Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 37

Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 37
Sunnudagur 25. september 1977 37 Leikurinn — að steypa kerti. Hérna flýtur vaxið i stórum, stórum potti. Timamyndir Gunnar Ömar bjó fyrst til kall og svo skrifaði liann nafnið sitt inn i hringinn. Sigurður Sævar Sævarsson. Hanna Maria Asgrimsdóttir málaði eiturslöngu, sem var að flækjast. Gunnlaugur Guðmundsson málaði þetta iika fallega blóm, en hrærði svo i öllu sainan út um allt blað. Þegar listaverkin eru tilbúin, safnast bekkurinn saman i setkróknuin og fær að heyra sögu. Það er leikur að læra... Þau eru sex ára og fyrir skömmu hófu þau skólagöngu sina i Hvassaleitisskóla. Skóla- timinn er tveir timar á dag,íimm daga vikunnar. Það er að visu stuttur timi, en ungt atorkufólk er fljótt að þreytast á skóla- setum. Sem betur fer er skóla- stofan rúmgóð, gólfpláss til að hreyfa sig og litill setkrókur þar sem hægt er að lita i mynda- bækur. Kennarinn er Ásta Valdi- marsdóttir, og þessi átján börn, sem nú eru að stiga fyrstu sprin á menntabrautinni verða að læra lúta stjórn hennar. Þau verða að læra að umgangast og starfa eðlilega og óþvingað með stórum hóp bekkjarsystkina. Þegar við komum i heimsókn, var siðari kennslustund dagsins að hefjast. Börnin fengu dag- blað til að breiða á borðið, pappirsörk, lim og siðan liti, fyrst bláan og svo rauðan. Þau voru ekki lengi að komast upp á lagið með að mála með fingra- lit. Það er gaman að finna fingurgómana hræra i litunum og liminu á pappirnum. Og út- koman verður eins margvisleg og börnin eru mörg. Áður en kemur að venju- bundnu námi i lestri og reikn- ingi, þarf barnið að fuppfylla lágmarksskilyrði um einbeit- ingu, skynjun, málþroska og almenna reynslu, ef kennslan á að bera árangur. Sex ára deildum barnaskól- anna er ætlað að brúa bilið milli leiktimabilsins og skólatima- bilsins i lifi barnsins og tryggja þvi möguleika á að þroska hæfi- leika sina alhliða. Val viðfangsefna i byrjun er mjög mikilvægt. Verkefnin verða bæði að vekja áhuga barnsins og vera i samræmi við getu þess. Ef þau eru hæfilega þung, þroskast barnið i glim- unni við þau og eflist til frekari átaka. Séu þau hins vegar barn- inu ofviða, lamast áhuginn og barnið missir trúna á getu sina. Áhrifin, sem barnið verður fyrir, þegar það fæst við verk- efnin i upphafi skólavistarinnar, eru ákvarðandi um, hvort þvi nýtast áskapaðir hæfileikar sinir við námið eða ekki — og þetta á ekki aðeins við um fyrsta skólaveturinn, heldur markar það allan námsferilinn. Starfið i sex ára deildunum er i fyrstu einkum fólgið i söng og tónlist, rytmik og hreyfi- leikjum, umferðarfræðslu, myndið i ýmsu formi, málnámi og máltjáningu, sem smám saman þróast yfir i kerfis- bundnar foræfingar að lestrar-, skriftar- og reikningsnámi. Þessar greinar eru tengdar saman og sveigjanleiki rikir i námsstarfi sex ára barnanna. Tilgangur starfsins þetta timabil er að þroska barnið al- mennt tilfinningalega, vits- munalega og félagslega. I framhaldi af foræfingunum hefst siðan kennsla i lestri, prenti og átthagafræði, enn- fremur frumkennsla i stærð- fræði. Aherzla verður lögð á að leggja traustan grundvöll að höfuðnámsgreinum barnaskól- ans án kröfu um fyrirfram skil- greindan námsárangur, en engin próf verða lögð fyrir nem- endurna við lok námstimans i vor, þar sem sex ára börn eru ekki skólaskyld þótt þau komi nær undantekningalaust i skól- ann þetta fyrsta ár. Þegar nýliðarnir i Hvassa- leitisskóla voru búnir að ljúka við myndirnar sinar, þvoðu þau sér um hendurnar. Siðan settust þau i krókinn þar sem mynda- bækurnar eru, en í öðru horni stofunnar er raunar ofurlitið leiksvið og eitthvað af búning- um. Og svo bað hún Ásta þau að hjálpa sér að sýna okkur hvernig hún fer að þvi að steypa kerti. En það er ágætis leikur fyrir þá, sem þurfa að búa sig undir að takast á við hvers kyns verkefni á menntabrautinni, hvort sem það er i skrift, teikn- un, handavinnu, iþróttum eða bóknámi. 1 þessum leik fá þau að flatmaga á gólfinu, teygja sig lengst, lengst upp i loftið og kúra sig aftur hægt og hægt al- veg niður i gólf. Og svo er að setja listaverkið frá i gær niður i skólatösku. Það getur lika orðið vandaverk fyrir litlar hendur, sérstaklega þegar listaverkið er stórt en taskan litil. Næst klæða börnin sig i og fara i röð. Og þótt ótrúlegt megi virðast ganga þau næstum steinþegjandi niður stigann. Þegar út er komið geta þau hoppað og skoppað, en þau verða að muna að gæta sin i um- ferðinni á leiðinni heim. SJ Það er gaman aö mála meö fingralitum og góö æfing fyrir vanda- Skóladeginum er lokiö og þá er aðeins eftir aö komast heil á húfi heim. samari handarverk sföar meir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.