Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 31

Tíminn - 25.09.1977, Blaðsíða 31
Sunnudagur 25. september 1977 31 Nú-Tíminn kynnir: Chris Hill- man Chris Hillmann er i hópi meiriháttar brautryöjenda I bandariskri rokk sögu, eftir 1964. Sem meðlimur í The Byrds og einn stofnandi Flying Burrito Brothers hefur h'ann tekiö þátt i og átt þátt i aö móta margt af þvi sem erhvaö vinsælast i dag. Chris Hillman fæddist i Los Angeles 4. desember 1942. Hann byrjaði snemma aö læra á mandólin og aöeins sextán ára fór hann að koma fram i kaffi- húsum og i þjóðlaga klúbbum. Ari seinna eða 1959 g§kk hann i „bluegrass” hljómsveitina Scottsville Squirrel Barkers og gerði með þeim eina plötu. Ari seinna hætti hljómsveitin og hann gekk til liðs við Don Parnsley og Gosdin bræðurna Rex og Vern. Úr þvi varð „blu- grass”-þjóðlaga hljómsveitin The Hillmen. Þeir hljóðrituðu eina plötu (1963) en ekkert fyr- irtæki vildi gefa hana út á þeim árum, þeir fóru á hausinn og héldu hver i sina áttina. Platan varloks gefinút 1971, af Togeth- er Records, eða átta árum of seint. Eftir The Hillmen ævin- týrið gerðihann litiðjflæktist um og lét hverjum degi nægja sina þjáningu. Um haustið 1964 verða mikil straumhvörf i lifi Hillmans. Honum er boðin staða bassaleikara i nýrri hljómsveit sem á þeim tima hafði ekki einu sinninafn. 1 hljómsveitinni voru fyrir þeir Jim (nú Roger) McGuinn, David Crosby og Gene Clark, allt ungir menn, sem hver fyrir sig hafði getið sér góðan orðstir i þjóðlagatón- listinni i Los Angeles. Hillman sló til og stuttu seinna bættist sá fimmti við Michael Clarke. Úr þessu varð svo það sem oft er nefnt fyrsta ameriska „súper” hljómsveitin, The Byrds. Hillman var bassa- leikariTheByrds framá mittár 1968 og var sá sem starfaði lengst með McGuinn af þeim upprunalegu Byrds. Hlutur Hillmans i Byrds hefur alltaf verið vanmetinn. Hann var ávallt i skugganum af Crosby og McGuinn og þegar hann og McGuinn voru tveir ef t- ir af þeim upprunalegu Byrds, varð það sama uppi á teningn- um. En þó að Hillman hefði h'tið verið áberandi, átti hann samt sinn þátt i tónlistarsköpum Byrds og varalla tið náinn vinur McGuinns og sá er McGuinn treysti bezt. 1 desember 1967 verða miklar breytingar á Byrds. Kevin Kelley (frændi Hillmans) og Gram Parson ganga i Byrds. Þeir fara að spila „country- rokk”. þessi útgáfa gekk i sex mánuði og sendi frá sér plötu sem nú er komin i röð þeirra „klassisku”, „Sweetheart Of The Rodeo”, sem jafnframt var næst siðasta Byrds platan sem Hillman lék á. Þar með lauk ferli Hillmans með Byrds og hann og áðurnefndur Gram Paron sem hætti lika, stofna The Flying Burrito Brothers i desember 1968. Þar með má segja að Hillman hafi farið úr skugganum i sviðsljósið. í Burrito fór að bera meira á Hillman sem söngvara hljóð- færaleikara og lagasmiö, og eft- ir að Parson hætti i Burrito i aprill970, var Hillman óumdeil- anlegur leiðtogi Burrito og hélt þeim gangandi með nokkrum mannabreytingum, þartil hann hættir i nóvember 1971. Meðal þeirra sem voru með honum i Burrito, má nefna Bernie Lead- on einn af stofnendum Eagles. The Flying Burrito Brothers náðu aldrei þeim vinsældum sem þeir áttu skilið og voru ein vanmetnastá hljómsveit sins tima, þótt i dag sé t.d. platan „Gilded Palace of Sin”, fyrsta plata Burrito i hópi beztu platna allra tima, og enginn efast um þau miklu áhrif sem þeir höfðu á þróun „country” rokksins. Sem sagt, Burrito ævintýrið er á enda og Hillman gengur 1972 i hljómsveit Stephen Stills, Manassas. Hann var með Stills i tæp 2 ár og var alla tið hans hægri hönd . A hljómleikum sá Stills um sönginn en Hillman stjórnaði hljómsveitinni og raddaði. A plötunni „Manass- as” er að finna fjögur lög eftir Hillman og þar á meðal lag Stills