Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 46
MARKAÐURINN A U R A S Á L I N 10. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR18 Á D Ö F I N N I Í tilefni af þeim tímamótum að hafa fyrst íslenskra lögfræði- stofa opnað útibú í London efndi LOGOS til ráðstefnu um íslensku útrásina í húsakynnum Kauphallarinnar í London síðasta fimmtudag. Viðstaddir voru um 200 innlendir og erlendir gestir. LOGOS er elsta og stærsta lög- fræðistofa landsins, á rætur að rekja til ársins 1907. „Með þessari ráðstefnu vild- um við kynna okkur til leiks, eftir að hafa starfað hér í nokkra mánuði,“ segir Guðmundur J. Oddsson, forstöðumaður úti- búsins, en hann stýrði stofnun þess. Útibúið er sjálfstætt rekið í samvinnu við þrjá skandin- avískar lögfræðistofur. „Hér voru í dag fulltrúar allra stærstu banka og lögfræði- og endur- skoðunarskrifstofa sem starfa hér á hinum alþjóðlega markaði í borginni og sinna viðskiptum við íslensk fyrirtæki.“ Guðmundur segir að unnið sé með þeim íslensku fyrirtækj- um sem starfa í Bretlandi um yfirtöku og fjármögnun á félög- um þar og annars staðar. Einnig vinni stofan fyrir Breta sem við- skipti eigi á Íslandi. „Vinnan hér er nokkuð flóknari en heima, þar sem maður þekkir mann. Hér er sérhæfingin líka meiri,“ segir Guðmundur. Í upphafi var gert ráð fyrir einum lögfræðingi á skrifstofunni í London, en þörf- in kallaði fljótlega á annan til viðbótar, auk þess sem nýliðar í stéttinni eru komnir þangað og verða þar í tímabundnum störf- um. „Við njótum reynslu Skandinavanna með því að vera undir sama þaki og þeir, auk þess sem LOGOS á aðild að tveimur alþjóðlegum samtökum óháðra lögfræðistofa. Þannig getum við veitt viðskiptavinum okkar góða þjónustu um allan heim,“ segir Guðmundur. FJÁRFESTINGAR Í ÚTLÖNDUM Ráðstefna LOGOS á fimmtu- daginn var troðfyllti einn af fundarsölum Kauphallarinnar í London. Ármann Þorvaldsson, for- stjóri Singer & Friedlander Group, dótturfélags KB banka, og Lýður Guðmundsson, for- stjóri Bakkavarar Group, fluttu þar framsöguerindi. Ármann skýrði fyrst frá helstu kenni- tölum íslensks efnahagslífs og bar saman þróunina á Íslandi og í löndum Evrópusambandsins á undanförnum árum. Þá fjallaði hann um fjárfestingar íslenskra fyrirtækja erlendis og hvern- ig ekki hefði allt gengið upp í fyrstu umferð. Útrásarbylgjan hefði síðan byrjað fyrir alvöru um aldamótin og náð hæstum hæðum í fyrra, þegar íslensk fyrirtæki fjárfestu erlendis fyrir 3.650 milljónir sterlings- punda, sem er meira en saman- lögð fjárfesting þeirra fjögur árin þar á undan. Fjármunirnir til kaupanna hafa komið með ýmsum hætti - frá innlendum og erlendum bönkum, frá íslenskum fjárfestum, með skuldabréfaút- gáfu eða erlendu hlutafé, eins og Ármann nefndi dæmi um. Útrásin hefur leitt til þess að nú eru um eitt hundrað þúsund manns starfandi hjá íslenskum fyrirtækjum erlendis - þar af um sjötíu þúsund í Bretlandi. Þá fór hann yfir helstu fjár- festingar íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum og benti á að þær væru bæði mjög fjölbreytt- ar og í ýmsum löndum. Hann minnti einnig á að yfirleitt hefðu þessi fyrirtæki byggt sig vel upp á heimamarkaði, stjórnend- ur væru ungir og athafnasamir og eftir útrásina væri meirihluti veltunnar erlendis. Lýður Guðmundsson fór yfir sögu Bakkavarar, úr þriggja manna fyrirtæki