Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 30
30
Sunnudagur 25. september 1977
Hún syngur, semur lög
og leikur á hljóðfæri
— Nútiminn rabbar við 11 ára
stúlku í Hafnarfirði, sem er að
taka upp sina fyrstu hljómplötu
Nútíminn brá sér nýlega
inri í Hljóðrita i Hafnar-
firði á fund ungrar stúlku
sem þar er að hljóðrita
sina fyrstu plötu með að-
stoð Pálma Gunnarssonar,
Sigurðar Karlssonar og
Björgvins Gíslasonar. Hún
heitir Björk Guðmunds-
dóttir og er 11 ára gömul.
— Ég er i tólf ára bekk og
verðl2ára2l. nóvember,
tjáði hún okkur.
Við spurðum Björk hvort það
væri langt siðan hún byrjaði að
syngja og það var auðheyrt að
henni fannst spurningin heimsku-
leg: Já ég man ekki hvenær ég
byrjaði en ég er búin að syngja á
skemmtunum sfðan ég var litil.
(Og er hún þó ekki há i loftinu
enn.)
betla er búið að vera ógurlega
skemmtilegt. Vinkona mömmu
þekkir mann sem kom mér inn i
þetta og það var búið að ákveða
að taka þessa plötu upp fyrir sið-
ustu jól en upptakan byrjaði ekki
fyrr en fyrir mánuði. Við æfðum
áður i þrjár vikur. — Nei, það er
ekkert skritið að vinna meö full-
orðnum mönnum, bara , ógur-
lega gaman.
bau voru að ljúka upptöku plöt-
unnar þegar Nútimann bar að
garði og með þeim var Tony Cook
sem dundaði sér við að tala við
London á meðan við stóðum við.
En þetta var vist ,,bisness”, bvi
eftir að búið er að „mixsa” plöt-
una, eins og það heitir á fagmáli,
fer Tony með hana út i skurö og
siðan fer platan i pressun.
En það er ekki svo að Björk láti
sér nægja að syngja: — Jú, ég
syng öll lögin uema tvö, sem eru
spiluð, og annað þeirra er eftir
mig. bað heitir Kjarval. Ég hef
bara samið þetta lag. Og svo spila
ég á blokkflautu og þverflautu...
— Og raddar sjálf bættu aðstoðar-
mennirnir við.
Og henni finnst ekkert erfitt að
syngja og söng meira að segja á
ensku fyrir okkur eins og inn-
fædd. En á plötunni eru allir
textarnir á islenzku. — bað er
stundum erfitt að bera fram text-
ana nógu skýrt, viðurkenndi hún
og það var allt og sumt.
Nútiminn gaf sig siðan á tal viö
aðstoðarmenn hennar og Björk
tók upp vitsmunalegri starfa en
að sinna blaðamönnum, hún fór
að lita meö tveggja ára syni
Pálma Gunnarssonar.
beir Björgvin Gislason, Sigurð-
ur Karlsson og Pálmi Gunnarsson
báru Björk vel söguna og kváðu
hana eiga meiri þátt i plötunni en
almennt sé við að búast af 11 ára
stúlkubarni. Pálmi: bú sérð það
og heyrir, hún syngur, raddar og
leikur á hljóðfæri og semur jafn-
vel lög og allt er þetta mjög vel
Aðalliðið: Siguröur Karlsson,
Björgvin Gislason, Björk Guð-
mundsdóttir og Pálmi Gunnars-
son meö son sinn Sigurð Helga
Pálmason. Nú-Timamynd: Ró-
bert.
gert hjá henni, og þaö voru orð að
sönnu.
Auk þess er búið að vera sér-
staklega gaman að vinna með
henni og allt gengið mjög létt fyr-
ir sig, sögðu þeir félagar. Og ekki
vildu þeir meina að þetta bæri
barnaplata, fremur hitt, plata
fyrirfimm ára sem sjötuga sögðu
þeir, og efnisvalið mjög fjöl-
breytt, diskó, rokk, róleg lög og
þar fram eftir götunum.
Hin ellefu ára Björk Guðmunds-
dóttir við upptöku á nýrri plötu i
Hljóðrita. Nú-Timamynd: Ró-
bert.
Niu manns hafa komið við sögu
við undirleik á plötunni, þ.e.a.s.
fimm fyrir utan þá sem þegar
eru nefndir. Lögin eru 10 eða 11,
þar af fjögur erlend en hin frum-
samin.
KEJ.
