Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 20
20 Sunnudagur 25. september 1977 Sunnudagur 25. september 1977 21 Eins og flestum lesendum Tim- ans mun vera kunnugt, þá er Rannsóknastofnun landbúnaöar- ins til húsa aö Keldnaholti i Mos- fellssveit. Þar er aö sjálfsögöu margvisleg visindastarfsemi um hönd höfö, og þar vinna margir ungir og efnilegir fræöimenn. Einn þeirra er Þorsteinn Tómas- son jurtaerfðafræöingur. Hafði snemma áhuga á náttúrufræði Þorsteinn er nú hingað kominn til þess aö spjalla við lesendur Timans, og fyrsta spurningin, sem fyrir hann verður lögö, er á þessa leiö: — Hvað er langt siöan þú fórst að fást viö þá hluti, sem þú ert meö á milli handanna núna? —-Ég réðist til Rannsóknastofn- unar landbúnaöarins i septem- bermánuöi 1970 og hef veriö þar siðan, aö þvi undan skildu, aö ég dvaldist viö nám i Uppsölum i Sviþjóð veturinn 1974-’75. Auk þess vann ég hér á stofnuninni nokkur sumur meöan á námi minu stóö. — Og sérgrein þin er auðvitað erföafræöi og kynbætur jurta? — Ég lærði það sem kallað er hagnyt grasafræöi i landbúnaöar- deild háskólans i Aberdeen á Skotlandi. — Þú þekkir þá vist islenzkar jurtir, flestar eöa allar? — Þaö kemur nú mest af sjálfu sér, þegar áhuginn erfyrir hendi, og sifellt er unniö aö þessum hlut- um. — En ert þú samt ekki fæddur og uppalinn i Reykjavlk? — Nei, ég fæddist i Uppsölum i Sviþjóö, en fluttist til Islands fjögurra ára gamall, og þá til Reykjavikur, þar sem ég hef átt heima siöan. Foreldrar minir eru Tómas Tryggvason jarðfræöing- ur og Kerstin kona hans. Reykja- vik var ekki ein um þaö aö móta mig. Ég var alltaf i sveit á sumr- in, öll min bernskuár, eftir aö viö komum heim til Islands, fyrst hjá föðursystur minni, Kristlaugu Tryggvadóttur, og manni hennar, Valdimar Asmundssyni, bónda á Halldórsstöðum i Báröardal. Sið- an var ég fimm sumur hjá Sig- hvati Arnórssyni á Miðhúsum I Biskupstungum, og eitt sumar á Guölaugsstööum I Blöndudal, hjá Guömundi Pálssyni. Ég tel þannig, aö ég hafi að minnsta kosti þekkt allvel til sumarstarfa i sveit, þegar ég hóf nám mitt, og ég haföi gaman af öllu, sem viö kom gróöri jaröar, og náttúrufræöi yfirleitt. Stund- um fór ég meö pabba, þegar hann var í visindaferöum, og þaö jók enn á náttúrufræöiáhuga minn. Að kynbæta Islenzk grös — Þú hefur svo getaö snúiö þér beint aö áhugaefni þinu, þegar þú hafðir lokiö námi I menntaskdla? — Já. Ég sótti um skóla i Skot- landi, komst þar aö, stundaöi þar nám í fimm ár, og var ráöinn aö Keldnaholti strax og ég kom heim frá námi. — Þá er vist næst fyrir hendi að spyrja: Hvaö er það sem þú gerir i Keldnaholti? — Meginstarfssvið mitt flokk- ast undir jurtakynbætur. Innan þess sviös fæst ég mest viö aö kynbæta Islenzk grös 1 þvi augna- miöi aö efla og bæta þá eiginleika þeirra, sem okkur varöar mest: uppskeru, vetrarþol osfrv. Þarna fæst ég mest viö þau grös, sem eru algengusti islenzkum túnum, svo sem snarrót, vallarsveifgras, túnvingul og lingresi. En þar aö auki vinn ég viö ýmsar erlendar tegundir, sem hafa veriö reyndar hér, en henta ekki, eins og þær eru, og þá er spumingin, hvort ekki er hægtaö auka hæfni þeirra meö kynbótum. Þaö er mikilvæg- ur þáttur i svona starfi aö skoöa þann efniviö sem berst erlendis frá, leita aö nýjum tegundum og stofnum og kanna, hvernig þetta reynist viö islenzkar aöstæöur. — Hérerþá um þaö aö ræöa, aö islenzkar jurtir megi kynbæta, þannig aö þær geri hvort tveggja, gefi meira af sér og þoli betur is- lenzka veröráttu? — Kannski