Fréttablaðið - 26.05.2006, Page 85
Sony Ericsson Z300i
11.980 kr.
• Fallegur samlokusími
• Ytri skjár
• Valmyndakerfi á íslensku
• Vekjari og dagbók
Sony Ericsson W810i
37.980 kr.
• 2.0 megapixel myndavél
• Walkman MP3 spilari
• 512 MB minni
• Íslensk valmynd
www.siminn.is/davinci
Fáðu þér
Da Vinci
síma
FRÉTTIR AF FÓLKI
Hjólreiðakappinn Lance Armstrong segir það hafa verið álíka erfitt að
takast á við fréttirnar um að fyrrverandi
kærasta hans Sheryl Crow væri með
krabbamein eins og þær fréttir að hann
sjálfur væri með krabbamein. Armstrong
og Crow hættu saman nokkrum vikum
áður en hún var greind í febrúar.
„Þeir náðu því mjög
snemma, það var gott
og geislameðferðin
gekk vel. Þetta var
mjög erfiður tími
og við vorum nýhætt
saman. Að mörgu leyti
var þetta mun erfiðara
en þegar ég greindist
með krabbamein.
Henni líður vel
núna og hún mun jafna sig fljótt,“ sagði
Armstrong.
Ekki vilja allir vera mjóir og Beyoncé Knowles þoldi ekki að þurfa að
grenna sig fyrir myndina Dreamgirls.
„Þetta var erfitt, ég var máttlítil og leið
illa,“ sagði leikkonan, sem fastaði í
fjórtán daga og lifði svo á prótein-
hristingum allan tímann. „Um leið
og tökur kláruðust borðaði ég
franskar, steiktan kjúkling, steiktan
fisk, allt sem var steikt og kílóin
komu sem betur fer fljótt aftur.“
Brad Pitt hefur vakið athygli barnaverndar eftir að hann
var myndaður að hjóla með
dóttur sína Zahöru festa á
bakið á sér í barnapoka.
Framleiðendur pokans
segjast hins vegar taka
það sérstaklega fram að hann eigi
ekki að nota á hjóli þar sem pokinn
geti haft áhrif á jafnvægi hjólreiða-
mannsins. „Zahara þarf að vera með
hjálm og í lokuðum skóm. Einnig
mæli ég með því að smábörn
séu í þar til gerðri hjólakerru
eða sitji í barnasæti aftan á
hjólinu,“ segir Debra Smiley
Holtzman, höfundur bókar-
innar The Safe Baby.