Fréttablaðið - 10.05.2006, Side 32

Fréttablaðið - 10.05.2006, Side 32
MARKAÐURINN 10. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T I R Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Gríðarlegar hækkanir hafa orðið á olíu- og laxeldisfélög- um í Noregi á árinu og fjölgar mjög í hópi norskra auðmanna. Fáir utan Noregs þekkja til Idars Vollvik en nafn hans hefur borið mikið á góma í norskum fjöl- miðlum að undanförnu. Er þessi 37 ára gamli Norðmaður jafnan kallaður ofurfjárfestir sökum útsjónarsemi og áræðni í við- skiptum. Í úttekt norska viðskipta- blaðsins Kapital á síðasta ári var Vollvik í 155. sæti yfir ríkustu menn Noregs og voru eignir hans metnar á 600 milljónir norskra króna, um sjö milljarða íslenskra króna. Hefur hann án vafa hækk- að um mörg sæti á síðustu mánuð- um en nokkur fyrirtæki sem eru í eigu hans hafa tekið gríðarlegum hækkunum. Öryggisfyrirtækið DynaPel Systems er hástökkvar- inn á norska markaðnum í ár en gengið hefur hækkað um tæp 300 prósent frá áramótum, þar af um 200 prósent í apríl. Þá hækkuðu olíufyrirtækin DNO og Altinex um helming í apríl en Vollvik er meðal stærstu hluthafa í þessum félögum. Hann hefur grætt um 1,2 milljarða króna á DNO en félagið fann fyrir stuttu olíulind- ir í Írak og hefur það margfaldað virði þess. Grunnurinn að veldi Vollviks var lagður í farsímafyrirtækinu Chess, sem var selt til TeliaSonera í fyrra fyrir 1,8 milljarða norskra króna. Sannaðist þá sú kenning að til þess að græða verulega þarf að taka áhættu. Vollvik veð- setti nefnilega húsið sitt í topp og fékk fjórar milljónir norskra króna lánaðar til þess að geta keypt Chess árið 2001 með full- tingi annarra fjárfesta. „Þegar ég fékk lánaðar fjórar milljónir og keypti Chess héldu margir að ég væri klikkaður,“ segir Vollvik en Chess var þá nánast gjald- þrota eftir netbóluævintýrið. Nýjum eigendum tókst að snúa rekstrinum við og þegar félagið var selt voru yfir 300 þúsund símanotendur hjá því. Eitt það fyrsta sem hann gerði við söluna á Chess var að gera upp gamlar syndir eftir að leigusali einn í Þrándheimi krafði hann greiðslu á fimmtán ára gamalli skuld. Vollvik rak nefnilega módelskrifstofu og stóð ekki skil á leigu þar sem reksturinn stóð höllum fæti. Auk þess að vera giftur fjög- urra barna faðir er Vollvik mikill áhugamaður um hraðskreiða bíla og fótbolta en hann er meðal helstu stuðningsmanna Brann í Björgvin. Hann lætur sig ekki dreyma um hlutina heldur fram- kvæmir þá, jafnt í heimi viðskipt- anna sem annars staðar. Vollvik hefur komið sér upp glæsilegu safni sportbifreiða og auðvitað lúxusbáta eins og sönnum norsk- um auðmanni sæmir. IDAR VOLLVIK, 37 ÁRA NORSKUR MILLJARÐAMÆRINGUR Aðdáandi sportbíla og knattspyrnuliðsins Brann. Veðsetti húsið í topp Idar Vollvik lagði allt í sölurnar til að verða auðmaður og það tókst. Allt varð að gulli í höndum hans í apríl. Gott meðalverð hefur fengist fyrir fisk á mörkuðum lands- ins þrátt fyrir drjúgt framboð upp á síðkastið. Í síðustu viku seldust tæplega 2.900 tonn af fiski á fiskmörkuðum og var meðalverðið 132,52 kr./kg. Á vef Fiskifrétta segir ljóst að lækkun á gengi íslensku krónunnar hafi skilað sér í hækkun fiskverðs því ekki sé langt síðan algengt meðalverð á fiski hafi staðið í 110 til 120 kr./kg. Hafi verðið lengst af verið mun hærra í kjölfar lækkunar krónunnar. Söluhæsta fisktegundin á mörkuðum landsins er þorskur en í síðustu viku seldust 1.287 tonn af h o n u m . Þar af voru 56 tonn af undirmálsfiski. Fyrir slægð- an þorsk fengust 192,47 kr./kg en fyrir slægðan undirmáls- þorsk fengust 115,20 kr./kg. Samsvarandi verð fyrir óslægð- an þorsk var 149,85 kr./kg og 90,44 kr./kg. Á eftir þorski kom ýsa en í boði voru 857 tonn, þar af 24 tonn af undirmálsfiski. Meðalverð fyrir slægða ýsu var 105,82 kr./kg og 60,27 kr./kg