Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 27

Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 27
Sunnudagur 25. september 1977 27 og sexi — og að baki ibyggins bross hennar leyndist sjálfs- gagnrýni, þvi hún vissi alltaf að hún var yfirdrifin, tilbúin goð- sögn, og hún hagnýtti sér kimni- gáfu sina til fullnustu. Aður en Mae komst á hvita tjaldið, var það dæmigerða Hollywood disin, örmjö og tæl- andi i þröngum svörtum kjól með kolsvört augnalok, sem steypti karlmönnum i glötun. En með Mae varð kynlifið frjálst og gamansamt, léttleiki án sektartilfinningar, ásakana og tilfinningum var ekki blandað i það holdlega. Að visu voru aðrar stjörnur á sama timabili, sem oft fóru með hlut- verk svokallaðra „frjálsra nú- timakvenna” — t.d. Rosalind- Russel og Claudette Colbert. En andstætt Mae stóð sjáifstæði þeirra aðeins þangað til karl- maðurinn, hetjan, lukti þær örmum og bar upp bónorðið. Mae West daðraði aftur á móti blygðunarlaust við karlmenn- ina, sem hópuðust i kringum hana eins og býflugur kringum drottningu. Hún hafði um sig karlmannlega elskhuga (bæði á sviöinu og utan þess). Claudette Colbert hins vegar giftist vinnu- veitandanum og „fullkomnaði hlutverk sitt sem kona.” Samdi sjálf hlutverkin Þaöerekki ofmæli aö fullyröa að Mae West hafi veriö kven- frelsiskona i nútimaskilningi — hún er svipmikil, þrjózk, eigin- gjörn, fær I skemmtanaiðnaði, með járnvilja og óvenjumikinn metnaö — og svo vildi til aö hún var meybarn. Vissuð þið t.d. að hún skrifaði alltaf kvikmyndahlutverk sin- sjálf. allt frá „Night after Night” (1932) og „She Done Him Wrong” (1933) til „Go West Young Man” (1943) Eða að næstum allar myndir hennar voru byggðar á kassastykkjum frá Broadway frá leikhúsunum frá þvi fáum árum áður — i endurútgáfu Mae West? Hún þreytti frumraun sina á Broad- way — sem leikritahöfundur, framleiðandi og leikkona — árið 1926 i leikritinu „Sex”. Til að sýna tiðarandann má nefna að auglýsing um leikritið fékkst ekki birt i New York Times vegna þess hve nafnið á þvi þótt ósæmilegt...Leikhús- stjórinn neri hendur sinar, en áhorfendur hrifust og sýningin fékk frábærar viðtökur. Efnið i næsta leikrit hennar var ekki siður viðkvæmt: kyn- villa. Hún var dæmd i sektir fyrir siðleysi og samtals mánaðar- fangelsi. Orðin stjarna sjö ára Þessi sérstæða kona fæddist 1893 i Brooklyn, New York. Faðir hennar var skapmikill tri, hnefaleikari, siðar hestvagna- eigandi og fasteignasali. Hann var náttúrubarn, sem gaf dóttur sinni glaðlyndi og orðheppni i vöggugjöf, en móðirin, sem var þýzk, rólynd og fögur klæddi hana i litskrúðuga silkikjóla'og liðaði á henni hárið frá þriggja ára aldri. Hún var m jög bráðþroska. Sjö ára var hún þegar viðurkennd barnastjarna i revium þess tima. Siðar ferðaðist hún með farandleikhúsi árum saman, þangað til hún ákvaö að gera eitthvað stærra: Broadway. Þótt hún væri enn tiltölulega óþekkt stærð, tókst henni^að fá framleiðanda einn til að lata sig fá hlutverk i reviu á Broadway. í laumi samdi hún hlutverkiö upp á nýtt, samdi ljóö viö söngv- ana, sem hún átti aö syngja — stal alveg senunni. Fyrirsagnir blaöanna voru á þessa leið: „Ný stjarna! Söngkona með nýjan stil! Mae West — festiö nefnið í minni! Frökk gamanleikkona meö vaggandi göngulag”. Atján ára var hún orðin Broadwaystjarna og áhorf- endur dáöu hana. Og á árunum 1911-1916 skrifaði hún og tróö upp i einni reviunni af annarri. Hún hafði hugboð Það hefur alltaf verið hennar sterka hlið að þekkja sinn vitj- unartima — .e.a.s að sjá fyrir tizkufyrirbrigöi og koma fram samkvæmt þvi. Eins og þegar hún um 1924 sá að dagar revi- unnar voru taldir. Þá ákvað hún þegar i stað að helga leikhúsinu alla krafta sina — gaman- leikjum, gleðileikjum og alvar- legum leikritum. Arangurinn varð röð kassastykkja „Sex” og „Drag” 1926 og loks „Diamond Lil" 1928 (en þar söng hún i fyrsta sinn hið sigilda „She done him wrong"). En svo urðu aftur veðrabrigði og Mae West var ekki sein á ser. Nú blés vindur- inn til vesturs til Hollywood og nýjustu uppfinningarinnar — talmyndarinnar. 