Fréttablaðið - 10.05.2006, Blaðsíða 50
MARKAÐURINN 10. MAÍ 2006 MIÐVIKUDAGUR22
F Y R S T O G S Í Ð A S T
Hversu mikilvægar eru alþjóð-
legar áherslur í framhaldshá-
skólanámi í dag?
Við lifum í alþjóðlegu
umhverfi, við keppum á alþjóð-
legum markaði, hvort sem er
um að ræða vörur, þjónustu eða
menntun. Ef íslenskt samfélag
ætlar að skara fram úr verður
menntun íslenskra ungmenna á
öllum skólastigum að standast
ströngustu alþjóðlegu kröfur
og viðmið. Það á hvergi betur
við en um framhaldsnám á
háskólastigi.
Ætti kennslan í framhalds-
háskólanámi að fara fram á
íslensku eða á
ensku?
Það hlýtur að
vera grund-
vallarviðmið
íslenskra skóla
að kennsla þar
fari fram á
íslensku þó svo
að kennsluefni
sé hugsanlega
erlent. Í ein-
staka tilvikum,
til dæmis ef um
er að ræða nám
í alþjóðlegri
samkeppni þar
sem ekki síður
er verið að
horfa til þess að
laða að erlenda
nemendur, tel
ég réttlætanlegt
að kennsla fari
fram á öðru
tungumáli. Það
á einnig við
ef um erlenda
gestakennara er
að ræða.
Er mikilvægt að fá erlenda
nemendur og kennara til liðs við
íslenska háskóla?
Tvímælalaust á að fá erlenda
kennara til að kenna á Íslandi.
Þúsundir íslenskra háskóla-
nema stunda nám ár hvert
við erlenda háskóla. Líklega
er hlutfall þeirra sem sækja
háskólamenntun sína að hluta
eða öllu leyti til útlanda hvergi
hærra en hér. Að sama skapi
standa okkar háskólar erlend-
um stúdentum opnir. Ég tel
það vera æskilegt markmið
að fjölga þeim. Það auðgar
háskólaumhverfi okkar.
Veltur samkeppnishæfni
íslensks atvinnulífs á því að
Íslendingar sæki sér framhalds-
menntun til útlanda?
Ein helsta forsenda þess
árangurs sem við höfum náð
á margvíslegum sviðum er
að Íslendingar hafa sótt fjöl-
breytta menntun til erlendra
háskóla. Fjölmargir Íslendingar
hafa stundað nám við bestu
háskóla veraldar, í Evrópu,
Bandaríkjunum, Asíu og víðar.
Þetta er ein af meginforsendum
íslensku útrásarinnar og þetta
er meginforsenda
þess blómlega
háskólasamfélags
sem hér hefur
byggst upp.
Getur það á ein-
hvern hátt verið
slæmt að auka
möguleika til
framhaldsnáms á
Íslandi, þar sem
færri leita til
útlanda?
Það að hér á
Íslandi byggist
upp framhalds-
nám þarf ekki
að þýða að færri
sæki nám til
erlendra háskóla.
Fjöldi þeirra sem
stunda fram-
haldsnám hefur
aukist gífurlega
og mun halda
áfram að aukast.
Við eigum áfram
að ýta undir það
að íslenskir háskólanemar sæki
nám til annarra landa og styðja
við bakið á þeim, til dæmis í
gegnum Lánasjóð íslenskra
námsmanna. Við megum hins
vegar heldur ekki gleyma því
að framhaldsnám - ekki síst
með þeim rannsóknum er því
fylgir - er forsenda þess að
háskólar nái að dafna akadem-
ískt. Ekki síst varðandi sérhæft
doktorsnám tel ég aftur á móti
mikilvægt að íslenskir háskólar
einbeiti sér að þeim sviðum
þar sem við skörum fram úr
og höfum burði til að keppa við
bestu erlendu háskólana.
