Fréttablaðið - 26.05.2006, Side 48

Fréttablaðið - 26.05.2006, Side 48
8 Ef rétt er að farið þá getur trjárækt á Íslandi gengið ágætlega. Skilyrði eru þó ekki allstaðar jafn góð en Arnór Snorrason skógfræðingur segir að nóg sé af góðum svæðum sem bjóði upp trjárækt. „Bestu aðstæðurnar eru á svæðum inn til landsins sem eru ekki of hátt yfir sjó. Það er erf- iðara að rækta niður við sjóinn og einnig hátt yfir sjávarmáli.“ Þegar fólk er að hefja trjárækt á sumarbústaðarlandi sínu er gott að byrja á því að gróðursetja harðger- ar og hraðvaxta víðitegundir sem skjólgerði. „Fólk má ekki vera óþol- inmótt, það er langbest að vanda til verks og undirbúa jarðveginn vel. Plönturnar geta verið harðgerar gegn veðrum en ekki gegn jarðveg- inum.“ Arnór segir að hann mæli með því að bera jarðvegsbætandi efni eins og skít í moldina, strengja svo plast yfir beðin og gróðursetja í gegnum það. „Plastið hefur margþætt áhrif. Það heldur öðrum gróðri í burtu og það eykur hitann í jarðveginum. Best er að nota svart eða grátt plast því það dregur í sig meiri hita frá sólinni,“ segir Arnór og tekur það fram að vatn nái ekkert síður niður í moldina þótt plastið sé á. „Þeir sem ætla að rækta upp sumarbústaðalandið sitt ættu að byrja við landamörk og ná þannig upp góðu skjóli bæði með trjábelti og skjólgirðingum. Þegar nokkuð gott skjól er komið er hægt að fara að gróðursetja önnur tré sem eru ekki eins harðgerð.“ Varðandi umhirðu í trjáræktinni segir Arnór að gott sé að klippa víðitrén snemma til þess að þau greini sig neðar og verði þar af leið- andi þéttari. Arnór mælir ekki með mikilli eiturúðun á gróðurinn. „Við ráð- leggjum fólki að úða sem minnst. Það er bæði dýrt og skaðlegt fyrir umhverfið. Það er allt í lagi að úða í görðum í borginni en fólk ætti að takmarka úðunina á stærri svæðum. Þetta er bara hluti af lífríkinu.“ Íslenska moldin er oft frekar næringarsnauð og segi Arnór að fólk ofmeti moldina sem sé fyrir í jörðinni. „Á sumum stöðum á landinu er moldin mjög léleg og þar sem frostlyfting er mikil eiga trén litla möguleika. Menn verða því að vera duglegir að bæta jarðveginn,“ segir skógfræðingurinn Arnór Snorrason. Þolinmæði skiptir sköpum Arnór Snorrason, skógfræðingur hjá Skógrækt ríkisins. gefur þeim góð ráð sem eru að stíga sín fyrstu skref í trjárækt. Trjárækt á Íslandi getur gengið ágætlega, ef rétt er að málum staðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ������������ ����������� ��������������������������� ���������������������� F A B R I K A N Viðurinn lýstur upp Upp á síðkastið hefur verið mjög vinsælt að lýsa upp dökk sum- arhús samkvæmt starfsmönnum Slippfélags- ins Lita- lands. Það er gert með því að hreinsa og bursta gömlu klæðninguna á sumarhús- inu. Síðan er klæðningin grunnuð með gulri viðargrunn- málningu og viðar hálfþekjandi er máluð yfir í mahóný- eða tekk lit. Þegar grunnurinn er þornað- ur er klæðningin meðhöndluð eins og um nýjan við væri að ræða. Viðar hálfþekjandi er hágæða viðarvörn sem er sérstaklega framleidd með veðurfar á norð- lægum slóðum í huga. Hana er hægt að nota á allan nýjan við en mikilvægt er að viðurinn standi ekki lengi óvarinn. Hægt er að fá viðar hálfþekjandi í mörgum litum hjá Slippfélaginu Litalandi. 1 dálkur 9.9.2005 15:18 Page 4 ■■■■ { sumarhús og garðar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.