vitum viö nú ekki svo m jög mikiö um isienzku grös- in, yíirleitt. Viö eigum ekki marga stofná af þeim, og reyndar Þorsteinn Tómasson aö störfum. — Kornatilraunir á Rangárvöllum. Ljósm. Þ.T. Hér er Þorsteinn innan um safn af strandreyr, sem hugsanlegt er að verði nytjagras á islandi i framtiöinni. Ljósm. Þ.T. Kornakur á Geitasandi. Þeir eru að visu til fleiri en einn á tslandi, en þessi Geitasandur er að sjáifsögðu í Rangárvallasýslu. Ljósm. Þ.T. Frætaka af túnvingii, sem er uppgræðslu- og beitargras. Ljósm. Þ.T. engan á markaöi, en hins vegar höfum viö ákveönar hugmyndir um vaxtareiginleika Islenzkra grasa, miöaö við erlenda stofna af sömu tegundum. Þaö hefur oft viljað reynastsvo, aö Islenzk grös byrji vöxt heldur seinna á vorin og sölni fyrr á haustin en sömu tegundir erlendra jurta, en jafn- framt eru islenzku grösin harö- geröari gagnvart vetri en þau út- lendu. En við viljum reyna aö finna grös, sem sameina þá kosti aö lifa vel og gefa mikla uppskeru. Viö þekkjum fjölmörg dæmi um er- lendar tegundir, sem gefa mikla uppskeru, en i fyrsta verulega haröa vetrinum sem kemur, deyja þau. Þegar notkun sáögresis varð aimenn hér á landi eftir siöustu heimsstyrjöld, var mjög miklu sáö hér af erlendum fræblöndum, einkum frá Skandinaviu, Banda- rikjunum og Kanada. Þau grös, sem þarna var sáö til, hafa siöan dáiö, ýmist smám saman eða skyndilega. Inn i túnin hefur þá komið Islenzkur gróöur, en bænd- urhér gera litiö að þvi aö endur- rækta tún sin. Afleiöingin er sú, aö íslenzkur gróöur veröur mjög rikjandi i þeim túnum, þar sem erlenda sáögresiö hafði dáiö, en þessi i'slenzki gróöur er misjafn- lega góöur. Oft eru þessi tún meö islenzku jurtunum bæöi grasgefin og vetrarþolin, en hins eru lika dæmi, aö gróöurinn i nágrenni túnsins hefur ekki verið góður til þess að taka viö af erlendu jurt- unum, sem þoldu ekki hinar nýju aöstæöur. Oft hafa borizt inn i ný- ræktina óæskilegar plöntur, sem gefa til dæmis litla uppskeru, svo aö úr veröur hálfgerö óslægja. tslenzku jurtirnar stóðust þolraunina Náttúruvaliö getur unniö ótrú- lega hratt. Viö getum gengiö út frá þvi, aö jurtir, sem vaxiö hafa veriö ákveöin skilyröi, hafi mót- azt mjög af þessum skilyröum. Þegar kynbæta skal jurtir eöa búa til stofn, liggur þvi beint viö að leita jurta til sllks viö skilyrði sem allra likust þeim skilyröum, sem viö ætlum aö bjóða þessum plöntum síöar. Það er til dæmis mjög gott aö safna i gömlum, is- lenzkúm túnum. Þar eru gjarna uppskerumiklar jurtir, sem eru búnar að þola harðræöi veöur- farsins langalengi, hver plöntu- kynslóðin eftir aðra, og eru þvi liklegar til þess að halda áfram aö standa af sér m islynt veöurfar. Ágætt er lika aö leita fanga á stööum, þar sem náttúrleg frjó- semi er mikil. Þar á ég til dæmis við fuglabyggö, ekki sizt i eyjum og annars staöar, þar sem fuglar bera mikiö á, og meira en islenzk- ur bóndi myndi gert hafa. — Þannig hef ég til dæmis fundið mjög athyglisveröan efniviö af vallarsveifgrasi i Breiöafjarðar- eyjum, og af túnvingli reyndar llka. Þetta er þeim mun athyglis- veröara vegna þess, aö þarna hefur ekki aöeins verið mikiö bor- iö á, heldur lika mikiö heyjaö og beitt. Efleita skalaðuppgrasðslujurt, til dæmis stofni sem hentaði vel til þess að græöa upp sanda, þá er hennar helzt aö leita I sendnum jarövegi. Dæmi um árangur af sliku er t.d.tilraun, sem dr. Björn Sigurbjörnsson gerði fyrir um 15 árum. í þessari tilraun var sáö erlendum grösum, stofnum, sem voru á markaði hér, auk tveggja