Fréttablaðið - 26.05.2006, Side 86

Fréttablaðið - 26.05.2006, Side 86
54 26. maí 2006 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MAÍ 23 24 25 26 27 28 29 Föstudagur ■ ■ SJÓNVARP  19.00 Gillette sportpakkinn á Sýn.  20.00 Meistaradeild Evrópu á Sýn. Fréttaþáttur.  20.30 Motorworld á Sýn.  21.30 HM í póker á Sýn. HANDBOLTI Mál Sverris Björnsson- ar og Fram vakti upp mikla umræðu í handboltaheiminum í gær en Fram vildi ekki taka tæp- lega milljón króna tilboði þýska úrvalsdeildarfélagsins Gummers- bach í Sverri. Sverrir lýsti því yfir við Fréttablaðið í kjölfarið að hann myndi frekar leggja skóna á hill- una en að spila aftur fyrir Fram - svo reiður var hann stjórnarmönn- um félagsins. Alfreð Gíslason landsliðsþjálf- ari blandast í málið með veruleg- um hætti enda hefur hann haft veg og vanda af því að Sverrir fari til félagsins en hann tekur við lið- inu næsta sumar. Stjórnarmenn Fram - þeir Kjartan Ragnarsson og Hjálmar Vilhjálmsson - lýstu því yfir í samtali við blaðamann í gær að þeir undruðust framgöngu Alfreðs, sem hefði ekki haft sam- ráð við þá þegar hann samdi við Sverri. Fréttablaðið setti sig í sam- band við Alfreð í gær og spurði hann hvernig málið blasti við honum. „Til að fá alla söguna er þetta þannig að ég kemst að því fyrir til- viljun að annað lið í Þýskalandi sé að ræða við Sverri um að koma út en það er lið í neðri hluta úrvals- deildarinnar. Mig grunaði ekki að hann hefði áhuga á að fara út og sleppa vinnunni sem hann var í og annað. Ég spyr hann svo að þessu í Magdeburg um páskana og hann játti því að hann væri að skoða málið þar sem hann hefði munn- legt samkomulag við Kjartan for- mann handknattleiksdeildar Fram um að hann mætti fara eftir fyrra árið út eða til Akureyrar. Þetta viðurkenndi Kjartan fyrir mér þegar ég spurði hann að því. Þá sagðist Kjartan líka aldrei hafa haldið að atvinnumennska kæmi til greina,“ sagði Alfreð og bætti við að það væri ekki rétt hjá Kjart- ani að Gummersbach hefði sent Fram skriflegt tilboð í Sverri þó vissulega væri búið að ræða ákveðnar tölur sem eru sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins tíu þúsund evrur, eða tæp milljón íslenskra króna. „Ég sagði við Sverri að Gummersbach væri tilbúið að setja ákveðna upphæð í hreinan varnarmann eins og hann. Síðan kemur í ljós að Sverrir er ekki laus þar sem það er mismunandi túlkun á samkomulagi Sverris og Fram. Til að liðka fyrir málum þá tala ég við Gummersbach og spyr hvort þeir séu ekki tilbúnir að gera Fram tilboð í Sverri. Þeir gáfu sig á endanum og sú upphæð sem Gummersbach er til í að borga er mjög sanngjörn að mínu mati,“ sagði Alfreð. Ef málið færi í hart sagði Alfreð líklegt að ekkert yrði af kaupun- um. Þýsk félög eru þar að auki nánast hætt að kaupa leikmenn sem spila eingöngu vörn, einfald- lega vegna þess að boltinn er orð- inn svo hraður að ekki gefst tími til að skipta þessum mönnum inn á völlinn. „Ég veit ekki hvort þessir menn haldi að þeir séu að tala við Chel- sea en Gummersbach er svo sann- arlega ekki Chelsea. Sverrir er orðinn dýr varnarmaður ef hann færi á hærri upphæð en verið er að tala um í dag,“ sagði Alfreð, sem hafnar því að hann hafi farið á bak við Framara. „Ég fór alls ekki á bak við Fram. Ég hitti þá í síðustu viku og þá var ekkert minnst á að ég væri að fara á bak við þá. Ég er mjög hissa á þessari framkomu og ég tel mig hafa komið hreint fram við þá. Þegar málið kemur upp þá fer boltinn að rúlla fyrir alvöru þar sem Sverrir segist geta fengið sig lausan þar sem