Fréttablaðið - 26.05.2006, Síða 47
7
����������������������
������������������������
Fátt lífgar eins mikið upp á garðinn og falleg
garðstytta. Garðstyttur eru til í miklu úrvali
í Garðheimum, Stekkjarbakka 6 í Reykja-
vík, en samkvæmt Antoni Magnússyni
deildarstjóri er eftirspurn mest í styttur frá
bandaríska fyrirtækinu Henri, langstærsta
framleiðandanum á þessu sviði.
Anton segir mikla fjölbreytni vera í garð-
styttunum hjá Garðheimum. „Stytturnar fást í
ýmsum stærðum og gerðum,“ segir hann. „Má
nefna gosbruna og styttur með rörum fyrir
tjarnir. Síðan eru rómantísk mótíf mjög vin-
sæl um þessar mundir, til að mynda grísk-
ar gyðjur, ástfangin pör, sveitastrákar og
– stelpur,“ bætir hann við.
„Steinljón eru síðan alltaf klassísk og
hefur sala á þeim aukist mikið síðustu
fimm ár,“ segir Anton. „Á móti þessari
rómantísku línu koma öllu stílhreinni
styttur í hlýjum litum, sem ég kalla
suðræna línu. Svo erum við líka með
ódýrar styttur í svipuðum dúr frá
bresku fyrirtæki, en úrvalið er ekki
eins mikið og í þeim dýrari og vand-
aðri. Loks erum við líka með gott úrval
steinborða og -bekkja frá sömu fyrirtækjum,
en slíkt nýtur einnig vinsælda,“ segir hann.
Rómantík í loftinu
Anton Magnússon hjá Garðheimum segir rómantísk mótíf
vinsæl í garðstyttum.
Konungur dýranna
er klassískur og verður
vinsælli með hverju ári.
Steinljón kosta á bilinu 5.582-
97.885 kr.
Rómantísk lína er ríkjandi í garðstyttum. Þetta
krúttlega par kostar 7.599 kr.FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Grískar gyðjur eru
vinsælar um þessar
mundir og setja
ævintýrablæ á garða.
Þær kosta á bilinu 5.280-
21.980 kr.
Fyrir utan garð-
styttur er gott úrval
steinbekkja og borða
í Garðheimum. Þessi
fallegi bekkur kostar
94.445 kr.
Skúlptúr í
garðinn
Skúlptúr, styttur og höggmyndir
setja skemmtilegan svip á garð-
inn og gefa honum öðruvísi bl.
Nýtísku skúlptúr getur gefið
garðinum fram-
úrstefnulegt
útlit á meðan
hvít stytta í
anda endur-
reisnarinnar
gefur sígilt og
fágað útlit.
Styttur og
skúlptúrar eru til
í öllum möguleg-
um gerðum og sama
má segja um verðið. Fyrir þá sem
ekki vilja eyða miklu er hægt að
fá fallegar styttur og listaverk í
mörgum stærri blómabúðum.
Listaverkin virðast mörg hver
vera íburðamikil og dýr en sum
þeirra eru undir 5000 krónunum
og fislétt í þokkabót.
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { sumarhús og garðar } ■■■■