Fréttablaðið - 26.05.2006, Síða 22

Fréttablaðið - 26.05.2006, Síða 22
 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR22 nær og fjær „ORÐRÉTT“ Alþingismenn hafa stofnað með sér skákfélagið Ref- skák. Halldór Blöndal er forseti félagsins og ákveður það sem máli skiptir. Vara- foreti ákveður annað. „Þetta hefur lengi staðið til og nú létum við loksins verða af þessu,“ segir Halldór Blöndal um hið nýstofnaða skákfélag alþingis- manna. Stofnendur eru á þriðja tuginn og geta bæði sitjandi og fyrrverandi alþingismenn gengið í félagið. Eitt skilyrði er fyrir aðild, að kunna mannganginn. Halldór Blöndal var kjörinn fyrsti forseti Refskákar, Einar Már Sigurðarson varaforseti og Guðlaugur Þór Þórðarson með- stjórnandi. Var kosning þeirra, sem og lög félagsins, samþykkt með lófaklappi á sovéska vísu á stofnfundinum. Alþingi hefur ávallt státað af sterkum skákmönnum og hefur tafláhugi alþingismanna verið á margra vitorði og hafa margsinnis birst myndir af þingmönnum í þungum þönkum yfir stöðunni á reitunum 64. Halldór segir að raunar virðist skákáhuginn í þing- inu með minna móti núna og verði taflmennskunni því komið í fast form með haustinu. Um leið og það gefi mönnum tilefni til að tefla fái fyrrverandi þingmenn tæki- færi til að hittast. Eins og gengur eru þingmenn- irnir misgóðir við skákborðið en Halldór forseti hyggur að Gunnar I. Birgisson sé þeirra sterkastur. Af öðrum góðum og/eða áhuga- sömum nefnir hann Geir Haarde, Guðna Ágústsson, Össur Skarp- héðinsson, Lúðvík Bergvinsson og svo vitaskuld meðstjórnendur sína, Einar Má og Guðlaug Þór. Af liðtækum fyrrverandi þingmönn- um nefnir hann Guðmund G. Þór- arinsson, Guðjón Guðmundsson og Pálma Jónsson. Halldór forseti segir oft tekist á af hörku við skákborðin í þing- inu en þar eru jafnan tefldar hrað- skákir og hamagangurinn eftir því. bjorn@frettabladid.is 2 sæti EIN BRÖNDÓTT Forseti og meðstjórnandi Refskákar taka eina stutta í húsakynnum Alþingis. Refskák á þingi að und- irlagi Halldórs Blöndal FORSETI REFSKÁKAR Halldór Blöndal var kjörinn forseti skákfélags þingmanna með sovéskum hætti á nýafstöðnum stofnfundi. Lög félags- ins kveða skýrt á um það að forseti geti ráðið því sem hann vill ráða. Þingmenn eru almennt sammála um að Halldór sé vel að embættinu kominn og treysta honum fyllilega til að fara vel með vald sitt.FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÚR LÖGUM REFSKÁKAR * Stjórn félagsins skal kosin á aðalfundi sem haldinn skal árlega eða sjaldnar ef forseti er vant við látinn. * Í stjórn félagsins skulu sitja þrír menn, for- seti, varaforseti og meðstjórnandi sem sinnir því sem hinir gera ekki. * Forseti, eða sá sem hann tilnefnir hverju sinni, stýrir öllum samkomum félagsins og ákveður þar allt sem máli skiptir. * Varaforseti ákveður allt sem ekki skiptir máli. * Lög þessi hafa fyrir löngu öðlast gildi. Í ljósi veðráttunnar sem ríkt hefur á landinu síðustu daga hvetur Fugla- vernd fólk til að gefa fuglum að éta. Hretið hefur komið illa niður á far- fuglunum sem voru í varphugleiðingum og sumir fuglar hafa í raun hafið varp. Spörfuglarnir líða skort þar sem erfitt er að finna fæðu í snjónum og skor- dýr og ánamaðkar eru torfundin í kuldatíð