-
lega. Í sumum bílum eru tvær
reimar og þá er önnur þeirra jafn-
vægisreim sem vinnur móti titr-
ingi í vélinni. Í flestum fólksbílum
er miðað við að skipta eftir 90.000
kílómetra akstur, eða á 4-5 ára
fresti en í sumum tegundum er
markið sett við 60 kílómetra akst-
ur eða 4 ár. Í jeppum er í flestum
tilfellum miðað við 150 þúsund
kílómetra. Ef tímareimin slitnar
getur farið illa en þó fer það líka
eftir tegundum. Í verstu tilfellum
bogna ventlar og brotna stimplar,
einkum í þeim vélum sem hafa
tvo ofanáliggjandi knastása. Ef
reimin fer í þeim fer allt í steik.
Þá þarf að taka heddið af, skipta
um ventla og fleira.“
En hversu mikil aðgerð er það
að skipta um tímareim og hver er
kostnaðurinn? „Í flestum bílum
tekur það þrjá til fjóra tíma. Yfir-
leitt er skipt um vatnsdælu um
leið og við höfum það að reglu á
mínu verkstæði þegar við skipt-
um um tímareim að skipta líka um
strekkjarahjól og stuðningshjól
og í mörgum tilfellum pakkdósir
líka á knastás, sveifarás og olíu-
dælu. Í leiðinni er oft skipt um
rafal- og stýrisreimar. Allar reim-
ar eru orðnar sprungnar og slitn-
ar eftir 4-5 ár. Kostnaðurinn er
mismunandi eftir því hverrar
gerðar bíllinn er. Það getur verið
frá 40 og upp í 70 þúsund.“
Auðunn sýnir tímareim sem
lítur út líkt og viftureim nema
heldur breiðari og með tönnum.
En hann fræðir okkur líka um að
nú séu keðjur að leysa tímareim-
arnar af hólmi í mörgum tegund-
um bíla. „Keðjur voru algengar
fyrir mörgum árum en reimarnar
ruddu þeim út í mörgum tilfell-
um. Það þótti gott því þá losnuðu
menn við glamrið í keðjunum. Nú
eru keðjurnar að koma aftur,
ýmist úr léttmálmi eða plasti og
því nánast hljóðlausar. Það hefur
ekki þurft að skipta um þær ennþá
enda eru ekki nema tvö til fjögur
ár síðan þær fóru að sjást í nýjum
bílum.“ gun@frettabladid.is
Tifandi tíma-
sprengja
Svona er reimin í nærmynd.
Auðunn bregður tímareim eins og geislabaug um höfuðið! FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Sumarveðrið er tilvalið þegar bóna skal
bílinn, nýttu veðurblíðuna meðan hún gefst.
• SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR
• BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA
ALLT Á EINUM STAÐ
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN
SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066
��������������������������������
����������������������������������
������������������
�
�������������
����������������������
���������������������������
Jeppadekk
Vagnhöfða 6 • 110 Reykjavík • Sími 577 3080
Vortilboð!
31" heilsársdekk
kr. 11.900
(31x10.50R15)
Aðrar stærðir:
27" 215/75R15, kr. 7.900
28" 235/75R15, kr. 8.900
30" 245/75R16, kr. 10.900
32" 265/75R16, kr. 12.900
Sendum frítt um allt land!
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI