Fréttablaðið - 26.05.2006, Page 2

Fréttablaðið - 26.05.2006, Page 2
2 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR SVEITARFÉLÖG Vinstri græn í Kópa- vogi og í Mosfellsbæ hafa kært framkvæmd endurgreiðslu fast- eignagjalda í Mosfellsbæ og Kópa- vogi til yfirkjörstjórnar. Þau telja bæjarstjórana, sem báðir eru í kjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, fara með óleyfilegan kosningaáróður og kosningaspjöll og vísa til laga sem banna að bera á mann fé eða fríð- indi til að hafa áhrif á hvort og þá hvernig hann greiðir atkvæði. Vinstri græn segja óeðlilegt að Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjar- stjóri í Mosfellsbæ, undirriti end- urgreiðsluávísanirnar sem fast- eignaeigendum berast þar. Einnig sé óeðlilegt að Gunnar I. Birgisson riti undir bréf sem fest er við ávís- unina sem eigendur fjölbýlisíbúða fá í Kópavogi. Í yfirlýsingu frá oddvita Vinstri grænna í Kópavogi, Ólafi Þór Gunn- arssyni, segir að undirritun bréfs- ins sé sérlega ámælisverð í ljósi þess að í kosningaskrá flokks bæj- arstjórans sé talað um lækkun fast- eignagjalda sem eitt af kosninga- loforðum flokksins. Í yfirlýsingu Bjarka Bjarnason- ar, odd- vita Vinstri grænna í Mosfellsbæ, stendur að í bréfi til Mosfellinga sem fylgdi ávísuninni hafi verið kosningaáróður. Í báðum bæjarfélögunum hafði verið samþykkt sam- hljóða að lækka fasteignagjöldin og einnig að leiðrétta mismun lækkun- arinnar á gjöldum fyrir einbýli og fjölbýli í Kópavogi, sem nú er verið að greiða út. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir ekkert óeðlilegt við bréfið sem hann undirritaði og í yfirlýsingu á vef Kópavogsbæjar stendur að nauðsynlegt hafi verið að leiðrétta álagningu fasteigna- gjaldanna með þeim hætti sem gert var til að taka af öll tvímæli um lög- mæti afsláttarins: „Þetta var gert eftir ábendingu frá félagsmála- ráðuneytinu og að höfðu samráði við það.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæj- arstjóri í Mosfellsbæ, segir sér- kennilegt að vinstri græn geri athugasemd við undirritun ávísan- anna. „Ég hef á kjörtímabilinu skrifað undir æði margar ávísanir. Það er mér því hulin ráðgáta hvern- ig hægt er að líta á það sem kosn- ingaspjöll. Menn verða að hafa pínulitla þekkingu á því hvernig fyrirtækjarekstur gengur fyrir sig. Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri fyrirtækisins Mosfellsbæjar. Hann hefur fyrstu prókúru og það vald að skuldbinda sveitarfélagið að gefnu leyfi bæjarstjórnar,“ segir Ragnheiður og bætir við: „Ef þetta er ekki kosningaráróður af þeirra hálfu, þá veit ég ekki hvað þetta er.“ gag@frettabladid.is VELFERÐ UMHVERFI NÝSKÖPUN Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi 1 sæti „ Flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni.“ RAFMAGN Bónda á Austurlandi brá heldur betur í brún þegar hann fékk í hendurnar rafmagnsreikn- ing upp á 99.564 krónur í byrjun apríl og hafði reikningurinn hækk- að um 534 prósent á einum mán- uði. Í marsbyrjun hljóðaði reikn- ingurinn upp á 18.640 krónur. Að sögn Tryggva Þórs Haralds- sonar, framkvæmdastjóra fjár- málasviðs hjá RARIK, geta hækk- anir á rafmagnsverði ekki skýrt hækkunina. „Annað hvort er þetta eitthvað afbrigðilegt í notkuninni eða skekkja í mælingunni.