Fréttablaðið - 26.05.2006, Page 67

Fréttablaðið - 26.05.2006, Page 67
FÖSTUDAGUR 26. maí 2006 35 Stelpur við gefum boltann til ykkar! Stelpudeildin á SKJÁEINUM frá 5. júní - 9. júlí Alla virka daga milli kl. 19 og 22.30 verður dagskráin tileinkuð stelpum. Nú nærðu SKJÁEINUM í gegnum Digital Ísland E N N E M M / S IA / N M 2 19 4 6 Til að tryggja sanngjarnt samfé- lag þurfum við leikreglur sem byggja á jafnræðisreglu um að allir fá notið sín án tillits til upp- runa, þjóðernis, litarháttar, trúar- bragða, stjórnmálaskoðana, kyn- ferðis, kynhneigðar, aldurs, efnahags, ætternis, fötlunar, heilsufars eða annarrar stöðu. Borgarstjórn samþykkti á síð- asta borgarstjórnarfundi fyrstu mannréttindastefnu Reykjavíkur- borgar, sem er stefna sem leggur bann við mismunun og stuðlar að þátttöku allra hópa í mótun samfé- lagsins. Markmið stefnunnar er marg- þætt: Að tryggja mannréttindi allra hópa. Að leggja aukna áherslu á kynjajafnrétti með því að skoða stöðu kynjanna innan þeirra hópa sem stefnan nær til. Að lokum er henni ætlað stuðla að þátttöku allra hópa sem stefnan nær til. Með samþykkt stefnunnar er Reykjavíkurborg fyrst allra sveitafélaga til að setja fram heildstæða mannréttindastefnu sem nær til allra hópa og tryggir þannig öllum skýran rétt og mögu- leika til þátttöku í öllu því sem borgin hefur upp á að bjóða. Að stefnunni hefur verið unnið síðustu mánuði í starfshópi sem undirrituð leiddi. Forveri þess starfshóps var rannsóknarhópur sem í sátu fræðimenn, hagsmuna- aðilar og sérfræðingar ásamt for- manni jafnréttisnefndar. Verk- efni hópsins var að leggja mat á kosti og galla þess að samræma jafnréttis- og fjölmenningar- stefnu borgarinnar í eina heild- stæða mannréttindastefnu. Nið- urstaða hópsins var sú að kostirnir væru tvímælalaust fleiri en gallarnir og að með því að leggja áherslu á að kynjajafn- réttið fléttist inn í alla þætti stefn- unnar borgarinnar væri hægt að ná lengra í baráttunni fyrir jafn- rétti kynjanna. Stefnan nær til þess þrískipta hlutverks sem borgin hefur að gegna; borgin sem stjórnvald, borgin sem miðstöð þjónustu og borgin sem atvinnurekandi. Aðgengi borgarbúa og starfs- manna borgarinnar að þeim mark- miðum sem borgin setur sér og réttindum borgarbúa er nú ein- faldara en áður var og nær til fleiri hópa. Með þessu móti skap- ast heildstæðari sýn í mannrétt- indamálum hjá borginni. Þjónusta Reykjavíkurborgar verður því markvissari og framkvæmd stefn- unnar einfaldari þar sem verið er að vinna með eina stefnu í stað margra. Í samtölum við hagsmunaaðila minnihlutahópa kom skýrt fram hversu mikilvægt þeim fannst að vera sýnileg í stefnunni og við því var brugðist. Í kjölfarið eru rétt- indi fjölda hópa formlega viður- kennd, sem staðfestir að enn á ný er Reykjavíkurborg komin með leiðandi hlutverk á sviði jafnrétt- is- og mannréttindamála. Fjöl- margir forsvarsmenn hinna ýmsu hagsmunahópa og fræðimenn veittu ómetanlega aðstoð og gáfu álit sitt við undirbúning stefnunn- ar. Þrátt fyrir að ábyrgð á stefnu- mótun sem þessari hljóti ávallt að vera pólitísk á óeigingjörn vinna þessa fólks stóran þátt í að starfs- hópnum var kleift að koma stefn- unni á laggirnar. Á síðustu tólf árum hafa jafn- réttismálin verið í öndvegi hjá fulltrúum Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Það sýndi Ingibjörg Sólrún fyrrverandi borgarstjóri með því að setja jafnréttisnefnd beint undir borgarstjóra og stöðu