og Hillmans „It Doesn’t Matter” aem er eitt af beztu lögum Manassas. í nóvember 1972 tekur Hill- man sér mánaðarfri frá Man- assas þvi hinir upprunalegu Byrds koma saman á ný til að gera plötu sem kom út i marz 1973. Nokkru áður hættir Man- assas og Hillman fer að leita að mönnum i hljómsveit. Úr þvi verður Southern Hillman Furay Band (stofnuð i sept. 1973) hljómsveit sem lofaði góði á pappirnum, þvi hér voru engir smákarlar á ferðinni. John David Souther var athyglis- verður lagahöfundur, Richie Furay hafði verið i Buffalo Springfield og Poco og svo var Hillman með sina kunnáttu. Það erskemmst frá þvi að segja að hljómsveitin olli nokkrum von- brigðum samvinnan innan hljömsveitarinnar var ekki upp á það bezta og enginn þeírra fann sig. Samt tókst þeim aó gera tvær plötur og það furðu- lega skeði, að þær seldust mjög vel, þrátt fyrir að hlutur þeirra þriggja væri langt undir getu. Hljómsveitin hætti eftir tæpt ár. Þá hverfur Hillman af sjónar- sviðinu og fer að vinna að sinni fyrstu „sóló” plötu. Nokkuð sem hann hefði átt að gera miklu fyrr.Platan kom út um sumarið 1976 og heirir „Slippin Away”. Tónlistarlega séð er platan mjög góð en samt ekki nógu góð, maður með alla þessa reynslu og þekkingu á að geta betur. Frh. á bls. 39 Langspil: 1959 Scottsville Squirrel Barke — Scottsville Squirrel Barke 1963 The Hillmen, útg. 1971 Hilimen 1964 Early L.A. The Byrds ásamt fleirum útg. 1! 1964 Preflyte TheByrds útg. 1969 1965 Mr. Tamburine Man The Byrds 1966 Turn, Turn, Turn The Byrds 1966 Fifth Dimension The Byrds 1967 Younger Then Yeasterday The Byrds 1967 Greatest Hits The Byrds 1968 Notoiious Byrd Brothers The Byrds 1969 Gilded Palace of Sin Flying Burrito Brothers 1970 Burrito Delux Flying Burrito Brothers 1970 Sleepless Nights Flying Burrito Brothers útg. 76 1971 Flying Burrito Brothers Flying Burrito Brothers 1971 Last of The Red Hot Burritos Flying Burrito Brothers 1972 Manassas Manassas 1973 Best of Byrds II The Byrds 1973 Down The Road Manassas 1973 The Byrds Byrds 1974 Close Up The Honky Tonk Flying Burrito Brothers 1974 SHF Souther Hillman Furay Band 1975 Trouble in Paradise Souther Hillman Furay Band 1976 Slippin’ Away Chris Hillman 1977 Clear Sailing’ Chris Hillman Crown Records Together Records Together Records Together Records + CBS CBS CBS CBS CBD CBS CBS AM AM AM AM AM Atlantic CBS Atlantic Asylum AM Asylum Asylum Asylum Asylum Kynning á íslenzkum heimilisiðnaði í tilefni „Iðnkynningar i Reykjavik” rerður f Islenzkur Heimilisiðnaður með sýnikennslu og/eða kynningu á eftir- töldum heimilisiðnaðargreinum. Kynningin fer fram i vezluninni Hafnar- stræti 3, daglega 26.-30. september kl. 16.00-18.00 Mánudag 26. september Spjaldvefnaður og fótvefnaður — Sigriður Halldórsdóttir Þriðjudagur 27. september Jurtalitun Prjón, hekl og vefnaður — Áslaug Sverris- dóttir Leiðbeiningar allan daginn — Sigriður Halldórsdóttir Miðvikudagur 28. september Myndvefnaður — Elinbjört Jónsdóttir Fimmtudagur 29. september Hnýtingar og jóiaföndur — Þóra Tryggva- dóttir Föstudagur 30. september Tóvinna — Sigrún Stefánsdóttir, Kristin Jónsdóttir Einnig fer fram kynning i verzluninni Laufásveg2, daglega 26.-30. september kl. 16.00-18.00 útsaumur — eftir gömlum islenzkum munstrum — Elisabet Guðmundsdóttir. íslenzkur Heimilisiðnaður Hafnarstræti 3 — Laufásvegi 2 Fjölbrautarskólinn Breiðholti Stundakennara vantar i rafiðnaðargreinar nú þegar. Upplýsingar gefnar á skrifstofu skólans simi 7-56-00. Skólameistari ......—........ leikfimibolir svartir, bláir stutterma kr. 1440 til 1680,- 3/4 erina kr. 1600 til 1975,- siðbuxur kr. 1280 til 1560,- skinn leikfimiskór kr. 1720,- fimleikaskór kr. 1795,- Póstsendum I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.