“ Tryggvi sagði að málið yrði skoð- að og leiðrétt ef um skekkju væri að ræða. - sdg Dularfullur reikningur: Hækkaði um 534 prósent DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands dæmdi í vikunni mann til sex mán- aða fangelsis og svipti hann öku- leyfi ævilangt vegna ölvunarakst- urs en umræddur maður hefur alls fimmtán sinnum verið dæmdur fyrir sömu sök. Maðurinn hefur þrisvar áður verið sviptur ökuleyfi ævilangt og dvalið í fangelsi vegna ölvunar- aksturs en fyrsta dóminn fyrir slíkt hlaut hann árið 1968. Taldi dómur- inn með vísan til sakaferils hans að sex mánaða fangelsi að auki væri hæfileg refsing. Hæstiréttur mild- aði þar með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá október síðastliðn- um um einn mánuð en manninum var einnig gert að greiða allan sakarkostnað úr eigin vasa. - aöe Hæstiréttur Íslands: Fangelsi og svipting BANDARÍKIN, AP Fyrrverandi for- stjórar Enron-stórfyrirtækisins bandaríska, Kenneth Lay og Jef- frey Skilling, voru í gær dæmdir sekir um samsæri um verðbréfa- svik í einu stærsta hneykslismáli í sögu bandarísks viðskiptalífs. Með dómnum eru þeir Lay og Skilling gerðir höfuðábyrgir fyrir gjaldþroti Enron á árinu 2001, en það var á tímabli sjöunda stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna. Starf- semi þess var aðallega á sviði orku- viðskipta. Réttarhaldið yfir tvímenningun- um stóð í nærri fjóra mánuði og kviðdómur tók sér sex daga til að komast að niðurstöðu. Lay var fundinn sekur um öll sex ákæruatriðin og Skilling um 19 af 28 ákæruatriðum. Lay var einnig sakfelldur fyrir bankasvik og að hafa borið ljúgvitni í öðru réttar- haldi sem fjallaði um einkabanka- viðskipti hans. Dómarinn, Sim Lake, boðaði að úrskurður um refsingu yrði kveð- inn upp þann 11. september. Ára- tugalangt fangelsi liggur við þeim glæpum sem nú er búið að sakfella tvímenningana fyrir. Á þeim fjórum og hálfa ári sem rannsóknin á gjaldþroti Enron hefur staðið yfir hafa sextán af fyrrverandi yfirmönnum hjá fyrir- tækinu játað á sig sakir, þeirra á meðal Andrew Fastow sem var aðalfjármálastjóri þess, og Richard Causey, sem var aðalbókari fyrir- tækisins. Þeir eiga allir dómsupp- kvaðningu yfir höfði sér síðar á árinu, nema tveir sem þegar hafa setið af sér fangelsisdóm eða sitja enn inni. Sakfellingin er mikill sigur fyrir ákæruvaldið vestra, en réttarhald- ið var mikil prófraun á það hvort unnt væri að draga einstaka stjórn- endur fyrirtækis á borð við Enron til ábyrgðar fyrir bókhaldsbrellur og svik af því tagi sem drógu Enron í þrot, en gjaldþrotið olli miklum skakkaföllum í kauphöllum Banda- ríkjanna. - aa ÆTLAR AÐ ÁFRÝJA Jeffrey Skilling hætti sér út í fréttamannaþvöguna fyrir utan dómhúsið í Houston eftir að dómurinn féll í gær. Lay gerði það ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Einu umfangsmesta viðskiptaglæparéttarhaldi vestanhafs að ljúka: Forstjórar Enron sakfelldir SPURNING DAGSINS Karl, er þetta hinn fullkomni glæpur? „Þetta er ekki hinn fullkomni glæpur en þetta er vissulega pínlegt.