jafnréttisráðgjafa á skrifstofu borgarstjóra. Jafnframt var gerð krafa um að jafnréttismál kynja væru hluti af stefnumótun sviða borgarinnar en þau setja sér öll jafnréttisáætlun og skipa sérstak- an jafnréttisfulltrúa. Kynbundinn launamunur borgarinnar er lægri en þekkist víða annars staðar og hlutföll kynjanna í stjórnunarstöð- um hvergi jafnari. Árangurinn er óumdeilanlegur. Í nýju mannréttindastefnunni er gengið lengra í að tryggja rétt- indi fleiri hópa en í fyrri jafnrétt- isstefnu, m.a. tryggt að öllum starfsmönnum borgarinnar af erlendum uppruna verði gert kleift að stunda starfstengt íslenskunám sé þess þörf. Tekið er fram að í skóla- og uppeldisstarfi séu fjölbreytileika mannlífsins gerð skil og t.d. samkynhneigð rædd kinnroðalaust svo fátt eitt sé nefnt. Enn og aftur höfum við sýnt að við höfum dug og vilja til að ganga lengra í átt að jafnræði til að tryggja að allir fái notið sín í borg- inni okkar. Brotið hefur verið blað í sögu jafnréttisstarfs hjá sveitar- félögum og stigið skrefinu lengra í baráttunni fyrir bættum kjörum allra kvenna og karla, hvaða hópi sem þau svo sem tilheyra. Allir með! Nýsamþykkta stefnu er hægt að sjá á heimasíðu jafnréttisnefnd- ar Reykjavíkurborgar: www. reykjavík.is/jafnrétti. Höfundur er formaður jafnrétt- isnefndar Reykjavíkurborgar og skipar 12. sæti á lista Samfylking- arinnar í Reykjavík. Ný mannréttindastefna UMRÆÐAN KOSNINGAR BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR FRAMBJÓÐANDI Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnar- firði leggur fram metnaðarfulla stefnuskrá í skólamálum nú fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Þar er m.a. lögð til sú nýbreytni varð- andi stjórnun og rekstur grunn- skóla, að skipuð verði stjórn yfir hvern skóla. Þannig verði lögð áhersla á aukið sjálfstæði skól- anna og að skólar fái aukið rekstr- arlegt og faglegt sjálfstæði. Skóla- stjórn með aðild fulltrúa kennara og foreldra mun auka tengsl þeirra við skólann. Skólastjórnin hefði með hönd- um faglega og rekstrarlega umsjón. Stuðlar þetta fyrirkomu- lag að auknu sjálfstæði skóla og eflir faglegt starf þeirra. Sjálf- stæðisflokkurinn vill gera Hafn- arfjörð að leiðandi bæ í skólamál- um með það að markmiði að hafnfirskir skólar séu ávallt í hópi þeirra bestu. Mikilvægt er að fag- legur metnaður og fjölbreytileiki móti allt skólastarf og að samstarf heimila og skóla verði eflt með markvissum hætti. Metnaðarfullt skólastarf er með margvíslegum áherslum og verkefnum. Má þar nefna fræðslu og námsefni um sögu Vesturfara, sögu Hafnar- fjarðar og þátttöku frá upphafi í stóru upplestrarkeppninni sem nýverið hlaut foreldraverðlaun Heimilis og skóla. Það verkefni er gott dæmi um samvinnu foreldra og skóla við undirbúning að áhugaverðum verkum í skólastarfi. Hafnfirðing- ar, tryggjum Sjálfstæðisflokknum góða kosningu á laugardag. Höfundur skipar 7. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði. Skólamál í Hafnarfirði UMRÆÐAN HELGA RAGNHEIÐUR STEFÁNSDÓTTIR FRAMBJÓÐANDI SKRIFAR UM KOSNINGAR Mikilvægt er að faglegur metn- aður og fjölbreytileiki móti allt skólastarf og að samstarf heimila og skóla verði eflt með markvissum hætti. Mest lesna viðskiptablaðið AUGLÝSINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLAÐINU ALLA MIÐVIKUDAGA Sa m kv æ m t fj ö lm ið la kö n n u n G al lu p o kt ó b er 2 00 5.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.