Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 15
Sunnudagur 25. september 1977 15 'Náttúrufegurb dalanna i ftölsku ölpunum er viðrómuö. Þetta er Val di Rhemes. Svo er önnur frásögn varð- manns sem segir hér frá þvi hvernig steingeit kom i veg fyrir. að örn hremmdi kiðlinginn henn- ar. — Ég sat og virti fyrir mér fjallið igegnum kiki. Sá ég þá örn sem flaug rölega nærri fjalls- hliðinni. Allt i einu flaug hann i hringi mjög nálægt grýttri fjalls- hliðinni, og hélt ég að hann ætlaði að hrem ma þar eitthvert s mádýr. Þegar ég rýndi betur sá ég litinn steingeitarkiðling, sem hljöp til og frá i grýttri hliðinni. Grjótið þar kom i veg fyrirað örninn næði til kiðlingsins. Vesalings kiðling- urinn þaut fram og afturum stór- grýtið i örvæntingarfullri hræðslu, en gat ekki lagt á flótta. Ég fylgdist með hvernig örninn gerði hverja tilraunina á fætur annarri til að hremma bráðina,- en sá svo hvar steingeit kom aðvifandi. Og þegar örninn kom auga á hana, sló hann til öflugum vængjunum og sveif rólega upp með fjallinu og gaf upp á bátinn þessa kræsilegu bráð. öflug gæzla. Þessi Stóra Paradis (Gran Paradiso) væri örugglega ekki svona tilkomumikil, ef ekki kæmi til öflugt starf varða sem þarna eru allan ársins hring. Starf þess- ara manna er raunar forsenda þess að nútimamönnum gefist færi á að njóta þar ósþilltrar nátt- úru. Lifið uppi i fjöllunum er erfitt bæði mönnum og dýrum. Frá þvi i nóvember fram i april vinna varðmennirnir niðri i dölunum. Þeir fara til starfa fyrir birtingu og moka vegiog stiga fram i'niða- myrkur. Þegar tungl er fullt verða þeirað standa vaktir allan sólarhringinn, þvi að þá er timi veiðiþjófa. Veitingastaðir borga um 3500 n. kr. fyrir skrokk af steingeit, svo eftir nokkru er að sælast fyrir óráðvanda veiðimenn. Á þessum árstima er knappt um fæðu fyrir dýrin og þegar harðast er sækja þau niður i dalina. Veiðimenn geta.lagt að velli gemsu rétt fyrir utan svefn- herbergi varðmannanna. Þeir hafa hljóðdeyfi á byssum sinum og skotið verður aðeins daufur smellur i' næturkyrrðinni. A sumrin hafast varðmennirnir við ofar eða i 2000 til 2600 metra hæð. Þar eru þeir i litlum, fábrotnum kofum, þar sem eru tvær kojur, ullarteppi, borð, stólar, primus og pottar. Vatn verða þeir að sækja i læki. Vekjaraklukkan vekur þá fyrir sólarupprás og þeir halda til starfa meðan næturhúmið liggur enn yfir dalbotnunum. Siðan snúa þeir ekki heim i kofana fyrr en skyggja tekur, eftir 14, 15 tima útivist. Fyrir kemur að vaktmenn hafa útvarp meðferðis og þá má reyna nokkuð skemmtilegt. Oft finna dýriná sér þegaróveðureri nánd og flykkjast þá að varðkofunum. Einu sinni sem oftar höfðu dýr- in pata af óveðri og þyrptust að kofunum. Vaktmaður i einum kofanum hafði útvarp i fórum sin- um, og þegar hann sá dýrin við kofann, stillti hann útvarpið eins hátt og hægt er með dynjandi músikk. Dýrin hættu að nasla, litu upp og spertu eyrun. Þau nutu greinilega tónlistarinnar. Þegar varðmaðurinn dró niður i tækinu, heyrðist óánægjubaul frá stein- geitunum, þær gengu burt og byrjuðu aftur að nasla. VarðmennirnireruUtbúnir með byssur, en jafnvel getur peli með mjólk komið sér vel, t.d. ef þeir ganga fram hjá hjálparvana kiðling. Kikirinn er samt nauð- synlegasta tækið þeirra. Þeir finna sér góða snös að standa á og horfa fránu kikisauga yfir næsta nágrenni. — Dýrum stolið 1 eina tið var töluvert um að steingeitum væri stolið úr ölpun- um, sem skilja að ítaliuog Sviss. Þessir ólöglegu