Fréttablaðið - 10.05.2006, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 10.05.2006, Qupperneq 24
[ ]Ekki gleyma sandölunum þegar haldið er í ferðalagið. Það er að koma sumar. Icelandair hefur flug til München í Suður-Þýskalandi 6. júní næstkomandi og þeim tíðindum ættu íslenskir ferðamenn að taka fagnandi. München er glæsileg borg sem býður upp á allt sem ferða- menn óska eftir, hvort sem það er fyrir augu, eyru, bragðlauka eða til skemmtunar. Við komuna til München er við því að búast að borgin gleypi mann með veldi sínu enda er München stórborg með 1,3 milljónir íbúa. Hins vegar tekur Münchenborg á móti gestum sínum með opnum faðmi, rólegu fasi og góðum veit- ingum. Fáguð smáborgarstemn- ing nær fljótt yfirhöndinni þar sem græn svæði, fallegir garðar, ár og rómantískar brýr, hjólreiða- fólk, litlir barir og miðaldabygg- ingar skapa heillandi og jafnvel heimilislegt andrúmsloft. München er borg sem hefur upp á allt að bjóða sem ferðamað- ur þráir þar sem fjölbreytni borg- arinnar mikil. Borgin er í Bæjara- landi og má með sanni segja að íbúar þess séu stoltir af uppruna sínum og sögu enda bjuggu þar áður kóngar og merkir menn sem hafa skilið eftir sig söguslóð sem gaman er að rekja og upplifa gegn- um stórbrotna byggingarlist mið- aldanna. Víða rísa svo nútíma mannvirki í bland við eldri bygg- ingar til merkis um ríkidæmi borgarinnar fyrr og nú. Einnig má feta söguslóðir Adolfs Hitler ásamt því að hægt er að tipla tón- stiga blíðari söguslóða klassískrar tónlistar sem blómstrað hefur í München gegnum aldirnar. Víða eru fallegir garðar milli hárra bygginga borgarinnar þar sem má sóla sig og njóta góðra veðurdaga. Ferðamönnum er þó bent á að fara með gát í Enska garðinum þar sem boðið er upp á „nakin svæði“ en þar er bikiníið víst óþarft. Allir ættu svo að leggja leið sína í Biergarten, eða Bjór- garðinn, þar sem hinar ýmsu teg- undir af öli eru teygaðar á nestis- bekkjum í fallegum umhverfi. Til að láta reyna á sögusagnir um húmorsleysi Þjóðverja má prófa að biðja um lítinn bjór og sjá hver viðbrögðin verða. Að loknum degi þegar ferðasál- in er orðin troðfull af sögulegum og menningarlegum fróðleik og búið er að kaupa merkjavörur á þéttskipuðum verslunargötum borgarinnar er kominn tími til að upplifa fjörugt næturlíf München. Góðir veitingastaðir leynast á hverju horni og þýsk barmenning nær hámarki sínu eftir að sólin sest. Ratskeller er veitingastaður sem vert er að mæla með en hann er á Marienplatz í miðborg München. Undir styrkri stjórn agaðra þýskra þjónustustúlkna eru bornar fram dýrindis kræs- ingar og stórgóður bjór. Eru gest- irnir í góðu yfirlæti og ekta þýskri stemningu fram eftir kvöldi. Veit- ingastaðurinn er eins og nafnið gefur til kynna í kjallara og er ógnarstór. Lifandi tónlist ómar um gangana og heimamenn, í bland við aðra heimsbúa, taka lagið á því tungumáli sem stendur hjartanu næst. Í gamla bænum finnast margir barir þar sem gleðin er ríkjandi en vilji ferðamenn komast í tengsl við ekta þýska bjórmenningu skal leiðin lögð á Hofbräuhaus. Í flenni- stóru rými er bekkjum raðað þar sem ungir háskólanemar í bland við mun heldri borgara þjóra bjóra úr lítrakönnum undir týrólsku tón- spili hljómlistarmanna í stuttum buxum með skringilega hatta. Í bakherbergi