hann hafi orð Fram fyrir því en það stendur greini- lega ekki lengi,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í hand- knattleik. henry@frettabladid.is Gummersbach er ekki Chelsea Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik og tilvonandi þjálfari Gummersbach, furðar sig á fram- komu Framara í garð Sverris Björnssonar og bendir á að Fram sé ekki að semja við Chelsea. Hann segir stjórnarmenn Fram enn fremur brjóta munnlegt samkomulag við Sverri. STJÓRNARMENNIRNIR Hjálmar Vilhjálms- son, varaformaður handknatteiksdeildar, og Kjartan formaður, gulur í bakgrunni, eru sagðir hafa gengið á bak orða sinna. EKKI SÁTTUR Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari er mjög ósáttur við framkomu stjórnarmanna Fram í garð Sverris Björnssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Eyþór Atli Einarsson, miðjumaður Grindvíkinga, átti stutta innkomu í nágrannaslagnum gegn Keflavík á fimmtudaginn. Hann kom inn á sem varamaður á 88. mínútu leiksins og áður en Kristinn Jakobsson, dómari leiksins, hafði flautað leikinn af náði hann að gefa Eyþóri tvö gul spjöld og þar með rautt. Um óstaðfest Íslandsmet er að ræða en erfitt er að fletta aftur í sögubókum til að leita að sams konar atviki. „Það er allavega ljóst að þetta var ekki minn lengsti leikur,“ sagði Eyþór furðu hress þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Þetta var frekar furðulegt. Ég get viðurkennt það að ég hef líklega verðskuldað fyrra gula spjaldið. Það var leikmaður Kefla- víkur sem fékk boltann úti við hliðarlínu og ég var of seinn í tæklingu. Miðað við hvernig leikurinn hafði þróast átti ég kannski skilið það spjald. En seinna atvikið skil ég ekki alveg og það er mér eigin- lega hulin ráðgáta.“ Eyþór Atli fékk seinna gula spjald- ið þegar um tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og var því rekinn af velli. „Það var einvígi inni á miðjunni og ég næ að pota í boltann. Svo verða menn allt í einu brjálaðir og ég ligg skyndilega í jörðinni og er að reyna að verja mig. Þá fæ ég að líta gula spjaldið, en ég held að ég hafi ekki gert neitt rangt,“ sagði Eyþór, sem lék sautján leiki í deildinni í fyrra en fékk aldrei gult spjald. „Ég var svo duglegur að lyfta í vetur að maður er orðinn nautsterkur,“ sagði Eyþór hlæjandi en það kom honum sjálfum á óvart að hafa ekki fengið neitt gult í fyrra. „Maður hefur ekki verið nægilega ákveðinn en ég fékk reyndar eitt rautt spjald í fyrra. Ég fékk það spjald einnig gegn Keflavík og þá var Kristinn einmitt líka að dæma,“ sagði Íslandsmetshafinn Eyþór Atli Einarsson. EYÞÓR ATLI EINARSSON HJÁ GRINDAVÍK: NÆLDI SÉR Í TVÖ GUL SPJÖLD Á JAFN MÖRGUM MÍNÚTUM Allavega ekki minn lengsti leikur > KR fær Króata KR-ingar hafa gengið frá samningi við króatíska miðjumanninn Mario Cizmek sem hefur æft með liðinu síðustu daga. Cizmek kom til liðsins að undirlagi landa hans, Dalibor Pauletic, sem leikur með KR. Cizmek þykir fjölhæfur leikmaður en er fyrst og fremst hugsaður sem miðju- maður enda hafa KR-ingar verið í vand- ræðum með miðjustöðurnar og varnar- maðurinn Pauletic hefur meðal annars þurft að spila við hlið Bjarnólfs Lárusson- ar. Cizmek er þrítugur og þótti mikið efni á sínum tíma en hann á að baki leiki með króat- íska U-21 árs landslið- inu. FÓTBOLTI Hinir ungu lánsmenn frá Stoke, Carl Dickinson og Keith Thomas, eru á leið heim eftir skamma viðdvöl í Fossvoginum. Þeir horfðu á leik Víkings og Breiðabliks í gær, fóru svo í lambalæri til formannsins, Róberts Agnarssonar, og eiga flug seinni partinn í dag. Þessi niður- staða kemur nokkuð á óvart, sér- staklega í tilfelli Dickinsons sem hafði verið í byrjunarliði Víkings. „Honum leiddist hérna og það kom fram í leik hans,“ sagði Róbert en þess er skemmst að minnast þegar Dickinson lenti í handalögmálum við félaga sinn í Víkingsliðinu, Grétar Sigurðsson, í leik liðsins gegn Keflavík. „Þetta eru bara ungir strákar og við eigum ekkert síðri leikmenn í hópnum. Þeim leiddist og voru með svolitla heimþrá. Þeir vildu komast heim til mömmu.