Fréttablaðið


Fréttablaðið - 26.05.2006, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 26.05.2006, Qupperneq 26
 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR26 fólkið í landinu STAÐURINN TÖLUR OG STAÐREYNDIR Íbúafjöldi í desember 2005: 1.376 Íbúafjöldi í desember 1991: 1.076 Sveitarstjóri: Sigurður Jónsson Skólar: Grunnskólinn Gerðaskóli, Leikskólinn Gefnarborg, Tónlistarskólinn í Garði, Sveitarfélögin fimm á Suðurnesj- um reka saman Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Helstu atvinnurekendur: Nesfiskur, Útgerðin Gunnar Hámundarson, Fiskverkunin H. Pétursson, Fiskverkunin Von, Öldrunarheimilið Garðvangur, Samkaup. Vegalengd frá Reykjavík: 56 kílómetrar Garður Það er af sem áður var þegar dálknum, eða hrygglengjunni, var fleygt eftir að búið var að flaka fiskinn. Nú er allur fiskurinn nýttur og þegar aðgerð er lokið í fiskvinnslu Nesfisks er dálkum og hausum af ufsa og þorski ekið í þurrkhús. Þar í móttöku- salnum er þessu svo raðað á rekka sem síðan eru settir í sérstaka þurrkklefa. Um 20 manns vinna í þurrkhúsinu og eru flestir þeirra útlendir. „Þetta er allt saman sent til Nígeríu,“ segir Arnbjörn Eiríksson verkstjóri meðan hann handleikur einn þurrkaðan dálk. „Þar þykir þetta algjör herramannsmatur sem þetta er í raun hvar sem er. Þetta bragðast bara eins og harðfiskur. Ég klíp jafnvel af þessi flís og flís til að gæða mér á.“ Um sex þúsund tonn af hráefni koma til vinnslu í þurrkhúsið en aðeins um eitt þúsund tonn verða eftir sem fullunnin vara. Arnbjörn var í óða önn að koma nýrri fram- leiðslulínu í gang en enn sem komið er þarf að handvigta fiskinn við pökkun. En brátt verður þetta allt saman sjálfvirkt. Um 250 manns vinna hjá Nesfiski en þar eru unnin um 10 þúsund tonn af afurðum á ári. Fyrir- tækið gerir út tvo togara og landa þeir í Sandgerði. Stærsta vinnslustöð fyrirtækisins er við litlu höfnina í Garði. Sjö fiskverkanir eru í Garði en Sigurður Jónsson bæjarstjóri segir að Garðbúar muni í auknum mæli reyna að freista gæfunnar í ferðaiðnaðnum. Til dæmis eru uppi hugmyndir um að koma upp fuglasetri en fjöldi ferðamanna vill koma að skoða fuglalífið á nesinu. Auk þess gætu fræðimenn haft þar aðstöðu til rannsókna. ATVINNUREKANDINN: ÞURRKHÚS NESFISKS Þurrt góðgæti fyrir Nígeríumarkað ARNBJÖRN EIRÍKSSON VERKSTJÓRI MEÐ EINN ÞURRAN Hann er ekki álitlegur þurrkaði dálkurinn sem Arnbjörn segist oft gæða sér á. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Það er heiðskírt og bjart þegar Jón Sigurður Eyjólfs- son kemur akandi útá Garð- skaga. Fyrir utan hann má sjá togara sigla til hafnar við Faxaflóann því hafið er ólgandi og vindur svo hvass að vegfarendur standa vart á fótunum. Garður er að mörgu leyti ólíkur öðrum bæjum. Þetta er mikill útgerðar- og sjávarútvegsbær þó ekki sé þar höfn svo heitið geti, aðeins hafnartittur eins og menn kalla hana enda er hún sárasjaldan notuð. Togararnir tveir frá Garði landa hins vegar í Sandgerði sem er aðeins nokkrum kílómetrum frá. Eins er byggðin nokkuð dreifð. Sennilega vegna þess að hver vörin var við aðra á strandlengjunni hér áður og því dreifðust bæirnir með- fram ströndinni og eins þurftu þess- ir sjávarbændur mikið landsvæði því þeir stunduðu landbúnað og sjávarútveg jöfnum höndum. Nú er þó að myndast myndarlegur bæjar- kjarni í Garði. Blaðamaður leggur leið sína í gegnum bæinn og út að Garðskaga- vita en þar hefur Ásgeir Hjálmars- son komið upp miklu byggðasafni. Jarðskjálftavélin „Má ekki bjóða þér inn í fjósið,“ segir Ásgeir en áður var fjós og hlaða þar sem nú er stór hluti byggðasafnsins. „Ég byrjaði ein- hverra hluta vegna að sanka að mér gömlum hlutum um 1980 og svo var húsið mitt orðið kjaftfullt þótt það væri um 200 fermetrar. En þá fékk ég þetta húsnæði árið 1994 og opnaði safnið árið eftir.