Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.05.2006, Blaðsíða 8
8 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR X E IN N A N 06 05 005 ��������������������������������������������������������������������� ������������� ������������ �������������� ���� ������������������������������������������������������������������ ���� ����� ����� � ��� ��� �� �������������� ��� �������������� ����� DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvar- lega líkamsárás á fyrrverandi sambýliskonu sína. Maðurinn sló konuna margsinnis í höfuðið með felgulykli en ekki þótti sannað að maðurinn hefði ætlað að bana kon- unni og því var fimm og hálfs árs fangelsisdómur Héraðsdóms mild- aður um þrjú ár. Árásin varð á heimili konunnar morguninn 28. ágúst í fyrra. Að sögn konunnar fékk hún þungt höfuðhögg án þess að hafa orðið vör við mannaferðir á heimili sínu. Þegar hún leit við sá hún fyrrver- andi sambýlismann sinn sem síðan barði hana ítrekað í höfuðið með felgulykli. Konan missti ekki með- vitund, fékk engin einkenni heila- hristings og höfuðkúpa hennar skaddaðist ekki. Þó segir í læknis- vottorði að mikið afl hafi verið notað og mikil mildi sé að ekki hafi farið verr. Maðurinn var dæmdur fyrir morðtilraun í Héraðsdómi Vesturlands. Maðurinn neitaði ekki verknað- inum en bar við minnisleysi. Hann sagðist jafnframt ekki hafa ætlað að bana konunni. Fátt er vitað um tildrög málsins annað en að mað- urinn hafði séð konuna á gangi með öðrum manni nóttina fyrir árásina og orðið sjúklega afbrýði- samur, að því er geðrannsókn hermir. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri sannað að maðurinn hefði ætlað að verða konunni að bana. Felgulykillinn hefði ekki verið eggvopn, né af teljandi þyngd og ekki lægju fyrir sérfræðileg gögn um hættuna sem árás með hann að vopni gæti leitt af sér. Ekki þóttu heldur liggja fyrir nægar upplýsingar um aðstæður á vettvangi. Það var einnig ósannað að maðurinn hefði haft í hótunum við konuna eða að um ásetning hefði verið að ræða. Dómurinn var því mildaður úr morðtilraun í líkamsárás. Gæsluvarðhald fá 31. ágúst dregst frá refsingu og maðurinn er dæmdur til að greiða konunni 700.000 krónur í bætur. Mál dæmdu hæstaréttardómararnir Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Hjördís Hákonardóttir, Hrafn Bragason og Markús Sigur- björnsson. stigur@frettabladid.is Sló konu ítrekað í höfuð með felgulykli Hæstiréttur hefur mildað dóm yfir manni sem sló fyrrverandi sambýliskonu sína margsinnis í höfuðið með felgulykli. Ekki þótti sannað að um morðtilraun hefði verið að ræða og því var dómurinn mildaður úr 5 og hálfs árs fangelsi í 2 og hálft. HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri sannað að maðurinn hefði ætlað að verða konunni að bana. VEISTU SVARIÐ 1 Hvað nefnist flugstöðin í Tyrklandi þar sem eldsvoði varð í fyrradag? 2 Hvaða íþróttafélag fær hæsta styrkinn frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur? 3 Hvað heitir sóknarleikmaður Feyen-oord sem eftirsóttur er af enskum fótboltaliðum? SVÖRIN ERU Á BLS. 62 LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykja- vík hafði afskipti af alls tólf ein- staklingum í miðbæ borgarinnar í fyrrinótt vegna fíkniefnabrota en níu þeirra héldu til og neyttu efn- anna á einum og sama skemmti- staðnum. Var í öllum tilfellum um lítið magn að ræða til einkaneyslu og var enginn handtekinn eða yfir- heyrður vegna þessa heldur málin gerð upp á staðnum. Fara yfir- heyrslur fram síðar ef tilefni er talið til en lögum samkvæmt varða brot sem þessi sektum og eða fangelsi í allt að sex ár. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, vill ekki gefa upp nafn umrædds staðar enda heimili reglur lögreglunnar það einfald- lega ekki. Erill var mikill hjá lögreglu að öðru leyti vegna slagsmála og almennrar ölvunar. Talsvert var um veislur í heimahúsum og þurfti lögregla að bregðast við mörgum kvörtunum vegna hávaða. - aöe 101 REYKJAVÍK Mörg fíkniefnamál komu upp í rassíu lögreglunnar á nokkrum skemmtistöðum aðfaranótt fimmtudags. Enginn var handtekinn.FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í fyrrinótt: Tólf teknir með fíkniefni RÚSSLAND, AP Orkuöryggi og upp- færsla nærri áratugar gamals samstarfssamnings Rússlands og Evrópusambandsins voru efst á dagskrá viðræðna Vladimírs Pútín Rússlandsforseta og æðstu for- svarsmanna Evrópusambandsins í gær. Auk þess var undirritaður nýr samningur um vegabréfaárit- anir, en hans hafði lengi verið beðið. Wolfgang Schüssel, kanslari Austurríkis sem nú gegnir for- mennskunni í ESB, Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, og Javier Solana, æðsti talsmaður ESB í utanríkis- og öryggismálum, ræddu fyrir hönd ESB við Pútín í Svartahafs- strandbænum Sochi. „Eftir því sem árin hafa liðið hefur samstarf okkar orðið æ nán- ara og árangursríkara,“ sagði Pútín við upphaf viðræðnanna. Schüssel talaði um að tengsl ESB og Rússlands hefðu „batnað að gæðum“. En þessi jákvæðu orð megnuðu ekki að breiða yfir deilurnar um orkumál sem skyggt hafa á tengsl- in síðan í janúar, þegar miklar truflanir urðu á jarðgasflutning- um frá Rússlandi til ESB-landa vegna deilna Rússa og Úkraínu- manna um gasviðskipti. - aa SEMJA Í SOCHI Wolfgang Schüssel, Vladimír Pútín og Jose Manuel Barroso slá á létta strengi á fundinum í Sochi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Viðræður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og æðstu forsvarsmanna Evrópusambandsins: Nýr samningur um vegabréfaáritanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.