stofna af islenzku vallarsveif- grasi. Það var boriö á reitina tvö fyrstuárin, en siöan hefur ekkert verið gertviö þessa tilraun, og nú er svo komið aö ekkert er lifandi, sem þar*var sáö, nema islenzku grösin, en þau eru hins vegar gullfalleg og meö algera „þakn- ingu,” en þaö þýöir, aö þau þekja flötinn algerlega, svo aö þar sér ekki I beran sand. íslenzku jurtirnar hafa haldiö út, án þess aö hopa af hólmi. Merkasta jurtin, sem flutt hefur verið inn — Hverjar hafa gefizt bezt þeirra jurta, sem fluttar hafa verið inn frá útlöndum? — Liklega er óhætt aö segja, að vallarfoxgrasiö sé merkasta jurt- in, sem flutt hefur verið hingaö til lands. Þaö hefur náö mikilli út- breiöslu hér, og vinsældum, enda ertvimælalaust, aö þessi jurt hef- ur margt til slns ágætis. Vallar- foxgras gefur mikla uppskeru, þaö er lostætt, og þess vegna er eölilegt aö bændum þyki þaö harla góð jurt tilheyöflunar. Hins vegar hefur það þann ókost, aö það sprettur fljótt úr sér. í óþurrkatiö er mjög sennilegt, aö islenzku grösin haldi fóöur- gildi sinu lengur en vallarfoxgras- iö. Næringargildi þess fellur mjög hratt, eftir aöliða tekur á sumar. Nú er svo komið, aö hér á landi eru aöallega tveirstofnar sem um er að ræöa. Annar er norö-norsk- ur, og heitir Engmo, en hinn er is- lenzkur stofn, sem dr. Sturla Friöriksson á heiöurinn af, og heitir Korpa. Korpa er eini stofn- inn hér hjá okkur, sem er kominn svo langt að vera seldur til bænda. Brýnasta verkefnið núna er aö koma fleiri stofnum á markaðinn til ýmissa nota, bæöi til túnræktar yfirleitt, og ræktun- ar i túnum viö mismunandi skil- yröi, til dæmis bæöi i móa- og mýrajarövegi o.s.frv. Af Islenzku grösunum hef ég mestan áhuga á vallarsveifgras- inu. Þaö er aö mörgu leyti mjög gott gras, þaö er „skriöult,” sem þýöir, að jurtin vex út I skellur, sem myndazt hafa i túninu af ýmsum ástæðum. Vallarsveif- gras á sér langan vaxtartima, þaö þolir vel beit og gefur mikla uppskeru. Það eru til margir stofnar af vallarsveifgrasi, sem hafa aö visu gefizt misjafnlega vel. Nokkrir hafa þó gefið mjög góöa raun, en þeir stofnar, sem Bygg-afbrigöieru mjög mismunandi aögerö oglögun. Ljósm.Þ.T. nú eru komnir i úrval okkar hér, lofa mjög góöu og viröast^ taka hinum erlendu stofnum fram. Nokkuð hefur verið gert að þvi 'aö senda fræ til útlanda til fræ- ræktar þar, en frærækt islenzkra jurta, t.d. i Danmörku, hefur mis- tekizt svo að segja algerlega fram til þessa. Sömu sögu er reyndar að segja af öðrum norrænum stofnum, t.d. frá Norður-Noregi. Norðmönnum hefur gengið erfiö- lega að fá frærækt af sinum stofn- um á suölægari breiddargráðum. Rétt er þó aö taka fram, að tek- izthefur aö rækta vallarfoxgrasiö og Korpu til fræs erlendis. Getum við ræktað fræ? — En er óhugsandi aö gera þetta hér heima? — Þetta er eölileg spurning, og núhlýturathygliokkar aö beinast að þvi, hvort viö séum ekki þess umkomnir aö rækta fræ sjálfir i einhverjum verulegum mæli. í þeim efnum eru einkum tvær spurningar mjög brýnar. í fyrsta lagi: Getum viö ræktað fræ hér á landi, — og þá meö hve góðum árangri? Og i öðru lagi: Hvers vegna er ekki hægt að rækta fræ af islenzkum stofnum á erlendri grund? Okkur er mikil nauösyn aö ná f ræræktinni vel á strik, hún er einn snarasti þáttur allrar kyn- bótastarfsemi á sviði grasræktar. Ariö 1974 fengum viö nokkurt fé frá Þróunarsjóöi Sameinuöu þjóöanna til þess að hefja hér fræ- rækt. Nú hefur verið komiö upp góöri aöstööu á Sámsstööum i Fljótshlið, og þar mun veröa mið- stöö