Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 1
s
GISTING
MORGUNVERÐUR
Sl'MI 2 88 66
■■
Þættir um
sálarlif
í dag hefjast þættir,
sem Ezra Pétursson
mun skrifa i blaðið
annað veifið um
sálarlif manna.
— Sjá bls. 16
Dagstund
í Fljóts-
hlíðar-
réttum
— Sjá bls. 4-5
Vísindin
í þágu
landbún-
aðarins
VS rœðir um
í»orstein
Tómasson
- Sjá bls. 20-21
N
r
V
....-q
vörubíla *
Sturtu-
grindur
Sturtu
dælur
Sturtu-
drif
15 fulltrúar skiptinema
hvaðanæva úr heiminum
— á þingi alþjóðlegra samtaka í Skálholti
' GV-Reykjavik. 1 Skálholti stend-
ur nii yfir ráöstefna fulltrúa ICYE
(International Christian Youth of
Exchange), eða samtök um al-
þjóðleg kristileg nemendaskipti.
Ráðstefnan hófst mánudaginn 19.
september og lýkur n.k. mánu-
dag. Þetta er söguiegur fundur i
sögu samtakanna, sem stofnuð
voru 1949, þvi verið er aö endur-
skipuleggja og endurnýja starfs-
grundvöll þeirra.
A ráðstefnunnieru 15 atkvæðis-
bærir fulltrúar frá 15 löndum og
er séra Jón Bjarman fulltrúi Is-
lands, og auk þess að vera stjórn-
andi fundarins, hefur hann skipu-
lagt ráðstefnuna sem staðgengill
æskulýðsfulltrúa. Auk fslenzka
fulltrúans eru þarna mættir full-
trúar frá Danmörku, Finnlandi,
Belgiu, Þýzkalandi, Sviss,
Bandarikjunum, Bóliviu, Mexikó,
Astraliu, Nýja-Sjálandi, Filipps-
eyjum, Indónesiu og Japan.
Starfsemi samtakanna
A vegum Islandsdeildar sam-
takanna hafa verið sendir til
ýmissa landa yfir 250 skiptinem-
ar, en tsland gekk i samtökin árið
1961. 1 fyrstu voru samtökin
þannig skipulögð, að eingöngu
voru sendir nemar til Bandarikj-
anna og svo I skiptum fyrir þá
bandariskir nemar til annarra
aðildarlanda. En árið 1969 urðu
samtökin alþjóðleg, þannig að
aöildarlöndin skiptust á nemum
sin í milli. Skiptinemar dveljast i
viðkomandi löndum i 1 ár, og gef-
ur það þeim tækifæri til að kynn-
ast vel þjóðháttum I landinu, sem
þeir gista. Hluta ársins eru þau i
skóla og þá aöallega til að læra
tungumál, siðan vinna þau viö
ýmiss konar störf, svo sem eins
og félagslega aðstoö, og þau
kynna sér I starfi aðalatvinnuvegi
landsins, sem þau dveljast i. í
flestum aðildarlandanna dvelja
skiptinemarnir á heimilum. En
þaö hefur verið aðalhöfuðverkur
skiptinemanefndarinnar á Is-
landi, sem telur nú 11 manns, að
fá islenzkar fjölskyldur til að taka
viö erlendum skiptinemum. En
reynin hefur verið sú, að þær f jöl-
skyldur, sem tekið hafa skipti-
Frh. á bls. 39
LITSJÓNVARP Á ÍSLANDI
í FRAMKVÆMD NÆSTA ÁR
- litur á beinni útsendingu um mánaðamótin
KEJ-ReykjaVik — Viö sjónvarps-
menn vorum að ljúka bóklegu
námskeiði, og nú eftir helgina
hefst verklegt námskeið vegna
iitvæðingarinnar, sagði Hörður
Frímannsson yfirverkfræðingur
hjá Rfkisútvarpinu þegar Timinn
hafði tal af honum f tilefni auk-
innar litvæðingar hjá sjónvarpinu
með haustinu og vetrinum. Þá er
þess að geta, að islénzka sjón-
varpiö á ellefu ára afmæli um
næstu helgi, eða föstudaginn 30.
september, og þá hafa litútsend-
ingar staðið um nær tveggja ára
bil.
Það er rétt að litútsendingar
aukast aö mun um mánaðamótin
eða upp úr þeim, og vissulega
væri gaman ef þetta gæti orðiö á
afmæli sjónvarpsins, en þó gæti
staðið á ýmsu smávægilegu,
sagöi Hörður ennfremur. Samt er
nú stefnt á þvi að auka litútsend-
ingar að mun alveg á næstunni,
og fyrsti áfangi verður að beinar
útsendingar verða i lit, samræðu-
þættir og fleira i þeim dúr. Þá er
nú verið aö athuga um kaup á
sýningarvél fyrir litfilmur, en
hingaö tilhefur aðeins verið hægt
að senda út i lit litmyndir af
myndsegulbandi, en f-áðgert er að
ailar litfilmur verði sendar út I lit
með nýrri sýningarvél a.m.k. ein-
hvern tima á næsta ári. Eins
vantar sjónvarpið nú aö eignast
framköllunarvélar fyrir litfilmur,
en með tilkomu þeirra og
A þessari mynd sjást þrjár nýjar litupptöku vélar sjónvarpsins og lengst til hægri a myndinní
er Hörður Frimannsson yfirverkfræöingur hjá sjónvarpinu. — Tfmamynd: Róbert.
sýningarvélarinnar máisegja að
islenzka sjónvarpið hafi íitvæðzt,
og þar meö verður allt litefni sent
út i lit. Eins og fyrr segir, veröur
þetta á næsta ári.
Höröur reiknaöi með þvi að
þegar þar að kæmi, yröi rúmlega
helmingur sjónvarpsefnis i lit og
aðeins minnihluti áfram i svart-
hvitu. Nú orðið er framboð mun
meira á litfilmum, og eins má
búast viö, aö þá veröi lögð meiri
áherzla á öflun litefnis.
Kostnaöur við litvæðinguna,
sagði Hörður, er að sjálfsögðu
verulegur, og töluvert fyrirtæki
að skipta á tækjum i sjónvarps-
sal. Þó er þess að geta að vegna
aldurs og vandræða um öflun
varahluta er kominn timi til að
endurnýja flest tækin, og hrein
fásinna væri að kaupa alltaftur i
svarthvitu. Reynsla nágranna-
þjóða okkar bendir einnig til þess
að reksturskostnaöurinn hækki
ekki nema um 10%.
Óneitanlega er það einnig
kostnaðarsamt fyrir þjóðarbúið
þegar landsmenn endurnyja tæki
sin upp til hópa og kaupa litsjón-
vörp, sem að sjálfsögðu eru mun
dýrari en svarthvitu tækin. Þó,
sagði Hörður, virðist reynslan sú
að menn endurnýja varla tæki sin
nema vegna aldurs og fá áer þá
litsjónvarp. Okkur gengur aö visu
erfiðlega að fylgjast með kaupum
litsjónvarpa vegna þess hversu
langur timi liður frá kaupum og
þangað til við fáum upplýsingar
um þau frá seljendum tækjanna.
Skiptir þetta þó verulegu máli
fyrir Sjónvarpiö, þar sem afnota-
gjöld eru allverulega hærrí af lit-
tækjum og hafa þvi áhrif á kaup-
getu þess.