Fréttablaðið - 26.05.2006, Side 55

Fréttablaðið - 26.05.2006, Side 55
15 C M Y CM MY CY CMY K Fallegt grjót er vinsælt í görðum fólks hvarvetna. Það er alls ekki hlaupið að því að fá slíkt grjót og forðast fagmenn í garðyrkju það eins og heitan eldinn að ljóstra því upp hvaðan þeir fá grjótið sem þeir nota. „Já, ég myndi aldrei segja þér það enda yrði ég ekki vel liðinn í brans- anum eftir það“, segir Unnar Karl Halldórsson hjá Lóðaþjónustunni. Þeir félagar hjá Lóðaþjónustunni segja að fólk komi til þeirra með óskir um grjóthleðslu í garðinn og þá hefjist strax vandræðin við að útvega það. „Við erum jú með samninga við nokkra aðila sem eru að láta okkur fá eina og eina kerru en það er erfitt að útvega hvaða grjót sem er,“ segir Unnar er hann er spurður hvernig grjót sé eftirsóttast hjá garðeigend- um. „Í hleðslu notum við aðallega hraungrjót og líparít en holtagrjót og stuðlaberg er algengasta grjótið sem er notað til skrauts.“ Mikil prýði er að vel heppnuð- um grjóthleðslum og er eftirspurnin mikil. Unnar segir að mörg dæmi séu um það að bíræfnir þjófar hafi komið á bílum með kerrur eftirdragi og tekið mikið magn af grjóti í skjóli nætur, landeigendum til mikils ama. Þeir sem ekki ná að útvega sér grjót úr guðsgrænni náttúrunni geta meðal annars keypt stuðlaberg hjá Steinsmiðju S. Helgasonar og geta fagmenn eins þeir hjá Lóðaþjónust- unni séð um allan frágang á grjótinu og hleðslunum í garðinum. Mikil eftirspurn eftir grjóti Fallegt hleðslugrjót í garðinn getur verið erfitt að fá. Mikil eftirspurn er eftir því og hafa garðeigendur oft beitt ósvífnum aðferðum til þess að verða sér úti um grjót. Hlaðnar tröppur. Fallegt stuðlaberg sem gefur garðinum íslenskan svip. Falleg hleðsla í kringum gosbrunn. Veggur og hlaðnar tröppur. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { sumarhús og garðar } ■■■■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.