islenzkrar fræræktar i fram- tiöinni. — Eru þær tilraunirekki komn- ar á staö? — Viö erum eiginlega á fyrsta ári tilraunanna. Þær niöurstöður, sem viö erum aö fá núna, lofa góðu um frærækt vallarsveif- grass, en aftur á móti er heldur snemmt að segja, hvernig okkur muni ganga með túnvingulinn. — Er veöurfariö ykkur ekki neinn Þrándur i Götu? — Jú, ekki er þvi aö neita. Lik- lega eru þaö ekki neinar öfgar aö segja, að haustveörin séu alvar- legasta vandamál fræræktar á Is- landi. Eins og allir vita, sem gefa veðrinu einhvern gaum, kemur þaö iðulega fyrir, aö stormur og rigning standi langtimum saman, einmitt um það leyti, sem fræ er að þroskast. Einn góöan veöur- dag gerist þaö svo, aö sunnanros- inn snýst upp i noröanátt, þaö birtir til og hvessir af noröri. Þá fýkur fræið út I buskann, og allt erfiðiö hefur oröiö til einskis. Þetta á einkum viö um túnvingul- inn, en minni hætta er meb vallarsveifgrasið, þvi að þaö heldur fastara i fraáð. Og þessi hætta er naumast fyrir hendi i út- löndum, af þvi aö þar er þroskinn svo miklu fyrr á ferðinni. Þar er fræuppskera i júli, en hér um — eöa upp úr mánaðamótum ágúst/september. — Er ekki meðferð fræs, eftir uppskeru, lika mikiö vandaverk? — Jú, öll sú meðferð er ákaf- lega mikils verö. Þar koma til greina þurrkun, hiti og ýmis önn- ur atriði. Þaö er nefnilega ekki nóg að eiga fræ, það verður lika aö geta spirað. — Þetta hafiö þiö nú samt verið að gera, og meö alveg viðunan- legum árangri, aö ekki sé meira sagt. — Við vonum, aö þetta sé að komast á skriö. Þá ætti ekki aö liða á löngu, þangað til við getum boðið nokkurt úrval Islenzkra stofna til ræktunar. Hitt er allt annaö mál, hvort Rannsókna- stofnun landbúnabarins muni sem slík standa aö frærækt i stór- um stil. Um þaö vil ég ekki spá neinu. Kornrækt er sennilega um átta þúsund ára gömul — Þegar þú komst til min áðan, til þess aö taka upp þetta viðtal, munt þú hafa komið einhvers staðar ofan úr hliðum Esjunnar. Hvaö varst þú að gera þar? — Aöur en ég svara þessari spurningu beint, er bezt aö ég segi frá þvi, að eftir að ég haföi verið við nám i Uppsölum i Sviþjóð veturinn 1974-’75, fékk ég mikinn áhuga á byggi, og korntegundum yfirleitt, en i Uppsölum hefur mikið veriö unnið að kynbótum á hinum ýmsu tegundum korns. — Nú, og auövitaö smitaöist ég lika af þeim áhuga á kornrækt, sem gert hefur vart viö sig hér á landi, og þar er frægast fordæmi Klemenzar Kr. Kristjánssonar, fyrrv. tilraunastjóra á Sámsstöð- um. Bygg er ákaflega skemmtileg jurt við að fást. Það eru til feiknin öll af heimildum um bygg, þvi að mikið hefur verið um það skrifaö, bæði fyrr og siöar. Þannig vita menn mikiö um þá eiginleika þessarar jurtar, sem ráöa mestu um uppskeru hennar. En hins vegar búum við hér á tslandi viö sérstök skilyröi hvað veðurfar og varöveg snertir, og þess vegna er mikilsvert aö gera tilraunir sem miöa aö þvi að kanna hvaöa þætt- ir það eru, sem hafa mest áhrif á þaö, hvorthértekstaö rækta korn eöa ekki. Þaö er m.a. þetta, sem ég er aö kanna meö tilraunum mfnum. 