má svo finna könnu- geymsluna þar sem fastagestir geyma fallega skreyttar könnur sínar í læstum járngrindum, til- búnar til notkunar við næstu komu. Bjórhefðirnar eru sterkar í München enda drekka borgarbúar bjórinn jafn harðan og þeir fram- leiða hann. Fyrir utan München leynast svo fallegar sveitir og lítil fjalla- þorp sem verðskulda dagsferð en upplýsingar um úrval þeirra má finna á www.muenchen-tourist. de. Að gera jafn heillandi borg og München skil í lítilli grein er þrautin þyngri enda er frá nógu að segja. Áhugasamir geta þó kynnt sér tenglasafnið sem hér fylgir en þar má nálgast upplýs- ingar um næstum allt sem litla stórborgin hún München er til- búin að bjóða gestum sínum upp á. johannas@frettabladid.is FRAM UNDAN Í MÜNCHEN 9. júní til 9. júlí Heimsmeistarakeppnin í fótbolta. Leikir fara meðal annars fram á Allians Arena rétt utan við München. 10. og 11. júní Hátíðahöld í tilefni af 848 ára afmæli borg- arinnar og 250 ára afmæli Mozarts. 16. júní til 18. júní Vínhátíð á Ólympíuleikvanginum. Vínfram- leiðendur hvaðanæva að úr heiminum standa fyrir smökkun undir lifandi tónlist. 24. júní til 31. júlí Óperuhátíð fyrir unnendur klassískrar tón- listar. 25. júní og 8. október München-maraþonið. 1. og 2. júlí Klassísk tónlistarhátíð á Odeonplatz. 16. september til 3. október Hin víðfræga Októberfest sem allir ættu að upplifa einu sinni á ævinni. Fjöldann allan af fleiri viðburðum má finna á www.whatsonwhen.com/pages/munich Fyrir nánari upplýsingar um hótel, flug, stað- hætti, viðburði og athafnir má skoða eftirfar- andi heimasíður: www.icelandair.is www.muenchen.de www.muenchen-tourist.de www.muenchen-oberbayern.de www.munichwalktours.de www.mikesbikestours.com www.msr-muc.de www.schloesser.bayern.de Litla stórborgin München Víða í München má finna gullfalleg græn svæði þar sem hægt er að eiga rólegar stundir og jafnvel njóta stórbrotinnar byggingarlistar um leið. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Marienplatz í München. Mannlífið í borg- inni er fjörugt og iðandi. München er falleg borg í Suður-Þýskalandi, í grennd við Alpana. Þrátt fyrir stærð sína hefur borgin heillandi smáborgarstemningu sem hrífur hvern þann með sér sem leggur leið sína þangað. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES Vika á Spáni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 3 25 46 0 5/ 20 06 13.200 kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá Flogið verður til höfuðborgar Þýskalands, Berlínar og ekið áfram til Dresden þar sem gist er í 3 nætur. Í Dresden er mikið af sögu- frægum byggingum og þar verður einnig hægt að kynnast þjóðar- broti, Sorbum, sem búa á þessu svæði, en sérstætt tungumál þeirra og menning á í vök að verjast. Eftir áhugaverðar skoðunarferðir í Dresden er haldið aftur til Berlínar, þar sem gist er í 4 nætur, en leiðin þangað liggur í gegnum Speewald, þar sem upplagt er að fara í skemmtilega bátsferð frá Lubbenau. Skoðunarferð um Berlín, til Potsdam og Stettin í Póllandi. Fararstjóri: Auður Gunnarsdóttir Verð: 97.460 kr. Sumar 11 Dresden - Berlín - Pólland s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R 24. - 31. ágúst Sp ör - R ag nh ei ðu r In gu nn Á gú st sd ót tir 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.