Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 19

Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 19
Sunnudagur 25. september 1977 19 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Jón Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Stein- grimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmda- stjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Simi 86300. Kvöldsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 80.00. Askriftargjald kr. 1.500 á mánuði. Blaðaprent h.f. Undirbúnúigur fjárlaga og lánsf járáætlunar Að vanda er nú unnið að þvi að ljúka undirbúningi fjárlagafrumvarpsins, sem liggja á fyrir i þingbyrj- un. Það hefur ósjaldan gerzt, að fjárlög, sem af- greidd eru á siðasta þingi fyrir kosningar, beri þess merki, að kosningar eru i nánd. Framlög til ýmissa málaflokka eru þá oft i hærra lagi, þvi að ráðherrar og þingmenn vilja geta vitnað til þess á kjósenda- fundum. Jafnframt hefur sú tilhneiging verið nokk- uð rik á siðasta þingi fyrir kosningar að setja ýms útgjaldafrek lög, sem flaggað er með i kosninga- baráttunni, en leiða siðan til stórfelldra útgjalda eða eru ekki framkvæmd. Frægasta dæmið um þetta er tryggingalöggjöfin, sem sett var af nýsköp- unarstjórninni veturinn 1946, og átti sinn þátt i sigri stjórnarflokkanna þá um sumarið. 1 þau þrjátiu ár, sem siðan eru liðin, hefur enginn þáverandi stjórn- arflokka sýnt minnstu viðleitni i þá átt að fram- kvæma þau ákvæði hennar, sem hefðu orðið út- gjaldafrekust. Þau hafa þvi hingað til verið dauður bókstafur. Ýms svipuð dæmi mætti nefna frá valdaferli við- reisnarstjórnarinnar svo nefndu, þótt það verði ekki gert hér. Það væri til mikillar fyrirmyndar, ef núverandi rikisstjórn og stuðningsflokkar hennar höfnuðu slikum vinnubrögðum á þvi þingi, sem senn mun hefjast og verður siðasta þing fyrir kosningar. Við afgreiðslu fjárlaganna ætti að stefna að þvi, að þau yrðu greiðsluhallalaus og framlögum til fram- kvæmda stillt i hóf, en þó við það miðað, að atvinna verði næg i landinu. Sú villa er alltof algeng, að hægt sé að gera allt i einu, og láta það sjónarmið marka afgreiðslu fjárlaganna og lánsfjáráætlunar- innar, sem er i tengslum við þau. Af þessu hefur oft leitt of mikil þensla á vinnumarkaðinum, sem hefur verið ein af helztu orsökum verðbólgunnar. Þjóðin vill hafa sem mestar framkvæmdir, og þingmenn vilja ekki sizt sýna sig trúa þeirri stefnu, þegar kosningar eru i nánd. En fleira verður að hafa i huga. Það er einnig mikilvægt að reyna að ná tökum á verðbólgunni og halda henni i hæfilegum skefjum. Fjárlög og lánsfjáráætlun má ekki þenja svo, að það verði vatn á myllu verðbólgunnar. Tak- markið á að vera að tryggja næga atvinnu og fram- kvæmdir, sem miðast við það, en heldur ekki meira. Annað leiðir ekki til góðs. Erlendu skuldirnar Við gerð lánsfjáráætlunarinnar fyrir næsta ár verður að hafa það rikt i huga, að erlendu skuldirn- ar eru að komast i hámark. Að sönnu hafa þær að langmestu leyti runnið til gagnlegrar uppbygging- ar, sem mun svara góðum arði, en takmörk eru þvi samt sett, hve langt má ganga i þeim efnum. ís- lendingar eru áreiðanlega komnir mjög nálægt þeim mörkum, svo að ekki sé meira sagt. Lánsfjár- áætlunin verður að mótast af þessari staðreynd. Það má ekki glepjast af þvi að Alþjóðabankinn, eða einhverjar slikar stofnanir, kunni að vilja veita okkur lán. Þessir aðilar vilja oft fá ihlutun i staðinn, og má i þvi sambandi minna á, að kröfur um hækk- un raforkuverðsins eru oft rökstuddar með þvi, að þetta séu skilyrði Alþjóðabankans. Það mætti verða áminning um að halda erlendri skuldasöfnun innan hóflegra marka. ERLENT YFIRLIT Mikill sigur ungrar konu í New York Hún verður forseti borgarstjórnar þar EINS OG AÐUR hefur veriö rakið hér í blaðinu, urðu úr- slitín þau I prófkjörum demo- krata fyrir borgarstjórakosn- ingarnar i New York, að Beame borgarstjóri féll strax út í fyrra prófkjörinu, og verð- ur þvi,ekki i framboði aftur. Paul O’Dwyer, forseti borgar- stjórnarinnar, varð að þvi leyti sigursælli, að hann var efstur ifyrra prófkjörinu, fékk um 3ff% atkvæðanna, en þurfti að fá um 40% til þess aö ná kjöri. Næst honum kom ung kona, Carol Bellamy, sem fékk um 20% atkvæöaanna. Það kom á óvart, að Bellamy skyldi fá svo mikið fylgi, þvi að hdn mátti heita óþekkt