“ Það kennir ýmissa grasa á safn- inu og Ásgeir staldrar við hjá gam- alli bílvél. „Þetta er fyrsta bifreið- adíselvélin sem kom til landsins en það var Ingimundur Guðjóns- son sem keypti bílinn árið 1934,“ segir Ásgeir og nú er andinn kom- inn yfir safnjöfurinn. „Sjálfur keyrði Ingimundur bílinn ekki neitt, hann var ekki einu sinni með próf en synir hans keyrðu hann mikið. En þessi sögulega vél hefur aldrei farið úr Garðinum. Reynd- ar var bílnum lagt árið 1947 og vélin fór ekki í gang eftir það fyrr en árið 2000, en Guðni sonur Ingi- mundar tók hana þá í gegn. Menn skildu svo ekkert í því hvað hún fór að hristast skelfilega eftir að hún fór í gang en þá vildi svo til að jarðskjálfti skók hér suðurhluta landsins samtímis. Þannig að menn sjá það hvaða afleiðingar það getur haft að koma þessum gömlu vélum í gang,“ segir hann og hlær við. Guðni, sem er tengdafaðir Ásgeirs, er hin mesta hamhleypa til verka þótt hann sé 83 ára gam- all. Hann hefur gangsett 58 vélar safnsins og nokkrar vélar til við- bótar sem hann hefur gert upp bíða eftir sínum stað á safninu. Einungis tvær vélar sem eru á safninu eru ekki gangfærar. Dreifð þorpssál Til þess að komast í snertingu við þorpssálina hefur það oft reynst mönnum vel að koma við í söluskál- anum. En þar sem Reykjanesið allt er eitt atvinnusvæði fór blaðamaður flatt á þessu bragði. „Ég hef ekki hugmynd um hvar Nesfiskur er,“ segir afgreiðslustúlkan þegar hún er spurð hvar eitt mesta fyrirtæki bæjarins sé. „Ég er frá Keflavík og þekki ekkert alltof vel til hérna,“ bætir hún við. Hreiðar Einarsson, starfsmaður í Nesfiski er hins vegar öllum hnút- um kunnugur í Garði en hann keyrir daglega til vinnu frá Hafnarfirði þar sem hann býr. „Ég hef gert þetta heillengi,“ segir hann þar sem hann var gómaður á netaverkstæði Nes- fisks. „Konan vinnur á Vellinum og hefur gert það í 20 ár svo við förum þetta saman á morgnana. Reyndar verða breytingar á hennar högum enda búið að segja henni upp þar sem varnarliðið er á förum eins og alþjóð veit. En ég verð hérna áfram.“ Eflaust yrði þó konan ekki ánægð með að vita hvernig Hreiðar og koll- egar hans skreyta kaffistofuna á Netaverkstæðinu en þar ber að líta fjölmargar léttklæddar konur. Heimsþorpið við Garðskaga Samfélagið og bæjarmyndin er óðum að breytast í Garði. Það fjölgar í bænum, byggðin þéttist, bæjarbúar sækja vinnu um allt Reykjanes og jafnvel til Reykja- víkur og þaðan koma nokkrir starfsmenn í Garð. Svo fjölgar útlendingum mikið. Blaðamaður þræddi fiskverkanir bæjarins og gaf sér góðan tíma í þurrkhúsi Netfisks enda var þar margt góðra manna. Til dæmis voru Rachida Elgach, Silwia Lawreszuk og Bozena Walendzik að vigta þurrk- aða ufsahryggi en þær gátu vel spjallað meðan þær unnu verk sín. „Ég er frá Marokkó og hef verið hér í 6 ár,“ segir Rachida. „Ég kom hing- að með þáverandi manni mínum sem er landi minn en svo skildum við og hann er farinn en ég fer hvergi og er nú komin með íslensk- an mann. Ég kann rosalega vel við mig hér í Garði.“ Sá böggull fylgir þó skammrifi að hún er eini Mar- okkóbúinn í Garði og því gerir hún sér oft ferð til Reykjavíkur að hitta landa sína og vini. Silwia og Bozena eru hins vegar umvafðar löndum sínum en fjöl- margir Pólverjar eru búsettir í Garði. En litla heimsþorpið Garður breytist einnig ásýndar því nú er verið að byggja verslunarmiðstöð í miðju bæjarins. Þar munu Samkaup, Sparisjóðurinn, heilsugæslan, bóka- safnið, upplýsingamiðstöðin og bæj- arskrifstofurnar vera undir einu þaki. Garðbúar eru ekkert á því að það sé oftast hvasst í Garði en segja þó að norðanáttin sé hrikaleg þegar hún láti á sér kræla líkt og hún gerði þennan dag. En hvað sem því líður þá er létt yfir Garðbúum svo það fýkur ekki í neinn þótt hann standi þar í rokinu. BOZENA, SILWIA OG RACHIDA Þessar fjörugu konur kunna vel við sig í Garðinum og eiga í engum vandræðum með að spjalla meðan þær vinna. Eitthvað sem sagt er að karlmenn eigi erfiðara með. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR HREIÐAR Í FÖNGULEGUM FÉLAGSSKAP Á KAFFISTOFUNNI Kaffistofan á Netaverk- stæði Nesfisks er mikið skreytt en eins og geta má sér til halda aðeins karlar til þar. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Bryggjulausi útgerðararbærinn ÁSGEIR HJÁLMARSSON Í SÍMANUM Það kennir ýmissa grasa á byggðasafninu. Ásgeir segir að þessi gamli sími myndi spara útgjöldin hjá mörgum en símtólið er þungt og því aðeins á færi fílefldra manna að vera lengi í símanum. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.