Fréttablaðið - 10.05.2006, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 10.05.2006, Qupperneq 29
Nýtt verðmat | Niðurstaða VBS fjárfestingarbanka er að heildar- virði Kögunar sé 20.204 milljónir króna og heildarvirði eiginfjár sé 13.195 milljónir króna, sem gefur gengið 69,45. Mikil verðbólga | Tólf mánaða verðbólga hér er með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD og er 5,5 prósent samkvæmt síðustu mælingum. Nýr forstjóri | Þórólfur Árnason er nýráðinn forstjóri Skýrr, dóttur- félags Kögunar, sem er í meiri- hlutaeigu Dagsbrúnar hf. Traustur efnahagur | Í skýrslu bandaríska hagfræðingsins Frederics Mishkin kom fram að íslenskt hagkerfi bæri engin ein- kenni yfirvofandi fjármálakreppu. Útlán minnkuð | Í tengslum við nýja skýrslu Seðlabanka Íslands sagðist Davíð Oddsson seðlabanka- stjóri vilja sjá frekari merki um að viðskiptabankarnir dragi úr útlán- um sínum. Slakt uppgjör | Hagnaður Marels á fyrsta ársfjórðungi var 143 milljón- ir íslenskra króna. Rekstrarhorfur eru þó góðar fyrir seinni hluta árs, meðal annars vegna veikingar krónunnar. Til Þýskalands | Dótturfélag Avion Group, Star Europe, hefur hafið starfsemi í Þýskalandi og verður með þrjár Airbus 320 flugvélar í rekstri í sumar. Auknar tekjur | Tekjur LSR og LH af fjárfestingum hafa numið 81 milljarði króna á síðustu þremur árum og eignir sjóðanna hafa tvö- faldast á undanförnum áratug. HÍ og HR Ólíkar áherslur í MBA-námi 22 Lífeyrissjóðirnir Skiluðu metávöxtun 10 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 10. maí 2006 – 17. tölublað – 2. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Fjármálaeftirlitið Með nútímavæð- ingu og skilvirkni að leiðarljósi 12-13 Ávöxtun lífeyrissjóða var sú besta sem um getur á síðasta ári en hrein meðalraunávöxtun er talin hafa verið um 13,5 pró- sent. Tveir lífeyrissjóðir skáru sig úr; Gildi og Lífeyrissjóður Vestfirðinga sem skiluðu tæp- lega átján prósenta raunávöxtun. Mikill munur getur verið á líf- eyrissjóðum þegar fimm ára með- altal áranna 2001-2005 er skoðað. Þannig er meðalraunávöxtun Samvinnulífeyrissjóðsins og Gildis um 8,6 prósent, sem er 2,8 prósentustigum fyrir ofan áætl- að fimm ára meðal lífeyrissjóða- kerfisins. Lífeyrissjóður verkfræðinga hefur hins vegar aðeins skilað 1,8 prósenta raunávöxtun á sama tíma og Sameinaði lífeyrissjóð- urinn 2,3 prósentum, sem er vel undir 3,5 prósenta langtímamark- miði lífeyrissjóðanna. - eþa / Sjá bls. 10 Misjafn árangur sjóða Sigurður Valtýsson, fyrrum framkvæmdastjóri MP fjárfest- ingarbanka, hefur verið ráðinn annar tveggja forstjóra fjár- festingarfélagsins Exista ehf. Munu þeir Erlendur Hjaltason, núverandi forstjóri, framveg- is deila forstjórastólnum. Exista ehf. er fjárfestingarfélag í eigu Bakkabræðra Holding, Kaupþings banka og sjö spari- sjóða. Heildareignir félagsins um síðustu áramót námu rúmlega 160 milljörðum króna og félagið stærsti hluthafinn í Kaupþingi banka, Bakkavör Group, Flögu Group og Símanum. Í fréttatilkynningu frá Exista segir að félagið hyggist sækja fram af miklum krafti á nýja markaði á næstu misserum. Stefnt sé að skráningu félags- ins í Kauphöll Íslands fyrir lok árs 2006 og skrifstofa félagsins í London muni stækka á næst- unni. Erlendur Hjaltason vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu að öðru leyti en því að miklar breytingar væru fram undan hjá félaginu. Nóg