Fréttablaðið - 10.05.2006, Síða 63

Fréttablaðið - 10.05.2006, Síða 63
MIÐVIKUDAGUR 10. maí 2006 23 KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 5.447 -0,32% Fjöldi viðskipta: 236 Velta: 2.053 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 62,00 +0,00% ... Alfesca 3,79 -0,79%... Atorka 5,75 -0,86% ... Bakkavör 49,00 -1,01% ... Dagsbrún 5,23 -0,76% ... FL Group 17,70 -2,21% ... Flaga 4,07 -0,73% ... Glitnir 16,70 +0,00% ... KB banki 737,00 -0,27% ... Kögun 74,50 +0,00% ... Landsbankinn 20,70 -0,48% ... Marel 70,30 +0,00% ... Mosaic Fashions 17,50 -0,57% ... Straumur-Burðarás 16,80 +0,00% ... Össur 112,00 +0,00% MESTA HÆKKUN MESTA LÆKKUN FL Group -2,21% Bakkavör -1,01% Atorka -0,86% Umsjón: nánar á visir.is Gjaldeyrisstaða bankanna, eignir að frádregnum skuldum í erlend- um gjaldeyri, dróst saman um tæpa nítján milljarða króna í apríl og nam um mánaðamótin tæplega áttatíu milljörðum króna. Greiningardeild Glitnis banka vitnar til nýlegra upplýsinga Seðla- banka Íslands og segir þetta jafn- gilda 14,6 prósentum af saman- lögðu eigin fé bankanna. Hlutfallið var nítján prósent í mars. Þá segir deildin að samkvæmt reglum Seðlabankans eigi hver bankanna um sig að halda hlutfall- inu innan við þrjátíu prósent hvort sem um er að ræða jákvæða eða neikvæða stöðu. Heimilt sé að víkja frá reglunni til að verja eiginfjár- hlutfall viðkomandi banka fyrir gengisáhrifum. Ekki liggur fyrir sundurliðun eftir einstökum bönk- um. Tölur um gjaldeyriseignir- og skuldir bankanna endurspegla, að mati Glitnis, þá grundvallarbreyt- ingu sem orðin er á starfsemi þeirra og umhverfi. Fyrir tíu árum námu gjaldeyriseignir bankanna að meðaltali 52 milljörðum króna en skuldirnar 50 milljörðum. Fimm árum síðar, árið 2001, voru eignirn- ar að meðaltali 602 milljarðar króna en skuldirnar 603 milljarðar, tíföldun á fimm ára tímabili. - jab HÖFUÐSTÖÐVAR GLITNIS Gjaldeyrisstaða bankanna minnkaði á milli mánaða. Grynnkar á gjaldeyri Kynningarfundur Íslensk-kanad- íska verslunarráðsins, Icelandic- Canadian Chamber of Commerce (ICCC), verður haldinn hjá Útflutningsráði Íslands í Borgar- túni á morgun fimmtudaginn 11. maí. Fundurinn hefst klukkan hálftíu að morgni. Gordon J. Reykdal, formaður verslunarráðsins og ræðismaður Íslands í Edmonton og Walter Sopher, varaformaður ráðsins og eigandi fyrirtækisins Snorri - Ice- landic Goods, gera grein fyrir störfum og stefnumálum ICCC og viðhorfum varðandi þróun við- skipta milli landanna. „Fjallað verður um samskipti landanna á breiðum grundvelli og gerð grein fyrir íslenskri bankastarfsemi, sem er í þann veginn að hefjast í Halifax,“ segir í tilkynningu. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um eflingu sam- skipta landanna á sviði viðskipta, verslunar og þjónustu. Greint frá útrás til Halifax Virðing Réttlæti F í t o n / S Í A VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS 10.000 manns geta ekki haft rangt fyrir sér Fyrirtæki ársins er árleg könnun VR á aðbúnaði og ánægju starfsfólks íslenskra fyrirtækja. Niðurstöður byggðar á svörum um 10.000 þátttakenda verða kynntar 19. maí. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.