I New York fyrir prófkjörið. Þetta mikla fylgi hennar þótti benda til þess, að hún gæti orðið O’Dwyer hættulegur keppinautur i siðara prófkjör- inu. Sú varð lika raunin. Hún fékk þá um 55% atkvæöanna, en hann um 45%. Þaö þykir fullvist, að hún muni fara með sigur af hólmi i sjálfum borgarstjórnarkosningunum og kona skipi i fyrsta sinn for- sætið i borgarstjórn New York eftir næstu áramót. PAUL O’DWYER, sem er orðinn s jötugur, mun ekki ætla að gefa kost á sér til framboðs aftur. Með honum hverfur af pólitiska sviðinu einn litrikasti stjórnmálamaður New York á siðustu áratugum. Hann kom kornungur frá Irlandi til Bandarikjanna með bláfátæk- um foreldrum sinum, yngstur ellefu systkina. Hann hóf að vinna fyrir sér, m.a. i hafnar- vinnu, sem þá þótti mjög erfið, en las jafnframt utan skóla og tókst að ljúka lagaprófi. Bræð- urhans brutu sér einnig braut til frama, og var ednn þeirra, William O’Dwyer, borgar- stjóri i New York um skeið. Paul O ’Dwyer tók að sér sem lögfræöingur að fara með mál ýmissa þeirra, sem stóðu höll- um fæti i lifsbaráttunni, og jafnframt geröist hann mikill baráttumaður almennra mannréttinda. Kolanámu- menn, sem voru i ólöglegu verkfalli, námsmenn, sem efndu til mótmæla gegn ■ styrjöldum, og blökkumenn, sem beittu umdeildum aöferö- um i réttarbaráttu sinni, áttu jafnan hauk i horni, þar sem Carol Bellamy og móðir hennar PaulO’Dwyervar. Hann hlaut lika stuöning þeirra, en yfir- leitt nægöi þaö honum ekki til sigurs, þvi að hægri öflin hjá demokrötum vantreystu hon- um. Þannig féll hann i kosn- ingum til fulltrúadeildar Bandarikjaþings 1948 og i öldungadeildarkosningum 1968, I bæði skiptin fyrir Gyðingnum Jacob K. Javits, sem er meðal frjálslyndari leiðtoga republikana. Hægri menn kusu hann heldur en O’Dwyer. Fyrsta veigamikla kosningasigur sinn vann O’Dwyer fyrir fjórum árum, þegar hann var kjörinn forseti borgarstjórnarinnar i New York. En honum hélzt ekki lengi á honum. AÐ ÞESSU SINNI féll O’Dwyer ekki vegna skoöana sinna. Milli hans og Carol Bellamy var sáralitill eða enginn skoðanamunur. Carol Bellamy hældi O’Dwyer iðu- lega fyrir baráttu hans, og sjónvarpskappræöur, sem þau þreyttu, voru málefnalegar og hófsamar. Hún lagði helzt áherzlu á að ungur og röskur maður þyrfti að gegna fw- setaembættinu. Embætti þetta er fremur virðingarstaða en valdastaöa, en þvi fylgir þó að óbreyttir borgarar geta leitað þangað til að fá leiöréttíngu mála sinna, ef þeir telja sig órétti beitta af borgaryfir- völdum. Forsetinn er þannig eins konar umboðsmaður borgaranna. Bellamy sagðist hafa áhuga á embættinu af þessum sökum, og af aldurs- ástæöum væri hún færari um aö gegna þvi en O’Dwyer. Þessi áróður hennar viröist hafa fundið góðan hljóm- grunn. O’Dwyer brást vel viö ósigrinum og varö meðal hinna fyrstu til að óska Carol til hamingju með sigurinn. Carol Bellamy er 35 ára gömul, eða helmingi yngri en O’Dwyer. Hún er ógift og dvelstenn ofthjá móðursinni, sem er hjúkrunarkona. Hún lagði stund á sálarfræöi og félagsfræði á námsárum sin- um, og lauk prófum i þessum fræðigreinum með góðum árangri. Að námi loknu gekk hún i friöarsveitirnar svo nefndu, og var i þeim I tvö ár. Hún dvaldi lengstum i af- skekktum byggöum i Guate- mala, þar sem hún veitti leið- sögn um óliklegustu hluti, eins og hænsnarækt, útvarpsdag- skrá og rekstur heilsugæzlu- stöövar. Eftir heimkomuna hóf hún laganám, og lauk góðu prófi i þeirri grein. Hún var á þessum árum mikill and- stæðingur striðsins i Vietnam, og var formaöur lögfræðinga- nefndar, sem beitti sér gegn þvi. Að laganámi loknu starf- aöi hún viö heilbrigöisráðú- neyti New York-borgar, en gegndi þvi starfi ekki lengi, þvi að hún bauð sig fram 1972 við kosningar til öldungadeild- ar þingsins i New York-riki. Hún náði kosningu og hefur verið endurkjörin siöan. t öldungadeildinni hefur hún unniö sér viðurkenningu fyrir iðni og sjálfstæöar skoöanir. Kosning Bellamy þykir benda til þess, að konur geti ekki siður en karlar háö sigur- sæla kosningabaráttu. Liklegt þykir, aö sigur hennar geti ýtt undir þaö, að konur veröi fús- ari til að gefa kost á sér til framboðs en þær hafa yfirleitt verið til þessa. Þ.Þ. Bellamy og O’Dwyer voru þrevtuleg, þegar þau biöu eftir að heyja sjónvarpseinvigi. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.