Fréttablaðið - 10.05.2006, Síða 73

Fréttablaðið - 10.05.2006, Síða 73
������������������������������ ������ ������� ������� ���������� ���� ������������������������������ �������������������� ������������������� ���������� Hljómsveitin Ghostigital heldur tónleika á Sirkus í kvöld. Þar mun hún frumflytja nýja endurhljóð- blandaða útgáfu Hairdoctor af laginu Northern Lights af plötu Ghostigital, In Cod We Trust. Kínversk sendinefnd er stödd á landinu um þessar mundir auk þess sem franskir kvikmynda- gerðarmenn eru að gera heimild- armynd um næturlíf í Reykjavík. Munu þessir Íslandsvinir kíkja á tónleikana á Sirkus. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.30 og er frítt inn. Þórir sér um upphitun og eftir tónleikana mun Curver þeyta skífur. Tónleikarnir eru hluti af Madchesterkvöldaser- íu Sirkus. Ghostigital á Sirkus GHOSTIGITAL Dúettinn Ghostigital spilar á Sirkus í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Madonna segist vera afleit móðir. Söngkonan, sem á tvö börn, gaf þetta upp í blaðinu E! Entertain- ment og segist eiga erfitt með að sameina móðurhlutverkið og vinn- una. Madonna segist sakna barn- anna sinna þegar hún er í vinnunni en þegar hún er heima vilji hún einbeita sér að vinnunni. Einnig kemur fram í viðtalinu að dóttir hennar Lourdes sem er á níunda aldursári eigi mjög erfitt með að sætta sig við frægð móður sinnar, hún bannar henni að koma með sér á viðburði í skólanum vegna þess að hún vilji ekki að öll athyglin dragist að söngkonunni og einnig hefur Lourdes orðið fyrir áreitni í skólanum vegna þess að krakkarnir í skólanum vilji allir fá að vita hvernig það er að vera dótt- ir heimsfrægrar söngkonu. Madonna er eins og flestir vita gift kvikmyndaleikstjóranum Guy Richie og hefur skrifað tvær barnabækur. Erfitt að sameina fjölskyldu og vinnu MADONNA Á TÓNLEIKUM Ekki sést á söng- konunni síunglegu að hún sé að nálgast fimmtugsaldurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES [UMFJÖLLUN] TÓNLIST Litla hryllingsbúðin er sígildur rokksöngleikur sem hefur farið sigurför um heiminn síðan hann var frumsýndur fyrir 25 árum Söngleikurinn nýtur alltaf jafn- mikilla vinsælda hér á landi enda eru í honum mörg stórskemmti- legum lög. Nýjasta útfærslan, sem hefur gengið fyrir fullu húsi bæði á Akureyri og í Íslensku óperunni, skartar fínum söngvurum á borð við Árdísi Ólöfu Víkingsdóttur, fyrrum Idol-stjörnu, Andreu Gylfadóttur, Esther Taliu Casey og Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, auk þess sem Guðjón Davíð Karlsson kemst ágætlega frá sínu. Eftirminnilegustu lögin á þess- ari annars prýðilegu plötu voru Bísinn, Þar sem allt grær, Snögg- lega Baldur og Gemmér, þar sem Andrea Gylfa fer á kostum í hlut- verki plöntunnnar Auðar II. Einn- ig er Andrea sérlega góð bæði í Gogginum og í Svaf ekki dúr. Að auki er alltaf jafngaman að heyra Þú verður tannlæknir þó svo að lagið nái ekki sömu hæðum í meðferð Jóhannesar Hauks Jóhannessonar og þeir Laddi og Stefán Karl náðu á sínum tíma. Í þetta sinn vantar aðeins meiri kar- akter í tannlækninn. Þýðingar Megasar á verkinu í bundnu máli standa fyllilega fyrir sínu þar sem nútíma slettum er hrært á skemmtilegan hátt inn í textann. Freyr Bjarnason Góður hryllingur ÝMSIR: LITLA HRYLLINGSBÚÐIN Niðurstaða: Skemmtileg plata þar sem hópur sterkra söngvara stendur fyllilega fyrir sínu. Andrea Gylfadóttir gnæfir þó upp úr sem plantan Auður II. Axl Rose, forsprakki hljómveitar- innar Guns N´Roses, hefur lýst því yfir að platan Chinese Democracy komi út annað hvort núna í vor eða í haust. Platan hefur verið tíu ár í vinnslu og hefur Rose margoft svikið loforð síðustu árin um að gefa plötuna út. Rose sagðist í útvarpsviðtali við Sebastian Bach, fyrrverandi söngvara Skid Row, vera að fara í tónleikaferð sem hefst í New York á föstudag. Þetta er fyrsta langa viðtalið sem Rose veitir síðan hann fór í langþráða tónleikaferð Guns N´Roses árið 2002. Lauk henni mun fyrr en til stóð. „Axl leit vel út og var virkilega svalur. Það eina sem hann vildi var að engar ljósmyndir væru teknar af honum,“ sagði útvarps- maðurinn Eddie Trunk sem stjórn- aði útvarpsþættinum ásamt Bach. Guns N’Roses með nýtt efni? AXL ROSE Forsprakki Guns N´Roses segir að Chinese Democracy komi út á þessu ári. Christina Aguilera er þekkt fyrir allt annað en hefbundinn klæðnað og þrátt fyrir aukin þroska segist söngkonan ekki ætla að bæta á sig flíkum af þeirri einföldu ástæðu að hún kunni einfaldlega ekki við sig alltof mikið klædd. „Mér myndi líða eitthvað asnalega ef ég væri í fötum sem myndu hylja allan líkama minn,“ sagði söng- konan en hún hefur hneykslað margan siðprúðan samborgarar- ann með ögrandi pínupjötlum sem hylja aðeins það helgasta. Fjölgar ekki flíkunum AGUILERA Er þekkt fyrir að vilja sýna bert hold við hvert tækifæri FRÉTTABLAÐIÐ / GETTY IMAGES E N N E M M / S ÍA / N M 18 0 8 7 ER PABBI DÍLERINN ÞINN? Foreldrar og aðrir fullorðnir mega ekki kaupa áfengi handa börnum yngri en 20 ára. Það er lögbrot.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.