Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 11
Sunnudagur 25. september 1977 11 e.t.v.eins konar „stimpil” á sig. Ég veit aö sumt fólk er grimmt, en þannig er lifiö, og ég verö aö taka þvi en ég hef aldrei á æv- inni sært neinn, hversvegna skyldi þá einhver vilja særa mig? Ég finn ekki til beiskju. Ég er að eðlisfari hamingjusöm, og ég hef yfir engu að kvarta. Ég hef unnið fyrir þvi, sem ég hef öðl- ast. Ég hafði martröð um nætur. En timinn læknar öll sár, ovnú á ég ekki í erfiðleikum með svefn. Ég er hvorki hetja né vesaling- ur, ég er bara venjuleg mann- eskja, sem vill vera hamingju- söm. Við vildum ekki að Ro- berto vissi að hann ætti að deyja, og ég hélt áfram að sann- færa hann um að honum myndi bráðum batna, jafnvel þótt hann efaðist oft þegar hann kvaldist sem mest. Roberto var alltaf svo bjart- sýnn. Hann var vanur að segja: Hugsaðu ekki um rigninguna i dag, á morgun verður kannski sólskin. Rétt áður en hann dó, skrifaði hann ,,Ég elska þig” á spegilinn á snyrtiborðinu minu með varalitnum minum. Eitthvað að hlakka til.... Ég er rómantisk. Ég hitti Ro- berto, og eftir það leit ég aldrei á annan karlmann. Meðan hann var i læknismeðferð hann alltaf veikur. En okkur tókst aö sann- færa hann um að meðferðin kæmiað gagni, að honum myndi liða enn verr, en sjúkdómurinn myndi hörfa. Hann fór að veröa tilfinninga- laus i fótunum. Þeir lömuðust, Roberto og Kim méö sonunum Stefano og Dario nokkrum mánuöum áður en hann lézt. — Við vorum hamingjusöm og okkur skorti ekkert, segir Kim. MEÐ MANNINUM EFTIR LÁT HANS Dario var alltaf pabbadrengur —hér eru þeir feðgar i sumarsól í garðinum heima. þegar sjúkdómurinn komst i mænuna. Jafnvelþá tókst okkur að sannfæra hann um að þetta væri af meðferðinni og hann fengiaftur mátt i fæturna. ,,Við sögðum að þú yrðir enn verri”, sögðum við, og hann trúði okkur raunverulega, þegar við sögð- um honum að hann kæmist bráðum á fætur og gæti gengið út af sjúkrahúsinu. Ég heimsóttihann daglega og fullvissaði hann um að hann liti beturútendaginn áðurÉgsagði að hann væri feitari i andliti og frisklegri. Ég iðrast þess ekki að hafa gert þetta. Hann var i bezta skapi nótt- ina, sem hann dó. Það er betra að deyja með bros á vör, en grátandi. Það hafði veriö búizt við að hann dæifyrr. Hannhlýt- ur að hafa verið mjög sterkur aö hafa getað þolað sársaukann og alla meðferðina. Við gerðum engar áætlanir. Ég vissi að hann átti að deyja, allan timann vonaðist ég til að kraftaverk gerðir. Þar að auki hjálpaði aðtala um þriðja barn- iö, sem við myndum eignast. Ég veit ekki hvað kom mér til aö stinga upp á gervifrjóvgun. En hjónalif kom ekki til greina, og Roberto vissi að hann yrði enn veikari. É g þráði dóttur. Hugsunin um barniö var mikil hjálp, þegar Roberto dó. Það var eitthvað að hlakka til, þrátt fyrir missinn. Þegar Stefano og Dario fædd- ust var Roberto hjá mér. Hann hélt i hönd mina allan timann, og sagði að þetta væru mikil- vægustu atburðir lifs hans. f þetta skiptið varð ég að vera ein.... Ég er heimsins ham- ingjusamasta móðir! Þann 10. júli fæddist Milo Cas- ali á Surrey sjúkrahúsinu, vel skapaður drengur. Daginn eftir komu Stefano og Dario í heim- sókn og hittu hamingjusama móður með litla bróður i fang- inu. Amman, Gretchen Grove, hringdi i ættingjana á Nýja-Sjá- landi, og hrópaði frá sér numin. „Hann er