árið 1986 og upp í sextán þúsund manna fyrirtæki í dag með 43 verk- smiðjur í sjö löndum í þremur heimsálfum. Sem dæmi kemur grænmeti sem fyrirtækið notar í rétti sína daglega með flugi frá Suður-Afríku. Fyrirtækið er nú leiðandi í sölu á heitum og köld- um réttum í mörgum flokkum í Bretlandi og framleiðir fyrir stórmarkaði undir þeirra merkj- um. Síðasta viðbótin var kaup á ábætisréttafyrirtæki. kj@frettabladid.is STOLTIR Í LUNDÚNUM Guðmundur J. Oddsson forstöðumaður ásamt Ármanni Þorvaldssyni og Lýði Guðmundssyni, sem fluttu fyrirlestra á ráðstefnunni. Efndu til ráðstefnu eftir stofnun útibús Lögfræðistofan LOGOS opnaði i byrjun ársins útibú í London, fyrst íslenskra stofa. Stofan efndi nýverið til ráðstefnu um íslensku útrásina. FRÁ LOGOS-RÁÐSTEFNUNNI Í BRETLANDI Einn fundarsala Kauphallarinnar í London var þéttsetinn íslenskum og erlendum gestum síðasta fimmtudag, en þar var íslenska útrásin til umræðu. „Mjúk lending hagkerfisins er langlíklegust,“ segir Leif Beck Fallesen, ritstjóri og fram- kvæmdastjóri danska viðskipta- blaðsins Börsen. Fallesen var einn þriggja aðalræðumanna á ársfundi Útflutningsráðs Íslands í Salnum í Kópavogi á föstudag. Fallesen segir harkalega lend- ingu hins vegar ekki útilokaða en ólíklega vegna þess hve stað- an í efnahagsmálum heimsins sé góð. Hann segir nokk- uð mikið gert úr fjár- festingum Íslendinga í Danmörku því þær nemi ekki nema um þremur prósentum af heildarfjárfestingum útlendinga í landinu. Hann segir Íslendinga hafa sett mismikið mark á hin ýmsu svið dansks viðskiptalífs en hrós- ar þeim fyrir góðan árangur í fyrirtækjarekstri ytra. „Eitthvað kunna þeir, það er alveg ljóst,“ segir hann og vísar meðal ann- ars til þess hvernig tekist hafi með góðum árangri að snúa við rekstri verslananna Magasin, Illum og Merlin, en það hafi Dönum ekki tekist að gera þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í ræðu sinni talaði Fallesen einnig um möguleika Íslands á að ganga í Evrópusambandið og taldi Þýskaland og Norðurlöndin, auk Hollands, Belgíu og Lúxemborgar, mundu fagna aðildarumsókn héðan, þótt í sam- bandinu væri ekki búist við slíkri umsókn og engin sértilboð uppi á borðinu fyrir Ísland. Hann segir hins vegar viðbúið að Frakkland og Miðjarðarhafslöndin muni draga lappirnar þegar komi að afgreiðslu umsóknar. „Þau lönd munu vilja tala málið í hel,“ segir hann og telur að ýmislegt myndi vinnast með aðild okkar að sam- bandinu; aukinn stöð- ugleiki í efnahagsmál- um, lægri vextir og full aðild að sameiginlegum markaði Evrópusambandsins. Hann árétt- ar þó að ekkert knýi sérstaklega á umsókn landsins. Hinir aðalfyrirlesararnir á fundinum voru Þórdís Sigurðar- dóttir, stjórnarformaður Dags- brúnar, og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Þórdís segir ljóst að mikið sé í húfi að verja stöðu landsins á erlendum mörkuðum. Hún vís- aði til undangenginnar umræðu erlendis um hagkerfið hér og hótaði Fallesen samkeppni á dag- blaðamarkaði. Sigurjón segir ljóst að sér- íslenskir þættir séu til trafala þegar starfa eigi í alþjóðaum- hverfi. Hann bendir meðal ann- ars á sveiflur á gengi krónunnar, auk viðskiptahalla og fleiri hluta. „Til að vera fullgildur þátttak- andi á alþjóðlegum fjármála- markaði þarf að spila eftir þeim leikreglum sem þar gilda,“ segir hann og telur erlenda