“ Mannsins, sem stal handjárnum og stækkunargleri á sýningunni Myrkraverk og misindismenn í Þjóðarbókhlöðunni fyrr í vikunni, er enn leitað af lögreglu. Karl Steinar Valsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. Kosningatitringur í Kópavogi og Mosfellsbæ Vinstri græn eru ósátt við vinnubrögð Gunnars I. Birgissonar og Ragnheiðar Ríkharðsdóttur við endur- greiðslu fasteignagjalda nokkrum dögum fyrir kosningar. Þeir hafa beðið yfirkjörstjórn að athuga hvort vinnubrögðin flokkist sem óleyfilegur kosningaáróður og -spjöll. Bæjarstjórarnir segja vinnubrögðin eðlileg. RAGNHEIÐUR RÍKHARSDÓTTIR Bæjarstjóri Mosfellsbæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI GUNNAR I. BIRGISSON Bæjarstjóri Kópa- vogsbæjar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ENDURGREIÐSLA FAST- EIGNAGJALDA Gagnrýnt er að Ragnheið- ur Ríkharðsdóttir, bæjar- stjóri í Mosfellsbæ, skuli rita undir endurgreiðslu- ávísanir. Hún segir það fullkomlega eðlilegt. Hún hafi ritað undir æði margar ávísanir á kjörtímabilinu og aldrei hafi verið kvartað yfir því fyrr. PÓLLAND, AP Benedikt XIV páfi fékk hlýjar móttökur í Varsjá í gær, við upphaf opinberrar heimsóknar hans til heimalands fyrirrennara síns í embætti, Jóhannesar Páls II páfa. Páfi, sem er þýskur að uppruna, lýsti því yfir að hann vildi leggja sitt af mörkum til að græða þau sár sem hin „hörmulega kúgunarstjórn“ þýskra nasista olli. Hann sagðist ætla að halda í heiðri markmið fyr- irrennara síns - að stuðla að sáttum Pólverja og Þjóðverja og að efla tengsl kirkjunnar við gyðinga. - aa Páfi í Póllandi: Vill græða sár fortíðarinnar PÁFI OG PÓLLANDSFORSETI Benedikt XIV páfi og Lech Kaczynski Póllandsforseti í Varsjá í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Jón Atli Kristjánsson, formaður yfir- kjörstjórnar í Kópavogi, segir bréfið frá Gunnari I. Birgissyni og ávísun endurgreiðslu bæjarins til eigenda fjölbýlisíbúða ekki brjóta í bága við kosningalög. Bærinn hafi farið að tilmælum félagsmálaráðuneytisins. „Þetta gerir bærinn og virðist gera innan þeirra tímamarka sem eðlilegt verður að teljast, þannig að við sjáum ekki annað en að þetta séu eðlilegar embættisfærslur innan bæj- arins,“ sagði Jón Atli við Sjónvarpið í gær. Um tímasetningu endurgreiðsl- unnar sagði Jón að mætti deila um. Ekki náðist í yfirkjörstjórn Mosfells- bæjar. - gag Yfirkjörstjórn Kópavogs: Ekkert athuga- vert við bréfið VARNARMÁL Á vorfundi Natóþings- ins, sem hefst í dag og lýkur á þriðjudaginn, verður staða varnar- mála á Íslandi meðal umræðuefna. Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, og Össur Skarphéðinsson, þingmaður Sam- fylkingarinnar, verða fulltrúar Íslands á fundinum. Að sögn Magnúsar hefur upp- lýsingum um stöðu varnarmála hér verið komið á framfæri til full- trúa annarra Natóþjóða í aðdrag- anda fundarins. Magnús gerir ráð fyrir að umræður sem snúa að Íslandi muni fara fram á sunnu- daginn og þá munu hann og Össur upplýsa nánar um stöðu mála. „Staða varnarmála á Íslandi nú hefur ekki verið rædd á þessum vettvangi áður þó að upplýsingum hafi verið komið á framfæri við framkvæmdastjóra Nató og fleiri,“ sagði Magnús. Aðspurður hvaða áherslur verði lagt upp með sagði Magnús að markmiðið væri fyrst og fremst að gera grein fyrir stöð- unni, það að Bandaríkjamenn séu að fara og óljóst hvert framhaldið verður. „Bandarískir þingmenn verða viðstaddir umræðurnar og við búumst við viðbrögðum frá þeim. En það verða engar ákvarðanir teknar á þessum fundi.“ - sdg Tveir íslenskir þingmenn sækja vorfund Natóþingsins í París: Staða varnamálanna rædd VARNARLIÐSMENN Á KEFLAVÍKURFLUG- VELLI Þingmenn annarra Natóþjóða verða upplýstir um stöðu varnarmála á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ATLI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.