Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 25. september 1977 Tíminn heimsækir Selfoss Ég hef alltaf haft nóg að gera og þarf ekki að kvarta yfir neinu — segir Sigfús Kristinsson byggingarmeistari Sigfús Kristinsson byggingameistari meö tvtt barna sinna. Sigfús Kristinsson er bygginga- meistari á Selfossi. Hann tók sveinspróf i trésmiði árió 1954 og hefur stundað trésmíðar siðan, fyrstu 12 árin að Bankaveg 4, en reisti árið 1967 350 fermetra verk- stæðisbyggingu að Austurvegi 44. Þar hefur hann rekið trésmiða- verkstæði siðan. Þar er nú risið glæsilegt þriggja hæða hús með stórum verzlunargluggum á jarð- hæð, fullfrágengið að utan og malbikuð bilastæði. Þetta hús- næði leigir Sigfús ýmsum aðilum á Selfossi. Sigfús hefur tekið að sér að reisa ýmiss konar bygging- ar og staðiö að margháttuðum verklegum framkvæmdum. Þá hefur hann annazt inn- réttingasmiði og reist ibúöarhús viða um sveitir. Helztu hús- byggingarsem Sigfús Kristinsson hefur tekið að sér eru m.a. endur- bygging Sláturfélags Suðurlands á Selfossi, nýbygging Pósts og sima, fiskverkunarstöð Straum- nesshf., nýtt verzlunarhús Kaup- félagsins Hafnar, sumarbústaðir simamanna i Laugardal, nýbygg- ing fyrir Hraðfrystistöð Eyrar- bakka hf, þeir áfangar sem lokið er við byggingu Sjúkrahúss Suðurlands, og ótal verkefni önn- ur semof langt yrði upp að telja. Iðrast þess ekki að hafa valið trésmiðina. — Hvernig atvikaðist það að þú fórst að læra trésmiði? — Þannig stóð á þvi að eftir landspróf var ég á báðum áttum hvort ég ætti að fara i mennta- skólaeða trésmiðina sem varðof- an á. Ég hef aldrei iðrazt þessa vals, þvi ég ég hef alltaf haft nóg að starfa og ekkert lát virðist á verkefnum. Iðnaðarmenn eru hér margir og allir virðast hafa nóg að gera. Faðir minn, Kristinn Vigfús- son, stundaði sjómennsku i fjöldamörg ár og var formaður i Þorlákshöfn og á Eyrarbakka 1917-1929. Hann lærði ungur tré- smiði á Eyrarbakka, og hérá Sel- fossi árið 1932, þar sem hann stundaði húsasmiðarupp frá þvi i samfellt 30 ár. Ég var ekki gam- all, þegar ég fór að vinna með honum við ýmiss konar bygg- ingavinnu. Sennilega hefur þetta i og með ráöið vali minu á ævi- starfi- ,'Þegar ég byrjaði hjá hon- um sem lærlingur var hann að byggja Landsbankahúsið og hafði tekið að sér endurbyggingu Mjólkurhús Flóamanna. Byrjaði smátt — Hvernærhófst þú sjálfstæðan atvinnuretetur? — Það mun hafa verið 1956 að ég hóf sjálfstæðan atvinnurekstur og tók til min menn i vinnu. Framan af byggði ég einkum ibúðarhús sem smám saman tók ég að mér stærri verkefni hús Pósts og sima, verkstæðisbygg- ingu Kaupfélags Arnesinga, sem er stærsta iðnaðarhús á Suður- landi, 36x72 metrar og ótalmarg- ar byggingar aðrar. — Hver eru helztu verkefni þin nú? — Ég hef verið með vinnuflokk austur á Hvolsvelli og er að byggja nýtt frystihús fyrir Slátur- félag Suðurlands, liðlega 1000 fer- metra byggingu. Þar hafa verið að stað aldri um 15 manns. Verkið hófst i vor og þvi verður að likind- um lokiö þegar þetta birtist. Sláturfélagið hyggst taka þá byggingu i notkun strax i haust. Þessu húsnæði skila ég að mestu tilbúnu utan og innan. Það var boðið út i vor og ég beðinn að gera tilboð hvað ég og gerði. En þegar til kom bárust ekki önnur tilboð en mitt. Þar held ég klaufaskap hafi verið um að kenna. "Þá byggði ég