1930 voru þegar 97% af öllum leikhúsum i Bandarikjunum svokallaðar kvikmyndahallir, sem kvikmyndafélög i Holly- wood áttu og ráku. Svo hún tók lestina til Hollywood. Hún kom fram i samtals 12 kvikmyndum, samdi 8 þeirra sjálf — og varð heimsfræg. Ein þeirra var „She Done Him Wrong” (byggð á Diamond Lil). Hún valdi sér að mótleikara ungan, óþekktan dökkhærðan mann. Hann hét Cary Grant. Kvikmyndin bjargaði Para- mount kvikmyndafélaginu frá gjaldþroti á myrkustu dögum kreppunnar. 1935 var hún hæstlaunaða leikkonan i Hollywood. Tekjur hennar það árið voru 480.833 Bandarikjadalir — og þá var ekki búið að finna upp tekju- skattinn i Bandarikjunum... (Til samanburðar má geta þess að Bandarikjaforseti hafði 75.000 dali á ári....) Enn nýr ferill 1 seinni heimsstyrjöldinni komu nýjar kvikmyndir og ný kvenhlutverk, sem ekki hæfðu Mae West. „Ég hef aldrei verið fyrir barðahatta, axlapúða og lághælaða skó”, sagði hún á blaðamannafundi, þegar hún lýsti þvi yfir að hún væri farin ,,á eftirlaun”. Hún var þá 52 ára gömul En ekki liðu margir mánuðir unz hún söðlaði um enn á ný og byrjaði að nýju — sem eftir- sóttur skemmtikraftur á nætur- klúbbum i Las Vegas fram til 1950. Þegar hún varö þreytt á þvi, fór hún aftur á eftirlaun, og skrifaði endurminningar sinar , ■Goodness Had Nothing To Do With It”. Bókin varð að sjálf- sögðu metsölubók þegar hún kom út 1959. Hún kom út endur- samin 1970 og Mae West lýsti þvi nýlega yfir að 1980 væri að vænta þriðju útgáfunnar... 1970, fimmtán árum eftir að húnhætti kvikmyndaleik, „kom hún aftur” 77 ára gömul i kvik- myndinni „Myra Breckin- ridge”, og }ék á móti Rachel Welch. Gagnrýnendur for- dæmdu að visu myndinni, en Mae dró til sin áhorfendur — ný kynslóð Ameriku hefur hafið hana á stall að ný. Mér fer ekki svunta Hvernig er hún f einkalifi, hvernig lifir þessi hrifandi kona, sem ekki vill verða gömul? Hún lifir þvi sem hún sjálf nefnir „lúxus einveru” (ásamt bilstjóra og ráðskonu) i sömu glæsilegu ibúðinni og hún bjó i á fjórða áratugnum. Hún er öll hvitoggul ogmeðfjöida spegla. Hún hefur einu sinni verið gift — það var 1911, þegarhún var 17 ára, en hún sá eftir tvær vikur að henni höfðu orðið á mistök, og leiðir hjónanna skildi. „Hjónaband? Hæfir mér ekki”, segir hún. „Mér fer betur að vera i náttkjól en svuntu”. 1929, þegar hrunið mikla varð i kauphöllinni og kreppan hófst i Bandarikjunum, seldu leikarar epli á götunum til að sjá sér far- boða. En ekki Mae West. „Ég? Fjárfesting min var i demöntum, ekki i bönkum, guöi sé lof. Ég fjárfesti aðeins i þvi sem ég séog get þreifað á... Hún hefur alltaf verið hagáýn og ró- leg. 84 ára gömul er hún enn sem fyrr sannfærð um kynþokka sinn. Hún ver miklum tima til að halda útlitinu við á sama hátt og hún heíur gert frá unglings- árum. Oghún er óspör á góð ráð við kynsystur sinar. Kjötsafi Ein lifsreglan hennar er „Þú ert það sem þú lætur ofan i þig”. Hún borðar ekkert steikt, enga feiti. Aðeins soðið eða glóðar- steikt ijóst kjöt og fisk og græn- meti og ávexti. Hún hefur hvorki reykt né drukkið áfengi siðan á þriðja áratugnum. En við og við langar hana i safarika steik, og þá fer hún svo að: Glóðarsteikir steikina skamma stund, og kreistir úr henni saf- ann, drekkur svo þennan kjöt- safa úr glasi — og gefur hundi dyravarðarins afganginn. Hún stundar leikfimi i klukku- stund daglega og hefur iðkað jóga i 50 ár. Hún fer tvisvar á ári til tannlæknis. „Það er sexi að hafa sinar eigin tennur á minum aldri”, segir hún stutt og lag- gott. Og svc nuddar hún ákaft fræg brjóst sin upp úr kókosoliu á hverju kvöldi, og fer svo i iskalda sturtu — til aö halda þeim stinnum og hrukku- lausum. Þegar blaðamaöur karlkyns bað i vor um sönnum þess að kókósolia væri raun- verulega góð i þessu skyni, kom glampi i isblá augu, og Mae West sagöi hásri röddu meðan dauöaþögn rikti á blaöamanna- fundinum: „Why don’t ya come up’n see me sometime... þá skal ég sýna þér...” Sögur fara ekki af framhald- inu. Að eigin sögn veröur næsta verkefni Mae West á eftir „Sex- tette” — kvikmynd um Katrinu miklu, byggð a Ieikriti eftir Mae West, sem á að heita „Katrin var stór!” Um hana segir hún andvarpandi: „Ég lit á sjálfa mig sem n.k, Katrinu miklu endurholdgaða. Við erum andlega skyldar. Sagnfræðingar halda þvi fram aðhún hafi átt 300 elskhuga en ég gat bara komið 14 að i myna- inni, þvi miður. Kvikmyndir eru jú svo stuttar nú til dags...” Þýtt SJ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.