Alþjóðleg menntun
forsenda útrásar
T Ö L V U P Ó S T U R I N N
Til Þorgerðar
Katrínar
Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra
Ein helsta forsenda þess árangurs sem við höfum
náð á margvíslegum sviðum er að Íslendingar hafa
sótt fjölbreytta menntun til erlendra háskóla ... ein
af meginforsendum íslensku útrásarinnar ...
H E L S T I Á H E R S L U M U N U R Á M B A - N Á M I H Í O G H R
Háskóli Íslands Háskólinn í Reykjavík
Hlutfall íslenskra kennara 100% 50% (þar af 20% búsettir erlendis)
Tungumál við kennslu Íslenska Enska
Nálgun á alþjóðavæðingu Áhersla á íslenskan veruleika Áhersla á alþjóðlegan veruleika
Á Íslandi útskrifast árlega um 100 manns úr MBA-
námi frá þeim tveimur háskólum sem bjóða upp á
slíkt nám hér á landi, Háskólanum í Reykjavík og
Háskóla Íslands. Til eru um 2.500 gerðir MBA-pró-
gramma í heiminum og námið er kennt í 120 til 130
löndum. Helsta flokkunin er MBA-nám í dagskóla
og svokallað Executive MBA. Í dagskóla eru nem-
endur yfirleitt undir þrítugu, hafa lokið háskóla-
gráðu en hafa litla sem enga starfsreynslu og eru
í fullu námi. Executive MBA, það nám sem bæði
Háskólinn í Reykjavík og Háskóli Íslands bjóða, er
hins vegar yfirleitt skipulagt svo að nemendur geti
unnið með náminu og gert ráð fyrir því að þeir hafi
umtalsverða starfsreynslu. Þar er meðalaldurinn
töluvert hærri, í kringum 35 ár.
Nemendur í MBA-námi hér á landi hafa mjög
mismunandi bakgrunn. Eitt af því sem gerir námið
eins vinsælt og raun ber vitni er að nemendur læra
ekki einungis af bókum og kennurunum heldur
ekki síst hver af öðrum enda eru oftar en ekki
mjög reynslumiklir og hæfir einstaklingar innan
hvers hóps. Við þessar aðstæður skapast gríðarlega
skemmtilegt og dýnamískt andrúmsloft.
ÓLÍKAR HUGMYNDIR AÐ LEIÐARLJÓSI
Háskólarnir tveir hafa afar mismunandi hug-
myndir að leiðarljósi við uppbyggingu MBA-náms-
ins þótt í báðum tilvikum hafi það verið byggt
upp eftir viðurkenndum erlendum fyrirmyndum.
Háskólinn í Reykjavík leitast eftir því að hafa námið
alþjóðlegt og líkt því sem gerist í útlöndum. Námið
fer að öllu leyti fram á ensku og helmingur kennar-
anna er erlendur og kemur hingað frá mörgum af
virtustu háskólum heims í stuttan tíma í senn. Hinn
helmingurinn er íslenskir sérfræðingar og þar af
hluti Íslendingar sem búsettir eru erlendis. „Í okkar
MBA-námi viljum við veita fólki sem ekki kemst
utan til náms það sama og það fengi ef það færi,“
segir Finnur Oddsson, forstöðumaður MBA-námsins
við Háskólann í Reykjavík. Grunnhugmyndin geng-
ur út á að viðfangsefni í íslensku efnahagslífi séu
ekki einstök. Flest íslensk fyrirtæki horfi til ann-
arra markaða en þess íslenska og íslenskt umhverfi
sé sífellt að verða alþjóðlegra. „Það að sérsníða
nám fyrir íslenskt atvinnulíf er nokkuð sem verð-
ur að setja ákveðið spurningarmerki við,“ segir
Finnur. „Við þurfum að gefa fólki öfluga alþjóðlega
þekkingu til að takast á við ögrandi viðfangsefni í
atvinnulífinu og það skiptir engu máli hvers lensk
þau eru. Til að gera nemendum og íslensku atvinnu-
lífi gott þurfum við að draga þekkingu hingað. Við
gerum það með liðsinni erlendra kennara og nem-
enda, en okkar ágætu íslensku nemendur eru sjálfir
fullfærir um að sjá um staðfæringu slíkrar þekking-
ar yfir á íslenskar aðstæður eftir þörfum.“
Innan Háskóla Íslands er hugmyndin önnur. Þar
er talið mikilvægt að miða námið við íslenskar
aðstæður, kennarar eru íslenskir og námið fer fram
á íslensku. „Við lítum svo á að með því kennaraliði
sem við höfum yfir að ráða þurfum við ekki endi-
lega á útlenskum kennurum að halda. Við fáum
inn erlenda kennara til að „krydda“ námið og allar
helstu kennslubækurnar okkar eru útlendar,“ segir
Snjólfur Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.