fyrsta og annhn álanga Sjúkrahúss Suðurlands. Fyrsti áfanginn var að steypa húsið,annar áfangi var múrverk allt og lagnir. Hjá mér starfa múrarar sem annast alla múr- verksvinnu. Lokaáfangi er svo að fullgera húsið að öllu leyti og smiða allar innréttingar. Sá áfangi var nýlega boðinn> út.Tvö tilboð bárust og mitt var lægra. — Hversu marga menn hefur þú i vinnru? — Hjá mér eru nú 12 lærðir tré- smiðir, 7 lærlingar 19 verkamenn og 8 unglingar eða 46 manns. En fólkinu fækkar eitthvað þegar skólarnir hefja starf sitt. Verkstæðisplássið hjá mér er nú 1000 fermetrar og þar af um helmingur nýleg viðbót. Þá er ég með fimm bila til að flytja starfs- menn milli staða og tvær gröfur sem ég leigi ýmist út eða nota sjálfur. Framundan eru ýmis verkefni. Uppbyggingin á Selfossi er feiki- leg. T.d. hygg ég aö Kaupfélagið hyggist leggja út i byggingu vöru- markaðar á 4500 fermetra grunn- fleti. Man varla eftir dauðu timabili þessi ár — Oft er talað um samdrátt og erfiðleika i byggingariönaði, Sig- fús. Hefur þig aldrei skort verk- efni eöa orðið var við samdrátt? — Nei, ekki aldeilis. Ég man ekki eftir dauðu timabili öll þessi ár. Mér fannst stöðug stig- andi i öllum framkvæmdum. Oll umsvif hafa aukizt jafnt og þétt. Alltaf er unnið að einhverjum verkefnum, ýmist akkorðsvinna eða byggingar sem ég er með sjálfur. Ég þarf aldrei að senda menn heim vegna verkefna- skorts. En þess ber og að minn- ast, að ég hef mjög tekið að mér verk fyrir stórfyrirtækin, t.d. Sláturfélagið, Mjólkurbú Flóa- manna og Póst og sima. — Þú hefur marga menn i vinnu. Er það ekki geysilegt verk að annast bókhald, útborgun, inn- heimtu og alla þá snúninga sem starfinu fylgja? — Þvier ekkiaðleyna að álagið er gifurlegt þegar útborgun og innheimta bætast ofan á allt annað.Leiðinlegast er að standa i innheimtum. Ég hef fram til þessaannaztbókhald, verkstjórn, launaútreikning, útborgun og innh. sjálfur. En þetta er ein- um manni gersamlega ofviða og þess vegna hef ég nú ráðið sér- stakan bókhaldara. En svo léttir Upplýsingar og innritun er í simum: 52996 frá kl. 1-6 76228 frá kl. 1-6 84750 frá kl. 10-12 og 1-7 Lærið að dansa það er holl og góð íþrótt ennt verður: Barnadansar — Jassdans — Stepp — Samkvæmisdansarnir - Gömludansarnir — J i tterbug-Rokk — Nýjustu Táningadansarnir — Plantation, Hasa, Bulb og fl. Kennslustaðir: Reykjavik: Ingólfscafé Skúlagötu 32 Seljabraut 54 Safnaðarheimili Langholtssóknar Félagsheimili Fylkis Kópavogur: Hamraborg 1 Digranesskóli Akranes: og Kópavogsskóli Reim Hafnarfjörður: Hella: Iðnaðarmannahúsinu Hellubió Fimleikar Áhaldafimleikar fyrir stúlkur, æfingar eru að hefjast. Innritun og upplýsingar i æfingatimum sem verða i Breiðholtsskóla Fyrsti og annar flokkur: þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18.50-20.30 Þriðji og fjórði flokkur: laugardaga 8-10 ára kl. 9,11 ára og eldri kl. 10.30 Fimleikadeild ÍR I liter af kem. hreinsuðu rafg. vatni. fylgir til áfyllingar hverjum rafgeymi sem keyptur er hjá okkur. RAFGEYMAR Þekkt merki Fjölbreytt úrval 6 og 12 volta fyrir bíla, bæði gamla og nýja, dráttarvélar og vinnuvélar, báta, skip o.fl. Ennfremur: Rafgeymasambönd — Startkaplar og pólskór. Einnig: Kemiskt hreinsað rafgeymavatn til áfylling- ar á rafgeyma. V* m ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.