Fréttablaðið - 26.05.2006, Síða 31
FÖSTUDAGUR 26. maí 2006 31
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
3
28
64
05
/2
00
6
Jamis Dakar
Stell: 7005 álstell, m/ 2 ára ábyrgð.
Bremsur: TekTro diskabremsur m/vír.
Gírskiptir: Shimano Deore, 24 gíra.
Framdempari: Manitou Splice Comp, 100 mm slaglengd.
Stillanlegt bakslag og stífleiki.
Afturdempari: Fox Vanilla gormadempari m/ 90 mm slaglengd.
Helstu kostir: Það er unun að hjóla á þessu hjóli í hvaða landslagi sem er.
Dempararnir eru stillanlegir eftir aðstæðum og lætur hjólið
einstaklega vel að stjórn, enda hlaut það verðlaun í flokki
fjallhjóla í Ameríku nýverið sem fjallahjól ársins undir
1000 dollurum hjá Bicycling Magazine.
Verð: 89.990 kr.
Jamis Cross Country 1.0
Stell: 6061 álstell, m/ eilífðarábyrgð.
Bremsur: TekTro V-bremsur.
Gírskiptir: Shimano Acera, 24 gíra.
Dempari: SR Suntour gorma dempari 50 mm slaglengd
og stillanlegur stífleiki.
Helstu kostir: Frábært alhliða fjallahjól.
Hvort sem farið er í lengri ferðir um bratta stíga eða mjóar
gönguleiðir þá býr Cross Country fjallahjólið yfir styrk
og hönnun til að koma þér á leiðarenda.
Svo er auðvitað lítið mál að skjótast á því út í sjoppu.
Verð: 32.990 kr.
Jamis Explorer 2.0
Stell: 6061 álstell, m/ eilífðarábyrgð.
Bremsur: TekTro V-bremsur.
Gírskiptir: Shimano Acera, 21 gíra.
Dempari: SR Suntour M3070.
Einnig dempari í sætispósti fyrir aukin þægindi.
Helstu kostir: Fínmynstruð dekk henta vel innanbæjar en halda nægri
breidd til að þau nýtist á malarvegunum uppí sumarbústað.
Breiður hnakkur, dempari í sætispósti og hátt stillanlegt
stýri fyrir upprétta setstöðu.
Tilheyrir Street/Comfort línunni hjá Jamis.
Sumartilboð: 29.990 kr. verð áður 32.990 kr.
HJÓLAÐU INN Í SUMARIÐ
HJÓL
ÁRSIN
S
2006
Sjálfstæðisflokknum hlýtur að
vera ansi heitt í sauðagærunni
sem hann dró yfir sig fyrir
nokkrum vikum síðan. Nú storma
hægri mennirnir fram sem rós-
rauðir stórkratar sem allt vilja
fyrir lítilmagnann gera. Bara að
nefna það. Allt nema kannski lofa
betra veðri, enda erfitt að lofa
því í vor fræsingnum sem geysar
nú um land allt.
Hvar þessi rósrauða hjörð
íhaldsmanna var þar til korteri
fyrir kosningar er erfitt að segja.
Hvernig stendur þá á blindri
hægri stefnunni sem rekin er í
ríkisstjórn á vegum íhaldsins?
Þar eru lækkaðir skattar á
hátekjufólkið og einkavætt af
meira kappi en forsjá. Nei, þeir
einfaldlega selja betur í krata-
gærunni þessa dagana.
Íhaldið verður hinsvegar fljótt
farið úr gærunni að loknum kosn-
ingum. Þá fara þeir að selja Orku-
og bæjarveitur um land allt.
Einkavæða grunnskólana og
bjóða út bæjarþjónustu af hvaða
sort sem er. Ekki efast um það
eitt augnablik. Eðli íhaldsins er
það sama. Þrátt fyrir fögur og
kratísk yfirboðin í háflóði kosn-
ingabaráttunnar.
Mín spá er sú að kantflokkarn-
ir tveir, Sjálfstæðisflokkur og
Vg, fái talsvert lakari útkomu en
þeim er gjarnan spáð í könnun-
um. Samfylking og Framsókn
talsvert betri. Þangað fara
óákveðnir frekar sem oft er fólk
sem á eftir velja annan mið-
vinstri flokkinn. Eiga eftir að
velja frjálslynda félagshyggju en
myndu tæplega kjósa til hægri
eða yst til vinstri, öfgakennda
heimsendaspámennskuna sem
ómar í sífellu frá Vinstri græn-
um.
Íhaldið stillti miðið hátt í
mörgum sveitarfélögum. Reykja-
vík, Árborg og Kópavogi svo
dæmi séu tekin. Sjálfur hef ég
unnið við kosningastjórn Sam-
fylkingarinnar í Árborg og fylgst
með íhaldinu í návígi beita öllum
brögðum sem í bókinni eru. Von-
andi falla þeir á eigin bragði.
Kjósendur kaupa ekki blekkingar
sem betur fer.
Í Árborg fékk Samfylkingin
rúm 40% fyrir fjórum árum. Það
var mikill sigur í krafti voldugs
framboðslista og vandaðrar mála-
fylgju. Það er erfitt að fylgja
slíku eftir en við ætlum að halda
okkar hlut og að sjálfsögðu að
vera yfir meðaltalsfylgi Samfylk-
ingarinnar á landsvísu. Og auð-
vitað áfram í meirihluta í Árborg
þar sem við höfum unnið frábært
starf á síðustu fjórum árum.