stórkostlegur! ” i heyrnartólið. Það voru ná- kvæmlega 16 mánuðir siðan Ro- berto Casali dó. Drengirnir tveir höföu veriö hjá ömmu meðan mamma var á fæðingarheimilinu, og fengu fréttimar viö morgunveröar- boröið. Þegar þeir læddust var- lega að rúminu þar sem mamma og litli bróðir lágu, varð Stefano að orði: — Hann er sætur! og beygði sig niður og kyssti hann varlega á ennið. Dario sagði I vonbrigðatón: — Ég hefði viljað sjá hann koma út úr maganum á mömmu! forvit- inn eins og aðrir þriggja ára snáöar. Kim hló: — Svona er Dario. Hann vill alltaf fá að vita hvað- an hlutirnir koma. — Þaö er erfiðleikanna virði aö fá að lifa þetta. Ég trúi þvl varla að ég liggi með Milo i fanginu. Það skiptir engu máli, að hann varð ekki stúlka. Ég held að Stefano og Dario verði alveg eins ánægðir meö litla bróður. — Hann borðar áreiðanlega stcik og kartöflur áður en hann cr orðinn eins árs. Svo stór er hann! — Litla bróður? Fimm og hálft kiló! Ég hugsa að hann verði farin aö borða steik og kartöfluráðuren hann er orðinn eins árs. Ég hefði aldrei trúaö að ég gæti borið svona mikinn umframþunga svona lengi. En hann er vel skapaður, fallegur, og ég er hamingjusamasta móð- ir i heimi! Fæöingin gekk vel, raunar varð hún fimm dögum of seint, en þegar Milo loks boðaöi komu sina gekk það svo hratt að Kim rétt komst frá Weybridge i út- jaðri London á sjúkrahúsiö. Þrem stundarfjóröungum eftir að hún kom á fæðingarheimilið var fæðingunni lokið. Daginn eftirskrifaði Kim kort til vina og ættingja — sérstak- lega teiknaða fæðingartilkynn- ingu af stúlkunni úr „Ast er....” myndaflokknum, akandi bama- vagni. Einhvern tima ætla ég að segja honum... Fullt nafn drengsins er Milo Roberto Andrea. — Ég vil halda mér við ítölsku nöfnin eins og á Dario og Stef- ano, segir hún — og auövitaö varð hann að heita Roberto aö miðnafni. Hann er raunar eftir- myndin hans Stefano, nema hvað hann er meö háralit Darios. En helzt vildi ég að hann liktist föður sinum með aldrin- um.... Meðgöngutiminn var Kim erf- iður. — Þegar fylling timans nálg- aðist grét ég samfleytt i tvo daga, segir hún. — Ég var mjög miður min. Svo hringdi ég til læknisins, sem haföi rannsakað mig reglulega, og baö hann að athuga hvort allt væri i lagi með barnið. Hann sagði að allt liti vel Ut. En skyndilega kom það, fjór- um dögum eftir timann og eftir að ég hafði búið mig undir erfiða fæöingu. Skyndilega var f æöing- inafstaðin, og ég fékk hann upp i til min vafinn i teppi. Ég lagöi hann á brjóst og hann byrjaði strax að sjúga. Ég gat ekki fengið nóg af að horfa á hann. Ég fylltist stolti. Það versta viö siðustu vikurn- ar var, að ég haföi engan að styðjast við, þegar ég var niöur- dregin. Ég á góða vini, en þeir koma ekki I stað eiginmanns, sem þú elskar og veizt aö elskar þig. Ég hef aldrei á allri ævínní verið jafn einmana. — Báöir eldri synir mlnir eru auðvitað alveg sérstakir en þessi er enn sérstakari. 1 gær- kvöld þegar allir voru farnir, lá ég ein i myrkrinu og hlustaði á andardrátt Milos við hlið mér. Ég hugsaði: Einn góðan veður- dag fær hann aö vita aö faöir hansdólönguáöuren hann varö til. En þegar sá timi kemur, vonast ég til að hafa veitt hon- um svo mikla öryggistilfinningu og ást, að hann þoliaö heyra það sem ég hef aö segja honum.... Þýtt og endursagt: SJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.