fjárfesta ekki tilbúna að sætta sig við hluti og sveiflur sem Íslendingar þekki úr sinni efnahagssögu. Hann segir stjórn ríkisfjármála og peningamála verða að ganga í takt og kallar eftir sýnilegri og helst aukinni aðhaldssemi í ríkisfjármálum. Í SALNUM Í KÓPAVOGI Á aðalfundi Útflutningsráðs, sem haldinn var síðasta föstudag, flutti Geir H. Haarde utanríkisráðherra ávarp og Sigrún Davíðsdóttir blaðamaður kynnti skýrslu um aðferðir og árangur í útrás á Norðurlöndum. Þá voru flutt erindi sem með einum eða öðrum hætti fjölluðu um tengsl orðspors og árangurs. MARKAÐURINN/GVA Árangurinn getur ráðist af orðsporinu Orðspor og árangur var yfirskrift ársfundar Útflutningsráðs Íslands sem haldinn var fyrir helgi. Óli Kristján Ármannsson sat fundinn og fylgdist með. LEIF BECK FALLESEN Þá kom í ljós að ekki eru allir útlendingar sem fjalla um íslenskt efnahagslíf fífl. Endurlausnari íslenska efnahags- undursins er Friðrik Mishkin, hagfræðiprófessor og hetja. Maðurinn er eini erlendi sér- fræðingurinn sem hefur réttan skilning á kraftaverkamætti íslenskra athafnaskálda og þar af leiðandi sá eini sem mark er á takandi. Aurasálin fagnar Mishkin innilega. Heill og heiður, Mishkin okkar góður! Þú hjartans bestu óskum kvaddur sért. Því þú ert vinur vorrar gömlu móður og vilt ei sjá að henni neitt sé gert. Lag væri nú þegar styttist í 17. júní að að heiðra þennan besta vin Íslands. Hann hlýtur að fá fálkaorðuna - stórriddarakross- inn, ekkert minna! Höldum honum veglega veislu, veit- um honum lykla að gullforða Seðlabankans og sendum hann héðan með tylft yngismeyja um borð í snoturri snekkju eða í ein- hverri af fjölmörgum einkaþot- um athafnaskálda okkar. Jafnframt er kominn tími til að fjarlægja það lýti sem er danska skjaldarmerkið á framhlið Alþingis. Við verðum að svara árásum danskra „frænda“ okkar. Þeir þykjast hafa hér áhyggjur af fjárhagslegum stöðugleika meðan þær mættu ef til vill vera meiri af andlegum stöðugleika eigin greiningardeilda. Þótt Aurasálin hafi enga hagsmuni af gengi stórbokkanna í íslensku efnahagslífi og hafi í langan tíma beðið eftir kreppu getur hún ekki annað en fagnað því þegar Íslandsvinur á borð við Mishkin löðrungar danska óvininn með þessum hætti. Íslendingar eru fámenn þjóð og við verðum að standa saman, sérstaklega þegar að okkur er sótt. Þetta á sérstaklega við nú á þess- um viðsjárverðu tímum. Gömlu dönsku kúgararnir láta til skarar skríða gegn okkur á nákvæmlega sama tíma og bandaríski herinn yfirgefur landið. Þetta getur ekki verið tilviljun. Aurasálin hefur fyrir því nokkuð áreiðanlegar heimildir að Danske Bank vinni að því ásamt danska hernum að undirbúa innrás. Þáttur greining- ardeildarinnar er að brjóta niður baráttuþrek þjóðarinnar - en nú hefur Mishkin snúið taflinu við. Og ef fram heldur sem horfir - og Íslendingar eignast fleiri ráðuneyti í Kaupmannahöfn - þá gætum við horft fram á þann dag að við verðum herraþjóðin. Mikið mun þá Aurasálin skemmta sér við að selja fúinn fisk til Danmerkur og fylgjast með því þegar íslenska skjaldarmerkið verður hengt upp á Folketinget. Og þá kemur vart annað til greina en að gera fæðingardag Friðriks Mishkin, 11. janúar, að almennum frídegi hér á landi og reisa honum veglega styttu við Kauphöllina. Náð og Mishkin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.