yrði að starfa fyrir báða forstjórana við að stýra því í gegnum það ferli. Við starfi Sigurðar sem framkvæmdastjóri MP Fjár- festingarbanka tekur Styrmir Þór Bragason og hefur hann þegar hafið störf. Styrmir hefur víðtæka reynslu af stjórnunar- störfum. Að undanförnu hefur hann unnið sem sérfræðingur á fyrirtækjasviði Landsbankans og var þar áður framkvæmdastjóri Atorku Group hf. - hhs Tveir deila forstjórastólnum Fjárfestingarfélagið Exista hyggst sækja fram af krafti inn á nýja markaði á næstu misserum. Sigurður Valtýsson hefur verið ráðinn annar tveggja for- stjóra Exista og mun framvegis starfa við hlið Erlends Hjaltasonar. SIGURÐUR VALTÝSSON Mun starfa við hlið Erlends Hjaltasonar sem annar tveggja forstjóra fjárfesting- arfélagsins Exista. Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Tölvuleikjaframleiðandinn CCP, sem rekur tölvu- leikinn EVE Online, skilaði 110 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi. Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, staðfestir að afkoma félagsins á fyrsta ársfjórðungi sé sú besta frá upphafi en rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var um 137 milljónir króna. Þetta er meiri hagnaður en Kauphallarfélögin Marel (43), Nýherji (54) og Össur (40) sýndu hvert um sig á sama tíma. Velta CCP var rétt tæplega 380 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi og hefur hún ríflega tvöfaldast frá sama tímabili í fyrra. Hilmar segir að áskrifendur að EVE Online séu nú orðnir 120.000 talsins en fjöldinn fór yfir eitt hundrað þúsund í febrúar. „Á einu ári hefur áskrif- endafjöldinn tvöfaldast,“ bendir Hilmar á. Aukna veltu ber einnig að þakka veikingu krón- unnar en langstærstur hluti tekna kemur frá útlönd- um. Á síðasta ári nam velta CCP um 700 milljónum króna og varð lítils háttar hagnaður af starfseminni. Mikill skriður hefur verið á CCP að undan- förnu eftir að samningar náðust við kínverskt leikjafyrirtæki um að dreifa EVE online í Kína. Leikurinn er nú í forprófunum og fer að öllum líkindum í áframhaldandi prófanir (BETA-test) í lok mánaðarins. Forsvarsmenn CCP eru nú staddir á E3, stórri vörusýningu í Los Angeles. „Við erum að kynna það sem fram undan er hjá EVE Online,“ segir Hilmar að lokum. Stærsti eigandinn í CCP er fjárfestingar- félagið Novator, sem er í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar. Félagið fer með 38 prósenta hlut en starfsmenn eiga um 30 prósent. CCP með methagnað á fyrsta ársfjórðungi Framleiðandi EVE Online hagnaðist um 110 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi, meira en hjá Marel, Nýherja og Össuri. ÚR SÝNDARHEIMI EVE ONLINE Verð á laxi hefur hækkað mikið vegna aukinnar eftirspurn- ar og takmarkaðs framboðs á erlendum mörkuðum og er verð á ferskum útfluttum laxi frá Noregi 43 prósentum hærra nú en um áramótin. Að sögn greiningardeildar Glitnis banka var meðalverð á laxi í síðustu viku í hærri kant- inum; 36,5 norskar krónur á kíló- ið, jafnvirði rúmra 420 íslenskra króna. Það hefur ekki verið jafn hátt síðan í maí árið 2000. Verðþróunin er óhagstæð fyrir fullvinnslufyrirtæki á borð við Alfesca þar sem dótturfyrir- tæki þess eru stórir kaupendur á laxi, meðal annars frá Noregi. - jab Hátt verð á laxi LAX ÚR BREIÐDALSÁ Verð á laxi hefur hækkað um 43 prósent í Noregi frá ára- mótum. Gott til síðasta dropa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.