Nú sláum við skjaldborg um
Árborg. Gegn einkavæðingar-
brölti íhaldsins og óábyrgu böl-
sýnisrausi um bæinn góða
Árborg. Það mun okkur takast
trúi ég, enda framboðið gott og
málefnastaðan einsog best verð-
ur á kosið.
Í Reykjavík fær íhaldið
kannski sjö menn, ef vel gengur.
Sex er líklegra. Samfylkingin
fær sex og vel yfir 35% fylgi.
Vonbrigðin verða Vinstri grænna
enda fjarar hratt undan þeim
eftir að flokkurinn gaf út að það
væri í kortunum að leiða íhaldið
til valda í Reykjavík. Makalaus
afleikur hjá Svandísi Svavars-
dóttur. Það verður vinstri græn-
um dýrkeypt daður.
Framsókn mun koma betur út
en spáð er. Víðast hvar nema í lík-
lega í Hafnarfirði og Kópavogi.
Hrun blasir við flokknum þar
sem sár mun hökta frá kosning-
unum.
Þetta verður spennandi kosn-
inganótt. Þar mun sauðagæran
renna af Sjálfstæðisflokknum og
úlfurinn undir gærunni koma
fram. Enda korterið liðið og kosn-
ingarnar frá. Kosningar von-
brigða fyrir Sjálfstæðisflokkinn
víðast um landið og mikið áfall
fyrir nýja forystu flokksins. For-
ystu sem hefur verið í felum alla
baráttuna.
Sauðagæra Sjálfstæðisflokksins
UMRÆÐAN
KOSNINGAR
BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON
ALÞINGISMAÐUR
Íhaldið verður hinsvegar fljótt
farið úr gærunni að loknum
kosningum. Þá fara þeir að
selja Orku- og bæjarveitur um
land allt.
Þessa dagana birtast auglýsing-
ar í fjölmiðlum þar sem stjórnmála-
flokkar eru að kynna „borgarstjóra-
efni“ flokkanna í komandi
sveitarstjórnarkosningum. Ég man
þá daga þegar Sjálfstæðisflokkur-
inn bauð Davíð Oddsson fram sem
borgarstjóraefni flokksins og Reyk-
víkingar fengu 3 borgarstjóra frá
flokknum á 4 árum. Fyrir 4 árum
var formaður Samfylkingarinnar
borgarstjóraefni R-listans og gaf
um það stórar yfirlýsingar að hún
myndi sitja út kjörtímabilið og allir
vita hvernig það fór, enn og aftur 3
borgarstjórar á 4 árum. Yfirlýs-
ingar Ingibjargar Sórúnar í aðdrag-
anda kosninganna voru ekki papp-
írsins virði þegar upp var staðið.
Þegar núverandi borgarstjóri
var valinn í samstarfi þeirra flokka
sem mynda R-listann höfnuðu
Framsóknarmenn og Vinstri græn
Degi Eggertssyni sem borgar-
stjóra og völdu frekar Steinunni
Valdísi. Það sem gerst hefur síðan
þá er að Samfylkingin hefur hafn-
að eigin borgarstjóra í prófkjöri
og býður fram borgarstjóraefni
sem líklegustu samstarfsflokkarn-
ir í meirihluta í borgarstjórn hafa
þegar hafnað. Er Dagur Eggerts-
son borgarstjóraefni Steinunnar
Valdísar og Stefáns Jóns? Er Dagur
Eggertsson borgarstjóraefni
Vinstri grænna eða Frjálslyndra,
já eða Sjálfstæðisflokksins? Hann
er kannski bara borgarstjóraefni
Ingibjargar Sólrúnar? Hvar er
samstaða kvenna nú?
Þeir verða að svara því, en hann
er örugglega ekki borgarstjóra-
efni Framsóknarmanna. Hvers-
vegna ættu Framsóknarmenn og
Vinstri græn að vilja skipta um
borgarstjóra ef flokkarnir fara
með Samfylkingunni í meirihluta?
Hvað hefur Steinunn Valdís gert
sem borgarstjóri sem réttlætir það
að henni sé hafnað fyrir Dag Egg-
ertsson? Það er langlíklegast að
sátt geti orðið um að Steinunn
verði áfram borgarstjóri komi til
samstarfs þessarra flokka í borg-
arstjórn á komandi kjörtímabili
Framsóknarmenn kjósa allavega
frekar að styðja núverandi borgar-
stjóra til áframhaldandi góðra
verka komi til samstarfs þessara
flokka.
Höfundur er formaður málefna-
nefndar miðstjórnar Framsóknar-
flokksins.
Borgarstjóri hvað?
UMRÆÐAN
KOSNINGAR
G. VALDEMAR VALDEMARSSON
Þegar núverandi borgarstjóri
var valinn í samstarfi þeirra
flokka sem mynda R-listann
höfnuðu Framsóknarmenn og
Vinstri græn Degi Eggertssyni
sem borgarstjóra og völdu
frekar Steinunni Valdísi.
SENDIÐ OKKUR LÍNU
Við hvetjum lesendur til að senda okk-
ur línu og leggja orð í belg um málefni
líðandi stundar. Greinar og bréf skulu
vera stutt og gagnorð. Eingöngu er
tekið á móti efni sem sent er frá Skoð-
anasíðunni á visir.is. Þar eru nánari
leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort
efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í
báðum miðlunum að hluta eða í heild.
Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til
að stytta efni.