með snjóalögum. Þúfutittlingar, steindeplar, maríuerlur, skógarþrestir, hrossagaukar og spóar svelta vegna fæðuskorts, segir í tilkynningu frá Fuglavernd. Fuglunum má hjálpa með fóðurgjöfum, gott er að gefa fuglunum brauð- mola og haframjöl vætt með matarolíu. Einnig er stungið upp á smátt skorinni fitu og tólg og jafnvel má gefa þeim hakkað kjöt. Við sveitabæi finna fuglarnir mikla fæðu í moði sem tekið hefur úr útihúsum. Með því að gefa fuglunum björgum við mörgum þeirra frá hungurdauða þar til tíð batnar, segir í tilkynningunni. Munum eftir fuglunum SKJALDBÖKURNAR SKRÍÐA AF STAÐ Þær komast sinn veg þó hægt fari blessaðar skjald- bökurnar. Á dögunum var haldin hátíð í Bandaríkjunum til að vekja athygli á skjaldbökum í útrýmingarhættu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Gaman er greinilega afstætt hugtak „Það er gaman að vera ung- ur framsóknarmaður í dag.“ JAKOB HRAFNSSON, FORMAÐUR SAMBANDS UNGRA FRAMSÓKNAR- MANNA, Í GREIN Í FRÉTTABLAÐINU. Hverjum kemur þetta við? „Ég treysti Degi B. Eggerts- syni best til að gegna emb- ætti borgarstjóra í Reykjavík nú að loknum kosningum.“ ÞÓRÓLFUR ÁRNASON, FORSTJÓRI SKÝRR, Í YFIRLÝSINGU Í MORGUN- BLAÐINU. „Það er allt hið besta að frétta,“ segir Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkjunni í Reykjavík, sem er nýkominn frá því að ferma þegar blaðamaður slær á þráðinn. „Á laugardaginn er ég að fara að halda útskriftar- veislu fyrir son minn sem var að útskrifast sem stúdent úr Verslunarskóla Íslands.“ Hjörtur Magni segist hafa þurft að ýta frá nokkuð mörgum brúðkaupum til að geta haldið útskriftarveisluna enda annasamur tími að hefjast í hjónavígslum. „Ég er bókaður meira og minna allar helgar fram að haustinu 2007 og sumar helgarnar eru allt að sjö athafnir. Þannig að maður er stundum á hlaupum.“ Hjörtur Magni hefur tekið eina helgi frá í sumar til að fara til Frakklands þar sem hann mun gefa saman par sem tengist söfnuðinum. „Ég var beðinn um að gifta fólk í einu fallegasta vínræktarhéraði Frakklands. Mér og konu minni var boðið þangað yfir þessa helgi og þetta verður mjög ánægjulegt.“ Hjörtur Magni segir allan gang á því hvar fólk vill láta gifta sig. „Það er bæði í Fríkirkjunni í Reykjavík og öðrum kirkjum. Einnig kemur það fyrir að fólk vill láta gifta sig heima hjá sér eða jafnvel úti í náttúrunni í góðu veðri sem mér finnst mjög við hæfi enda er náttúran helg. En mestmegnis er þetta inni í kirkjum og þá helst Fríkirkjunni enda er hún sú fallegasta.“ Hjörtur segir einnig misjafnt hve mik- inn fyrirvara fólk hefur á giftingum. „Til dæmis gaf ég fólk saman um seinustu helgi og það var tveggja daga fyrirvari á vígslunni. En þetta var samt mjög dýrmæt og helg stund.“ Í kirkjustarfinu gengur allt með miklum blóma að sögn Hjartar Magna. „Það hefur fjölgað um á þriðja hundrað manns í söfnuði Fríkirkjunnar í Reykjavík það sem af er þessu ári. Og í fyrra var fjölgunin um fjögur hundruð manns.“ Í dag eru yfir sjö þúsund manns í söfnuði Fríkirkj- unnar í Reykjavík. HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? HJÖRTUR MAGNI JÓHANNSSON PRESTUR FRÍKIRKJUNNAR Í REYKJAVÍK Á hlaupum í hjónavígslum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.