Fréttablaðið - 26.05.2006, Side 65
FÖSTUDAGUR 26. maí 2006 33
Eftir gríðarlega uppbyggingu síð-
ustu ára blasa tækifærin hvar-
vetna við í borginni. Á næstu árum
mun ráðast hvort okkur tekst að
nýta þessi tækifæri Reykvíking-
um til hagsbóta. Þessum málflutn-
ingi höfum við í Samfylkingunni
haldið fram í kosningabaráttunni í
Reykjavík. Hér er ekki um innant-
óm orð að ræða. Í árangrinum
liggja tækifærin. Framtíðin er
hér.
Ef ekki væri fyrir uppbygg-
ingu leikskólanna væri tómt mál
að tala um að gera þá gjaldfrjálsa.
Gjaldfrjálsir leikskólar er dæmi
um skref sem við getum núna
tekið vegna þess að við höfum náð
árangri. Spurningin snýst um
vilja. Við getum núna hafið upp-
byggingu í Vatnsmýri. Það getum
við vegna þess að loks hafa hags-
munaaðilar, sem staðið hafa í deil-
um um þetta svæði í áratugi, sest
að samningaborði. Þetta er árang-
ur. Framhaldið er spurningin um
vilja.
Á næstu fjórum árum eigum
við að halda áfram veginn. Gamal-
dags hugsunarháttur má ekki ráða
för. Við þurfum nútímalega sýn
fyrir nýja Reykjavík. Það er sam-
eiginlegt verkefni okkar að skapa
samfélag, byggja borg með skýra
framtíðarsýn að leiðarljósi. Trygg
þjónusta fyrir eldri borgara, fjöl-
breytt húsnæðisframboð, jafn-
rétti, innihaldsríkir grunnskólar
með frístundastarfi; - allt eru þetta
dæmi um mál sem Samfylkingin
leggur áherslu á.
Við viljum að Reykjavík sé
bæði í senn, öruggur heimabær og
glæsileg heimsborg, iðandi af
mannlífi og sköpunarkrafti. Hið
ánægjulega er, að eftir uppbygg-
ingu undanfarinna ára, er staðan
sú að við höfum aldrei verið jafn-
nálægt því að ná þessu marki.
Hvort við náum því, er spurning
um getu, skýra sýn og síðast en
ekki síst: vilja. Við teflum fram
lista fólks með mikla og víðtæka
reynslu. Í kosningunum á morgun
bið ég og Samfylkingin um stuðn-
ing þinn til þess að halda áfram
með Reykjavík inn í bjarta og
spennandi framtíð. Við getum og
við viljum.
Höfundur er borgarstjóraefni
Samfylkingarinnar.
Framtíðin er
hér
UMRÆÐAN
KOSNINGAR
DAGUR B. EGGERTSSON
FRAMBJÓÐANDI