fyrir undirmálsfisk. Fyrir óslægða ýsu fengust 112,03 kr./kg og 48,78 kr./ kg fyrir undirmálsfisk. - jab Gott verð á fiski Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins (ESB) segir í nýrri spá sinni fyrir aðildarríki ESB að efnahagslífið muni jafna sig og ná að nýju 2,3 prósenta hagvexti á árinu, en hagvöxtur aðildar- ríkja sambandsins var 1,6 pró- sent í fyrra. Helstu ógnir við hagvaxtarspána eru breytingar á olíuverði en búist er við að verðið standi að jafnaði í 68,90 dollurum á olíutunnu á þessu ári og fari í 71 dollara á því næsta. Hafa aðildarríki ESB lítið þanþol gagn- vart sveiflum á olíumarkaði, að mati framkvæmdastjórnarinnar. Hagvöxtur innan ESB var 1,6 prósent í fyrra og spáir fram- kvæmdastjórnin að hann verði 2,2 prósent á næsta ári. Þá spáir stjórnin 2,1 prósents hagvexti á evrusvæðinu á þessu ári en þremur prósentustigum minni hagvexti að ári. Þetta er ívið lægri hagvöxtur en á heimsvísu, en spáð er 4,6 prósenta hagvexti á þessu ári. Almennt virðist um samdrátt að ræða fyrir næsta ár en 4,3 pró- senta hagvexti er spáð á heims- vísu á næsta ári. Á meðal þess sem dregur úr hagvexti innan aðildarríkja ESB á næsta ári er hækkun á virðisaukaskatti í Þýskalandi en búist er við að vegna þessa aukist neysla í land- inu á þessu ári. - jab FRÁ HÖFUÐSTÖÐVUM ESB Framkvæmda- stjórn ESB spáir því að efnahagslífið muni jafna sig á þessu ári. Spá efnahagsbata í aðildarríkjum ESB Hagnaður Orkubús Vestfjarðar árið 2005 nam um sjötíu milljón- um króna, sem var betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Eignir Orkubússins voru rúmir 4,6 milljarðar króna í árslok og eigið fé 4,15 milljarðar króna, sem þýðir að eiginfjárhlutfall var tæpt níutíu prósent í lok árs. Framkvæmdir við Tungudalsvirkjun voru stærsta verkefni fyrirtækisins á síð- asta ári en einnig var unnið að endurnýjun og endurbót- um Blævardalsárvirkjunar og Mjólkárvirkjunar. - eþa Afkoma um- fram áætlanir MJÓLKÁRVIRKJUN Orkubú Vestfjarða skilaði 70 milljóna króna hagnaði í fyrra. Michael Dell, stofnandi og stjórn- arformaður tölvuframleiðandans Dell, hvatti kollega sína á heims- ráðstefnu um upplýsingatækni í Austin í Texas í Bandaríkjunum í lok síðustu viku til að gera ráða- mönnum hinna ýmsu landa grein fyrir mikilvægi upplýsingatækni í tengslum við hagvöxt. „Ríkisstjórnir heimsins ættu að setja sér það mark- mið að gefa almenn- ingi kost á að nýta sér upplýsingatækni og tækninýjungar,“ sagði hann í erindi sem fjall- aði um bætt aðgengi að upplýsingatækni. „Helstu þjóðir heims þurfa íbúa með kunnáttu nýrrar aldar og hæfni til að nýta sér öll þau tól sem nútíminn hefur uppá að bjóða,“ sagði hann. Þá hvatti Dell ráðamenn til að lækka skattaálögur á vörur og fyrirtæki í upplýsingageiranum til að gera almenningi kleift að kaupa ódýrari tölvur en ella svo hann gæti nýtt sér þá tækni sem til er. - jab MICHAEL DELL Hann sagði á ráðstefnu í síðustu viku að auka ætti aðgengi almennings að upplýsingatækni. Kunnátta nauðsyn Hollenska olíufélagið Royal Dutch Shell hagnaðist um 3,31 milljarð punda á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hagnaðurinn jafngildir því að olíufélagið hafi hagnast um 1,5 milljónir punda, rúmar 205 millj- ónir íslenskra króna, á klukku- stund frá janúar til marsloka. Árásir skæruliða á olíuvinnslu- stöðvar Shell í Nígeríu hafa dreg- ið úr olíuframleiðslu þar í landi og hefur heimsmarkaðsverð á olíu hækkað mikið, meðal ann- ars vegna þessa. Er búist við að hagnaður Shell hefði verið meiri hefði ekki komið til samdráttar á olíuframleiðslu í Nígeríu. - jab Shell græðir Nánari uppl‡singar á kbbanki.is, í síma 444 7000 e›a í næsta útibúi KB banka. E N N E M M / S ÍA / N M 2 12 7 5 KB SPARIFÉ REGLUBUNDINN SPARNA‹UR FYRIR N†JAN DAG OG N† TÆKIFÆRI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.