Ný vísnaplata
Fj ölþættar i
tónlist seg-
ir gítarleik-
ari Chicago
Ný af nálinni er ellefta
plata amerísku hljóm-
sveitarinnar Chicago# í
alla staði mjög eiguleg
plata (er í gerjun hjá
hljómplötudeild Nútím-
ans). Við rákumst nýlega
á viðtal við einn hljóm-
sveitarmeðliminn í
norsku blaði/ nánar til-
tekið gitarleikarann
Terry Kath, og birtum
það hér örlitið stytt.
Hljómsveitin Chicago er nú
orðin niu ára gömul og engin
breyting hefur orðið á liðs-
skipaninni allan þennan tima.
Og þegar tekið er tillit til þess að
hana skipa 8 menn, sem að jafn-
aði skapar mikla upplausnar-
hættu, fer ekki hjá þvi að maður
velti fyrirsérhvort hér séu ekki á
ferðinni einhverjir fyrir-
myndarnáungar.
— Við erum sem bræður, segir
Terry Kath. Eftir þetta margra
ára samstarf höfum við lært að
vera tillitssamir hver við annan
og það er grundvallarforsenda
þess að við erum enn saman.
Við erum hreinlega vinir, vinn-
um saman og höfum sameigin-
leg áhugamál.
begar hljómsveitin fyrst kom
fram fyrir niu árum, var djass-
rokkið upp á sitt bezt og Chicago
með sina þrjá blásara einstök i
sinni röð. beir voru leiðandi á
sinu sviði og náðu gifurlegum
vinsældum. Og enn i dag eru
blásararnir á sinum stað en
hljómsveitin hefur þó lagað sig
að nútimapoppi... — En hefur
þaö verið án vandkvæða?
— Já að mestu leyti. Við
bregðumst við þvi sem við sjá-
um og reynum. Við höfum gert
okkur grein fyrir að hér er um
iðnað að ræða þrátt fyrir að i
augum margra séum við fyrst
og fremst menningarfyrirbæri.
En við erum skemmtikraftar og
viljum láta lita á okkur sem
slika. Hver ástæðan er fyrir þvi
að við höfum haldizt á toppnum
allan þennan tima vil ég ekki
fullyrða nokkuð um en þó má
þakka það að einhverju leyti að-
lögun. í upphafi vorum við að-
eins þrir sem lögin sömdu og
þau báru smekk viðkomandi
vitni. Nú eru allir með og mynd-
in verður breiðari og auðveldar
okkur að fylgjast með. 1 stuttu
máli erum við fjölhæfari núna.
Sá timi er liðinn að allt varð að
vera i Chicagostilnum og þó
Frh. á bls. 39
Bókaútgáfan Iðunn
boðaði nýlega blaða-
menn á sinn fund til að
staðfesta nokkuð svo
almennan orðróm þ.e.
að væntanleg er ný
visnaplata. Á platan að
heita,,Út um grænar
grundir” og kemur
væntanlega út i lík
næsta mánaðar. Fyrri
platan, ,,Einu sinni
var”, hefur nú selzt i 18
þús eintökum, en slikt
er mjög fátitt á íslandi.
Til þessar ar nýju plötu hefur
verið vandað gifurlega og m.a.
tók stúdióvinna 250 stundir. bá
eru aðalmennirnir þrir núna,
þ.e. Gunnar bórðarson, Björg-
vin Halldórsson og Tómas Tóm-
asson. Gunnar bórðarson leikur
að vanda á mikinn fjölda hljóð-
færa en aðstoðarmenn eru einn-
ig fjölmargir og ekki af verri
endanum. T.d. sér Askell Más-
son um ásláttarhljóðfærin og
aðstoðar Gunnar við flautur. bá
er Karl Sighvatsson á orgel og
Gunnar raunar lika Sigurður
Karlsson leikur á trommur og
Viðar Alfreðsson á horn og svo
má lengi telja. bá aðstoðar kór
öldutúnsskóla við söng og
24manna strengja sveit leikur á
plötunni.
Upptaka plötunnar fór fram i
Hljóðrita i mái, júni og júli, og
upptökumaður var Geoffrey
Calver frá Marquee hljóðverinu
i Lundúnum. Eins og stendur er
platan i pressun i Hollandi en
væntanleg til landsins eftir hálf-
an mánuð og kemur eins og áður
greinir seint i næsta mánuði.
Aðstandendur nýju visnaplötunnar.Tómas Tómasson, Gunnar bórðar
sonog Björgvin Halldórsson. Nú-TImamynd: Gunnar.