Fréttablaðið - 10.05.2006, Side 38

Fréttablaðið - 10.05.2006, Side 38
MARKAÐURINN Árið 2005 var besta ár í sögu lífeyrissjóð- anna, en fastlega má búast við að meðaltal hreinnar raunávöxtunar þeirra hafi þá verið um 13,5 prósent samkvæmt tölum frá Landssamtökum lífeyrissjóða. Það er nokkru hærri ávöxtun en árin 2003 þegar raunávöxtun var 11,3 prósent og 2004 þegar hún var 10,5 prósent. Jafnframt hækkuðu eignir lífeyrissjóð- anna gríðarlega á síðasta ári og stækkuðu tíu stærstu sjóðirnir um 180 milljarða, eins og greint var frá í Markaðnum í síð- ustu viku. TVEIR NÁLÆGT ÁTJÁN PRÓSENTUM Flestallir stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa birt ársreikninga vegna síðasta árs. Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður Vestfirðinga sýndu hæsta raunávöxtun þeirra lífeyrissjóða sem birt hafa afkomu sína. Raunávöxtun beggja sjóða fór hátt í átján prósent en Lífeyrissjóður verzl- unarmanna skilaði þriðju hæstu ávöxtun- inni. Árni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Gildis, sem varð til með sameiningu Lífeyrissjóðs sjómanna og Framsýnar í fyrra, segir að Lífeyrissjóður sjómanna hafi sýnt hæstu raunávöxtun árin 2003 (15,3 prósent) og 2004 (16,4 prósent) og Gildi tekið við merkjum hans. Eins var góður rekstur hjá Framsýn. “Á þessum árum hafa innlendu hlutabréfin verið að gefa best. Við hjá Gildi höfum verið með hátt hlutfall innlendra hlutabréfa, sem skiptir auðvitað máli, og náð betri ávöxtun innan þeirra heldur en vísitalan.” Hann segir enn fremur að gjaldeyrisvarnir sjóðsins og forvera hans hafi gengið af sér góðar tekjur. Aðrir stórir lífeyrissjóðir bættu sig á milli ára eins og Gildi. Ávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fór úr 12,1 í 16,1 prósent, LSR hækkaði úr 9,3 prósent- um í fjórtán og Almenni lífeyrissjóðurinn úr 7,9 prósentum í 9,7 prósent. Sameinaði lífeyrissjóðurinn bætir sig mest af stærstu sjóðunum á milli ára, fer úr 6,7 prósenta raunávöxtun í tólf prósent. Af tíu stærstu lífeyrissjóðunum sýndi aðeins Almenni lífeyrissjóðurinn raunávöxtun undir tíu prósentum. LANGTÍMAÁVÖXTUN FER HÆKKANDI Þegar litið er yfir lengra tímabil hefur þróunin verið sú að langtímaraunávöxtun lífeyrissjóðanna fer hækkandi. Oft er litið til raunávöxtunar yfir fimm ára tímabil, eða jafnvel lengra tímabil, þegar árang- ur sjóðanna er borinn saman. Fimm ára meðaltal hækkaði milli áranna 2004 og 2005 þar sem árið 2000 datt út en það ár markaði upphaf mikillar lækkunar á inn- lendum sem erlendum hlutabréfum. Í stað þess kemur metárið og hækkar það raun- ávöxtun yfir þetta tímabil. Verði ávöxtun þokkaleg á þessu ári, sem flest bendir til eins og staðan er í dag, má búast við að meðalraunávöxtun síðustu fimm ára hækki frekar þar sem árið 2001 dettur út, en þá sýndu lífeyrissjóðir slakan árangur. Samkvæmt tölum frá Landssamtökum lífeyrissjóða var fimm ára meðaltalsrau- návöxtun 3,03 prósent árið 2004 og var því undir reiknivöxtunum 3,5 prósent, sem lífeyrissjóðirnir telja eðlilegt að þeir séu með sem raunávöxtun þegar til lengri tíma er litið. Fimm ára meðaltalið fór að að öllum líkindum upp í 5,8 prósent árið 2005 en það liggur ekki endanlega fyrir. “Ef við gerum ráð fyrir að raunávöxtun lífeyrissjóðanna í ár verði 6,38 prósent, sem er meðalraunávöxtun sjóðanna frá árinu 1991, og reiknum út meðaltal frá 2002 til 2006, þá fæst út ávöxtun upp á 7,55 prósent,” segir Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyr- issjóða. Á síðustu fimm árum hafa Gildi og Sam- vinnulífeyrissjóðurinn sýnt hæsta raun- ávöxtun; 8,6 prósent. Hjá stóru sjóðunum er meðaltal hreinnar raunávöxtunar 6,3 prósent hjá LSR og 7,0 prósent hjá LV. Til samanburðar skilar Lífeyrissjóður verk- fræðinga aðeins 1,8 prósenta raunávöxtun á síðustu fimm árum og Sameinaði lífeyr- issjóðurinn um 2,3 prósentum. TÍMI ERLENDU EIGNANNA KOMINN Frá áramótum hefur Úrvalsvísitalan stað- ið í stað og ef fram heldur sem horfir er ljóst að innlend hlutabréf munu skila litlu til sjóðanna í ár eftir þrjú mjög góð ár. Aftur á móti hafa erlendar eignir hækkað talsvert vegna lækkunar krónunnar og almennra verðhækkana á erlendum hluta- bréfamörkuðum. Enn fremur hafa verð- tryggðar eignir lífeyrissjóðanna hækkað nokkuð vegna aukinnar verðbólgu. “Það eru líkur á því að nú uppskeri menn ríkulega