Hann segir nemendur fá skilning á alþjóðlegu
umhverfi í gegnum námsbækur sínar og í reynd
skorti efni um íslenskan raunveruleika. „Það sama á
ekki við í öllum tilfellum hér og í útlöndum. Íslenskt
atvinnulíf er að mörgu leyti öðruvísi en útlent og
erlendir kennarar geta almennt ekki upplýst nem-
endur um það sem er séríslenskt. Við gerum þær
kröfur til kennara okkar að þeir geti bæði útskýrt
það sem gerist í hinum stóra heimi og hér á landi.
Eftir námið við HÍ verða nemendur vel færir til
að heimfæra fræðin yfir á alþjóðleg viðskipti, ef
svo ber undir, þrátt fyrir að þeir hafi ekki útlenska
kennara. Enda fæst ávinningurinn af því að vera í
námi erlendis ekki með því.“
NÁM Í ÚTLÖNDUM HLEYPUR Á TUGMILLJÓNUM
Eitt af því sem kom fram í nýlegri skýrslu fram-
tíðarhóps Viðskiptaráðs Íslands var að Íslendingum
sem sækja nám erlendis hefur fækkað hlutfallslega
á síðustu árum. Þetta kemur meðal annars til af því
að námsframboð hefur aukist hér á landi. Mörgum
þykir þetta hins vegar óheppilegt þróun þar sem
íslenskt atvinnulíf er sífellt að verða alþjóðlegra.
Þeir Snjólfur og Finnur taka báðir undir að mikill
hagur sé af því fyrir þjóðfélagið að einstaklingar
sæki sér menntun að utan. Þeir eru hins vegar ósam-
mála um með hvaða aðferðum sé hægt að gera nám
hér á landi sambærilegt því.
Ekki geta þó allir farið til útlanda í framhaldshá-
skólanám, ekki síst af fjárhagslegum ástæðum, enda
getur slíkt hlaupið á tugum milljóna króna. Ekki er
óalgengt að skólagjöld fyrir tveggja ára MBA-nám
við virtan skóla í Evrópu séu um sex milljónir
íslenskra króna. Við það bætist svo kostnaður við
flutningana, við það að búa erlendis, vinnutap og
annað. Flestir þurfa því að hugsa sig vel um, eins
og gefur að skilja, enda ekki um smáar upphæðir
að ræða.
Ólíkar áherslur í HÍ og HR
Árlega útskrifast hér á landi um hundrað nemendur úr MBA-námi, sem
er eitt vinsælasta framhaldsnám á háskólastigi í heimi. Hólmfríður Helga
Sigurðardóttir komst að því að stjórnendur námsins í HÍ og HR hafa afar
ólíkar hugmyndir um hvernig nálgun á alþjóðlega tengingu skuli háttað.
HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK
Þar er leitast við að hafa námið
sem alþjóðlegast, stór hluti
kennara kemur frá útlöndum og
kennslan fer fram á ensku.
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Þar er talið mikilvægt að miða
námið að íslenskum aðstsæð-
um, námið fer fram á íslensku
og allir kennarar eru íslenskir.
�������������������������������������������������������������������������
���������������������������������������������������������������������������