1 vor sáöi ég mörgum afbrigö- um korns I mismunandi hæö i Esjunni. Þar eru vaxtarskilyröi aö flestu leyti svipuö frá einni stöð til annarrar, nema aö hitinn fer auðvitaö lækkandi eftir þvi sem ofar dregur. Auk stöðvanna i Esjunni, fer þessi tilraun fram viös vegar um land, þar sem gerðar eru veðurathuganir, og þannig fæst nokkuö góö hugmynd um áhrif veðurfarsins á vöxt og viðgang kornsins. Hvaða áhrif hefur rigningasumar, hitasumar, þurrkasumar osfrv.? • — Hafa menn ekki ræktaö bygg svo aö segja frá ómunatlð? — Ræktun þess hefur sennilega hafizt, þar sem nú heitir Pales- tina, fyrir um þaö bil átta þúsund árum. Síðan barst þessi ræktun norður eftir Evrópu, hægt og hægt, og fjögur þúsund árum seinna voru Norðurlandabúar farnir aö rækta bygg. Það fólk, sem nam Island og settist hér að, fyrir rúmum þúsund árum, hefur kunnað til kornræktar, og vitað er, a ð hún var stunduð hér á landi langt fram eftir öldum. Um hana eru skráðar heimildir allt fram á átjándu öld. Er hægt að rækta korn á íslandi? Þessi staðreynd hefur löngum veriö islenzkum mönnum hug- stæö, og vakið hjá þeim þrálátar spurningar um, hvort ekki sé hægt að taka þennan þráð upp aftur, þótt niður félli um stund, þegar þjóðin var hvað harðast leikin af hvers konar óáran. Og menn gerðu meira en að spyrja spurninga. Nú, á tuttugustu öld, hófust áhugamenn handa um kornræktartilraunir, en meö mis- jöfnum árangri. — Hvað olli þvi að árangurinn varð svo misjafn? —- Sennilega er meginástæöan sú, að okkur vanti afbrigöi, sem hentar þeim aöstæöum, sem hér erufyrir hendi. Viö erum á jarðri, eöa mörkum þess svæöis, þar sem hægt er að rækta korn meö viöhlitandi árangri. Og viö búum við veðurfar, sem aö mörgu leyti er ákaflega sérstætt. Hér er miklu meira um votviðri og vinda en viðast hvar annars staöar, og hérer enn fremurminna um skjól en i öðrum löndum. Hér eru þvi öll stórviöri svokölluö ,,nær”veö- ur, þaö er aö segja veður, sem eiga greiða leið aö öllu, sem er úti undir beru lofti, hvort sem þaö eru menn, skepnur eöa gróöur. Hitafariö hefur lika mjög mikið aö segja, en aikunna er, að hér á landi stigur hann sjaldan hátt, jafnvel ekki um hásumarið. Ellefu stig á celsius er ekki mikill meðalhiti I júli. Þegar þess er svo lika gætt, að mikil hreyfing er á loftinu, jafnvel alveg niðri viö jörö, þá liggur i augum uppi, aö þetta eru ekki góð skilyrði tii kornræktar. — En er ekki hægt aö gera bveeið hæfara tilþess að standast þá veðráttu, sem hér er fyrir hendi? — Það þarf aö kanna með til- raunum, hvaöa þættir þaö eru i útliti og eðlisgerð jurtarinnar, sem hafa áhrif á það, hvort hún getur þrifizt hér eöa ekki. Klemenz Kristjánsson gerði margvislegar athuganir á þvi með mælingum, hvaö bygg þyrfti mikla svokallaöa „hitasummu” til þess að geta vaxið og þroskazt. Meö þvi að skrá meöalhita hvers dags yfir sumariö og leggja sam- an, er fengin út ákveöin tala, „hitasumma”. Þessi aðferð hefur meðal annars verið notuö til þess aö reyna að gera sér grein fyrir þvi, hvernig veðurfar muni hafa verið hér, á meöan kornrækt var stunduð hér að marki. Með þessu móti er lika nokkurn veginn hægt að gizka á, hvernig veðurfari muni hafa verið háttaö, þegar menn neyddust til þess aö hætta aö rækta korn hér á landi. Hvar á landinu lagöist byggrækt fyrst niður, hvar þraukaöi hún lengst? Ef viö vikjum beint aö þvi sem ég er aö gera meö athugunum minum á byggi, þá læt ég plöntur I potta og gróðurset þær viöa um iand, eins og ég sagöi áöan. Siöan athuga ég hvaö gerist. Ég rann- saka þyngd kornanna og fjölda þeirra, hæð jurtarinnar osfrv., osfrv. — Ert þú bjartsýnn um framtiö kornræktar hér á landi, miðaö viö þá reynslu, sem fengizt hefur? — Já, þvi ekki það? Þaö er hollt að vera bjartsýnn, svo framar- lega sem bjartsýnin er ekki óraunsæ. Hins vegar er of snemmt aö spá miklu. Jurtakynbætur hafa geysiviðtæk áhrif — Eru ekki kynbættar fleiri Framhald á bls. 25

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.