flutningar og óskipulegar veiðar höfðu næstum útrýmt stofninum i' byrjum nitjándu aldar. Yfirvöld komu þó iveg fyrir algera útrýmingu með friðun Gran Paradiso árið 1821. Árangurinn af friðunaraðgerðum var til þess að stofninn komst upp i 3000 dýr. Það voru mörg lönd sem ekki gátu unnt Italiuþess, að hafa dýr eins og steingeitur i landi sinu, þar á meðal Sviss. Svissnesk yfirvöld fóru þess á leit við itölsk yfirvöld að fá að taka i sina vörzlu einhvern hluta þess- ara sjaldgæfu dýra, en var auð- vitað synjað. Mátti með þvi segja að málið væri útrætt. Nokkrum árum eftir þessa málaleitan Svisslendinga urðu menn samt varir við litinn flokk steingeita iSt. Gallen héraði i Sviss. Skýringin var þessi: Svissneskur náttúrufræðingur, RóbertMander að nafni, gerði út leiðangra i Alpana til að ná stein- geitum. Fékk hann tilliðs við sig fátæka fjallabændur og borgaði þeim þúsund franka svissneska fyrir hverja steingeit sem þeir komust með ofan úr fjöllunum. Það var dálagleg upphæð i þann tið. Súupphæð borgaði sig þó eng- an veginn. Steingeiturnar höfðust við isnarbröttum fjallshliðum, og það var engin leið fyrir venjulega menn að komast nálægt þeim til að skoða þær. Að nokkrum árum liðnum voru þær svo til gleymdar i Sviss. Framtið Gran Paradiso Gran Paradiso prýðir flest það, sem þjóðgarð getur prýtt: og þeir sem þangað leita finna flestir hvild á likama og sál. Mikið er þó undir þvi komið að nærliggjandi byggðarlög beri hag garðsins fyr- ir brjósti i' náinni framtið. Þau hafa áformað byggingu hótela með 4-5 þús. gistirúm. Þær áætl- anir sem eru á döfinni eru flestar gerðar með ferðamenn i huga. Fjármálamenn hafa auövitað komið auga á þá möguleika sem Gran Paradiso býður upp á, og vilja ólmirfá að reisa þar staði til að græða á ferðamönnum, en yf- irvöld kæra sig auðvitað ekkert um þá. Ef slik starfsemi væri gef- in frjáls væri ómögulegt að hafa nokkra yfir sýn yfir hana, allt starf varðmanna yrði mjög erfitt og þá yrði kannski öllu erfiðara að vera steingeit. Þess vegna gera byggðarlög, sem sjá um Gran Paradiso, sér ljóst, að það þarf að gæta vel þessa gimsteina ítala. (Þýtt og endursagt S.St. /"------------\ Víltþú eignast hlut í banka ? Samvinnubankinn hefur ákveðið: • að gefa út fríhlutabréf að upphæð ÍOO milljónir kr. og tvöfalda á þann hátt hluta- fjáreign núverandi hluthafa • að auka hlutafé bankans úr 200 millj. í 500 millj. kr. • að gefa öllum kost á að gerast hluthafar Hlutabréfin eru að nafnverði 10 þús., 50 þús., 100 þús. og 500 þús. krónur. Helmingur greiðist við áskrift en eftirstöðvarnar innan árs. Upplýsingar og áskriftalistar í aðalbankanum, útibúunum og í kaupfélögunum um land allt. Kynningarbæklingur sendur þeim, sem þess óska. VILT ÞÚ VERA MEÐ! Samvinnubankinn Bankastræti 7, Reykjavík sími 20700 Húseigendur í Hveragerði — á Selfossi — i Þorlákshöfn — á Stokkseyri — á Eyrarbakka og ná- grenni. Þéttum sprungur i steyptum veggjum og þökum með Þan-þéttiefni, áralöng reynsla i meðferð og þéttingum með Þan-þéttiefni. Látið þétta húseign yðar fyrir veturinn og verjið hana fyrir frekari skemmdum. Leitiðupplýsinga i sima 3863 Þorlákshöfn. Höfum á söluskrá mikið úrval vörubifreiða og vinnuvéla. M.a. Volvo 85, 86 og 88, Scani Vabis 76, MAN og Benz margar gerðir 6 og 10 hjóla. Kynnið ykkur verð og skilmála. Látið skrá hjá okkur ef þér þurfið að selja. Vagnhöfða 3 Reykjavik Simi 8-52-65 Vörubila & vinnuvélasala.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.