Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 8
ii m'iii
Sunnudagur 25. september 1977
Hvassafellssel
Ingólfur Davíðsson:
Byggt og búið
í gamla daga 190
Aftalstræti 42 á Akureyri (8/8. 1977)
Saurbæjarhreppur er fremsti
hreppur i Eyjafjarðardal, og
byrjar vestan ár við bæinn Sam-
komugerði. Þar skerst Djúpi-
dalur til suðvesturs úr Eyja-
fjarðardal og fram úr honum
vmsir smádalir. er notaðir voru
sem afrettir. Einn þeirra er
Hvassafellsdalur, kenndur við
höfuðbólið Hvassafell, en þar
hefur jafnan verið stórbú og
stundum tvibýli. Einbýli þó sið-
asta mannsaldurinn. Á Hvassa-
fellsdal eru á einum stað með-
fram ánni langar, sléttar
grundir, sem Selsgrundir heita,
enda var þarna sel frá Hvassa-
felli og stundum tvö, þegar tvi-
býli var þar. Selshúsið stóðu i
einfaldri röð, hvert af enda
annars, og voru til að sjá eins og
lengja, eða eitt hús með risi út
og suður. Hvildi þakið á einum
ás, mæniás, sem lá gafla á milli
i húsinu. Veggir voru hlaðnir
mestmegnis úr grjóti með
sléttum hliðum, ef það fékkst,
en kannske eitthvað af torfi og
mosa á milli til þess að fylla upp
holur. Að innan var selið hlutað
sundur i f jögur hús eða hólf með
þverveggjum úr grjóti. Syðsta
húsið var svefnhús eða bað-
stofa, 3,4 metrar á hvern veg.
Næst var svo skyrbúr, nokkuð
mjórra, en veggurinn á milli
náði upp jafnt hliðarveggjum,
en ekki að risi. Þá var mjólkur
búr með bekkjum og hillum og
stærðin svipuð og á svefnhúsi.
Voru þar á útidýrnar, en innan-
gengt var úr þvi I skyrbúr og
svefnhús. Yzt var eldhús með
sérstökum útidýrum. I baðstof-
unni var breiður rúmbálkur
með brik og einnig var þar borð.
Gluggi var á austurhlið svefn-
hússins.
Að húsabaki voru kvlarnar og
náðu að húsveggnum að vestan-
verðu.
Talið er að siðast hafi verið
haft i seli frá Hvassafelli árið
1901.
Lýsing þessi er tekin úr bók-
inni „örnefni i Saurbæjar-
hreppi” 1957, en myndin af sel-
inu tekin af málverki eftir
Baldur Eiriksson (birt i bók-
inni).
Vikjum héðan ogstaðnæmumst
i „Fjörunni” á Akureyri við
húsið nr. 42 i Aðalstræti. Svipuð
þvi hafa mörg gömlu timbur-
húsið á Akureyri verið, einlyft
með kvisti. Húsið stendur á
stalli i reyniviðarlundi með
brekkuna að baki. Framhlið
stallsins hlaðin upp með grjóti.
Skammt er héðan I „skálda-
húsin” Páls Árdals og
Matthiasar.
Við Aðalstræti 70 hefur skáld-
skapurinn tekið á sig annan blæ,
þar er ort i stein og málma.
Myndastytturnar i garðinum
(ein sést á myndinni) gerði frú
Elisabet Geirmundsdóttir en
hún og maður hennar Ágúst As-
grimsson bjuggu i þessu húsi.
Elisabet var miklum listagáfum
gædd, en andaðist um aldur
fram, aðeins 44 ára, árið 1959.
Ekki var gróðrinum heldur
gleymt þarna. I forgrunni á
myndinni sést limgerði og
geitatoppur en tré i baksýn.
Kristján, bróðir Elisabetar,
setti upp fugla o.fl. dýr af miklu
listfengi.
Göngum héðan út á Oddeyri
og litum á Lundargötu 5 og 7.
Þar sjáum við gamalt og nýtt,
roskin hús og nýleg leiktæki
barnanna. Tré skarta og skýla
eins 'og hvarvetna i höfuðstað
Noröurlands.
Aðalstræti 70 á Akureyri (9/8. 1977)
Lundargata 7 á Oddeyri (fyrir miðju) (8/8 1977)