Fréttablaðið - 26.05.2006, Qupperneq 20
20 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR
Sx Kraftmiklar forystukonur!Tryggjum þeim áhrif í bæjarstjórn Árborgar
�������������������
�������������������� �����
�����������������������
�
�� ���������������������
���������������
�
��������������������������������
��� ���������������
�
�� �������������������������������
�
�� ���������������������������
�
�� ���������������������������
�� �������������������������������
�� �������������������� �����
�������
��������������������
�������
����������� ��������������
�������
������������
������������
��������
���������� �������
UNGLINGAR Landsbankinn veitti í
fyrradag verðlaun í Raunveruleik
fyrirtækisins en þátttakendur voru
nemendur í 10. bekk grunnskól-
anna. Sigurvegarinn í einstaklings-
keppni kemur úr Valhúsaskóla og
heitir Erla Filipía Haraldsdóttir en
Tjarnarskóli vann bekkjarkeppn-
ina.
Leikurinn er gagnvirkur vef-
leikur en höfundur hans er Ómar
Örn Magnússon kennari í Haga-
skóla. Leikurinn var notaður í
vetur í lífsleiknitímum í tíunda
bekk en honum er ætlað að auka
ábyrgð nemendanna á meðferð
fjármuna og fræða þau um neyt-
endamál.
Alls tóku 1.500 nemendur úr 53
skólum þátt í leiknum, sem gengur
út á það að læra að komast af í
raunveruleikanum. Þátttakendur
þurfa að ákveða hversu mikið þeir
vilja eyða í helstu nauðsynjar og
hvaða menntun þeir vilja sækja.
Markmiðið er að nemendur læri að
taka mikilvægar ákvarðanir og
læri af mistökum sínum. - gþg
Úrslit í Raunveruleik Landsbankans:
Erla Filipía bar sigur úr býtum
GLÖÐ Í BRAGÐI Sigurvegarinn ásamt móður sinni, höfundi leiksins og umsjónarkennara
sínum eftir afhendinguna.
MEIRA, MEIRA Þeir voru svangir, þessir
þrastarungar sem ljósmyndari festi á filmu í
Alabama í Bandaríkjunum fyrr í vikunni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
BANDARÍKIN, AP Þótt repúblikanar
og demókratar á Bandaríkjaþingi
séu sjaldnast á einu máli, þá
standa þeir þétt saman um að
mótmæla lögreglurannsókn sem
fram fór á skrifstofu þingmanns-
ins Williams Jefferson um síð-
ustu helgi.
Þingmennirnir telja aðfarir
lögreglunnar brjóta í bága við
stjórnarskrá Bandaríkjanna og
krefjast þess að gögnum sem
bandaríska alríkislögreglan gerði
upptæk á skrifstofu þingmanns-
ins verði skilað.
Hið meinta stjórnarskrárbrot
felst í því að rannsókn á vegum
dómsmálaráðuneytisins beinist
að þinginu, sem samkvæmt
stjórnarskránni er algerlega
aðskilið frá framkvæmdavald-
inu.
„Við teljum að þessum gögn-
um eigi að skila,“ sagði Dennis
Hastert, forseti neðri deildar
þingsins. Hann bætti því við að
lögreglumennirnir, sem stóðu að
rannsókninni um helgina, ættu
ekki að taka neinn þátt í frekari
rannsókn málsins.
Jefferson er repúblikani frá
New Orleans, sem grunur leikur
á um að hafi ætlað sér að greiða
hátt settum nígerískum embætt-
ismönnum mútur til þess að
greiða fyrir viðskiptasamning-
um. Féð fannst á heimili Jeffer-
sons, en hann neitar að hafa gert
nokkuð rangt.
- gb
WILLIAM JEFFERSON Hann er grunaður um að hafa ætlað að greiða nígerískum embættis-
mönnum mútur. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Repúblikanar og demókratar á Bandaríkjaþingi:
Lögreglurannsókn
harðlega mótmælt
BRETLAND Nýr þúsund milljóna króna
kynlífsskemmtigarður verður opn-
aður í London í haust. Þetta kemur
fram á fréttavef breska ríkisút-
varpsins, BBC.
Engar rússíbanaferðir verða í
boði í 975 fermetra stórum garðin-
um, en hins vegar verða þar silíkon-
módel af hinum ýmsu líkamshlut-
um sem gestir geta þuklað og
þreifað á. Átján ára aldurstakmark
er í garðinn og mun aðgangseyrir
verða rúmar 2.000 krónur. - smk
Kynlífssafn í London:
Ætlað að búa til
betri elskhuga
KYNLÍF TIL SÝNIS Nýr skemmtigarður sem
hefur kynlíf í brennidepli verður opnaður í
London í haust. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Yfirstýrimaður á skut-
togara var á mánudag sýknaður í
Héraðsdómi Suðurlands af ákæru
fyrir brot á siglinga- og sjómanna-
lögum.
Stýrmaðurinn sofnaði við stjórn
togarans, sem síðan strandaði á
Faxaskeri við Vestmannaeyjar í
maí í fyrra. Maðurinn var haldinn
sjúkdómi, dúraveiki og dáslekju,
sem lýsir sér þannig að sjúkling-
urinn getur sofnað fyrirvaralaust.
Maðurinn var sakaður um
óvarkárni eða vanrækslu en þar
sem hann vissi ekki að hann væri
haldinn umræddum sjúkdómi var
hann sýknaður af ákærunni.
- sh
Stýrimaður sofnaði undir stýri:
Sýkna vegna
svefnsjúkdóms