“ Róbert segir ekkert ákveðið með að sækja frekari liðsstyrk að utan og eins og staðan sé í dag treysti hann núverandi hópi til að klára dæmið. - hbg Leikmenn Stoke farnir heim: Vildu komast til mömmu FÓTBOLTI Framkvæmdir við Laug- ardalsvöllinn eru í fullum gangi en verið er að endurbæta hina svokölluðu gömlu stúku. „Stúkan á að vera tilbúin fyrir vináttulandsleikinn gegn Spán- verjum um miðjan ágúst, nema þakið á henni. Í september þegar við tökum á móti Dönum á hins vegar stúkan að vera fullkláruð og þakið einnig. Húsið sem verð- ur samtengt stúkunni verður síðan endanlega klárað í desem- ber. Þessu hafa verktakarnir að minnsta kosti lofað okkur og segja að þetta sé á áætlun,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, en það er Ístak sem sér um þessar framkvæmdir. „Stúkan verður mun nútíma- legri og verður stækkuð í báða enda. Inngangurinn á völlinn mun síðan gjörbreytast og verða fyrir miðri stúkunni, þar sem nýtt hús kemur og verður samtengt stúk- unni. Þar verður miðasalan stað- sett og það verður því mun meiri heildarsvipur á þessu. Í húsinu sjálfu verða salarkynnin mjög glæsileg og öll aðstaða mun betri. Svo er verið að gera öll klósettin upp enda kominn tími á það,“ segir Eggert en þegar nýja stúk- an verður tilbúin mun Laugar- dalsvöllurinn taka tíu þúsund manns í sæti. Eggert segir að stefnan sé ekki sett á að setja nýtt aðsóknarmet á vináttulandsleikinn gegn Spán- verjum en á honum má KSÍ selja miða í stæði. „Það verða fram- kvæmdir ennþá í gangi á vellin- um svo það verður mjög erfitt. En ef Spánn vinnur heimsmeistara- keppnina í Þýskalandi er ég alveg til í að taka þátt í því að reyna að slá það met,“ sagði Eggert í gam- ansömum tón. - egm Framkvæmdir á Laugardalsvelli ganga vel: Framkvæmdirnar eru á áætlun NÝ STÚKA AÐ RÍSA Ekki færri en þrjá krana þarf til þess að hífa steypuklumpuna upp í nýju stúkuna á Laugardalsvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GOLF Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason hefur átt tvo frábæra daga á Kinnaborg-mótinu í golfi sem fer fram þessa dagana. Heið- ar hefur leikið hringina tvo á þremur höggum undir pari en síð- asti hringurinn verður leikinn í dag. Mótið er hluti af sænsku atvinnumannamótaröðinni en Heiðar lék á 69 höggum í fyrradag og 68 í gær. Þetta setur Heiðar í efsta sæti mótsins fyrir lokahring- inn. Heiðar hefur ekki verið að leika ýkja vel að undanförnu og því er þessi velgengni hans í Sví- þjóð mjög kærkomin. - hþh Heiðar Davíð Bragason: Í efsta sæti í Svíþjóð HEIÐAR DAVÍÐ Nær vonandi að fylgja frábærum árangri sínum eftir í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Birgir Leifur lék vel Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Haf- þórsson lék mjög vel á fyrsta keppnis- degi á Áskorendamóti í Marokkó í gær og lék á 63 höggum, fjórum höggum undir pari. Birgir Leifur er fjórum högg- um á eftir fyrsta manni en hann fékk sex fugla á deginum og tvo skolla.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.