sem eru með verulega hlutdeild erlendra eigna í eignasafni sínu. Nú er tími þeirra kominn sem hafa viljað vera með stærri hluta af sínum eignum erlendis,” segir Hrafn. Hann telur að sá munur sem er á ávöxtun milli einstakra lífeyrissjóða geti endurspeglast í ólíkri áherslu þeirra á innlendar og erlendar eignir. Þeir lífeyr- issjóðir sem hafa sýnt lakari ávöxtun en aðrir á undanförnum árum eru líklegri til að hafa hærra hlutfall í erlendum eignum. Aðalatriðið er þó að vera með eignasafn með góðri áhættudreifingu og líta frekar á fimm til tíu ára meðaltöl raunávöxtunar, en að einblína á síðasta ár eða hugsanlega ávöxtun á þessu ári. “Ávöxtun okkar á fyrsta ársfjórðungi er með því besta sem við höfum séð,” segir Arnaldur Loftsson, framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins. Lífeyrissjóðurinn er með hærra hlutfall erlendra eigna en meðaltal lífeyrissjóða og nýtur góðs af lækkun gengis krónunnar. Vægi erlendra eigna í eignasöfnum íslensku lífeyrissjóðanna hefur farið vax- andi á síðustu árum. Erlend verðbréfaeign lífeyrissjóðanna nam tæpum 300 millj- örðum króna í árslok og hafði hækkað um 36 prósent á milli ára. Tölur Seðlabanka Íslands yfir erlend verðbréfakaup Íslendinga benda sterklega til þess að stór- ir fjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðirnir, hafi beint fjárfestingum sínum út fyrir landsteinana enn frekar eftir áramótin. Þriggja mánaða uppgjör Gildis er í ágætu lagi að sögn Árna þótt tölurnar séu ekkert í líkingu við það sem sést hefur á undanförnum árum. Árni telur að þeir sjóðir sem hafa hátt hlutfall í erlendum eignum njóti góðs af þeim aðstæðum sem lífeyrissjóðirnir búa við í dag. “Það kemur auðvitað að því að þessi sjóður verður ekki með bestu ávöxtunina.” 10. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR10 H Æ S T A R A U N Á V Ö X T U N I N Á R I Ð 2 0 0 5 * Lífeyrissjóður Hrein raunávöxtun 1. Gildi lífeyrissjóður 17,8% 2. Lífeyrissjóður Vestfirðinga 17,60% 3. LV 16,1% 4. Samvinnulífeyrissjóðurinn 14,2% 5. LSR 14,0% 6. Lífeyrissjóður Norðurlands 14,0% 7. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga 13,7% 8. Frjálsi lífeyrissjóðurinn 13,6% Áætlað meðaltal allra sjóða 13,5% 9. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 13,3% 10. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 12,2% 11. Lífeyrissjóður lækna 12,2% 12. Sameinaði lífeyrissjóðurinn 12,0% 13. Lífeyrissjóðurinn Lífiðn 11,3% 14. Lífeyrissjóður bankamanna 10,8% * 15. Lífeyrissjóður verkfræðinga 10,4% * Stigadeild F I M M Á R A M E Ð A L T A L H R E I N N A R R A U N Á V Ö X T U N A R Meðaltal hreinnar Lífeyrissjóður raunávöxtunar * 1.-2. Samvinnulífeyrissjóðurinn 8,6% 1.-2. Gildi lífeyrissjóður 8,6% 3. Lífeyrissjóður verzlunarmanna 7,0% 4. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 6,9% 5. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 6,3% 6.-7. Lífeyrissjóður Norðurlands 6,1% 6.-7. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga 6,1% 8.-10. Lífeyrissjóður lækna 5,9% 8.-10. Lífeyrissjóður Vestmannaeyja 5,9% 8.-10. Lífeyrissjóður Vestfirðinga 5,9% 11. Lífeyrissjóður Vesturlands 5,8% Áætlað meðaltal allra sjóða 5,8% 12. Almenni lífeyrissjóðurinn 4,5% 13.-14. Lífeyrissjóður bankamanna 4,1% 13,-14. Lífeyrissjóðurinn Lífiðn 4,1% 15. Lífeyrissjóður bænda 3,6% 16. Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,3% 17. Lífeyrissjóður verkfræðinga 1,8% * Tölur vantar frá Frjálsa lífsj., Lífsj. Austurlands, Lífsj Suðurlands og Lífsj. starfsmanna sveitarfélaga LÍFEYRISSJÓÐIR SKILUÐU UM 13,5 PRÓSENTA RAUNÁVÖXTUN Á SÍÐASTA ÁRI SAMKVÆMT TÖLUM FRÁ LANDSSAMTÖKUM LÍFEYRISSJÓÐA Gildi skilaði hæstri ávöxtun á síðasta ári og er ásamt Samvinnulífeyrissjóðnum með hæstu raunávöxtun þegar litið er til síðustu fimm ára. Stærstu lífeyrissjóðirnir skila að jafnaði betri ávöxtun en þeir minni. Gildi og Vestfirðingar með bestu ávöxtun árið 2005 Síðastliðið ár var það besta í sögu lífeyrissjóðanna. Flestir skiluðu þeir metávöxtun sökum hækk- ana innlendra hlutabréfa og fer langtímaávöxtun sjóðanna hækkandi. Lífeyrissjóðir sem hafa hátt hlutfall í erlendum eignum eru vísir til að skera sig úr á þessu ári, að mati þeirra sem Eggert Þór Aðalsteinsson ræddi við. F R É T T A S K Ý R I N G

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.