Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 12

Tíminn - 16.10.1977, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 16. október 1977. Guðný heldur á heykökum, en þæi koma aö mestu i staö fóöurbætis. — Nii stefniö þiö aö þvi aö stækka kúastofninn, er þetta ekki öfug þróun viö þaö sem al- mennt gerist, því flestir telja kúabúskap svo bindandi? — Viö teljum betra aö hafa einhæfan búskap, en þaö getur þó veriö hentugt aö hafa bland- aö bú, ef illa gengur meö ein- hverja búgrein. Þaö er kostur viö félagsbú, aö hægt er aö taka sér frí og binda þvf kýrnar mann ekki eins mikiö. Þó hefur þaö veriö þannig undanfariö, aö ég hef ekki komizt neitt, vegna byggingaf ramkvæmdanna. Félagsbú hagkvæmt Aö búa félagsbúi er miklu hagkvæmara, en ef viö byggjum þrlr sitt ihvoru lagi. Viö höfum meö okkur verkaskiptingu, einn sér um bdkhald o.s.frv. — Hver tekur meiri háttar ákvaröanir? — Þaö er yfirleitt samstaöa um allar ákvaröanir — — Hcldur þú aö þaö sé grund- völlur fyrir félagsbdi þar sem samankomnir eru menn sitt úr hvorri áttinni? — — Já þaö hefur sýnt sig. — Bömin afslappaðri i sveitinni Guöný útskrifaöist úr Kennaraháskólanum i vor og kennir hún nú I vetur viö barna- skólann á Skógum. — Ég kenni bæöi handavinnu og venjulega kennslu. Mér fannst ástæöulaust aö nota ekki þetta tækifæri til aö kenna á Skógum þar semég hef nú þessa menntun. — Ætlar þú þér aö kenna I framtiöinni? — Það veit enginn — — Hvaö eru mörg börn I skólanum — ' — Þau eru 30 i tveimur bekkjardeildum og kennarar eru tveir. Börnin fara á milli I skólabilum á hverjum degi.— — Finnur þú mun á þvi aö kenna I sveit og i bænum? — — Ég hef nú ekki mikla reynslu i' kennslu, en ég hef þó tekið eftir þvi aö börnín fsveít inni eru miklu afsiappaön. pau eru fá og hægt er aö sinna þeim miklu betur, og betra er aö ná sambandi viö hvert þeirra. Auk þess þekkir maöur foreldrana persónulega. V inkonur mínar úr skólanum eru aö kenna I bænum og ein þeirra kennir 8 ára bekk, þar sem eru 28 krakkar I bekk og allir iðandi og órólegir. Sveitabörn vinna meira Hver finnst þér vera aöal- munurinn á börnum, sem alizt hafa upp i sveit og hinum, sem alizt hafa upp i borg? — Börnin í sveitinni eru alltaf vinnandi. Þegar ég spyr þau hvaö þau hafi verið að gera eru svörin alltaf: Við vorum aö gefa hænsnunum, reka kýrnar eöa aö vinna i fjárhúsunum. 1 sveitinni er ekki hægt að fara i bló eöa út á leikvöll aö leika sér. Ég hef lika tekiö eftir þvi að börnin i borginni ganga alltaf með peninga á sér, af þvl aö þau þurfa þess, hér eru börn aldrei meö peninga I skólanum. — Hvernig gengur aö sam- eina kennsluna viö störfin heima fyrir? Þaö gengur alveg ágætlega. Ég hef nógan tíma til að hugsa um kennsluna. í sveitinni er alltaf nógur timi og fólk er ekki alltaf I kappi viö klukkuna eins ogfólkiö i bænum. 1 bænum eru allir að flýta sér. Langaði alltaf að búa i sveit — Mig langaöi alltaf til aö búa I sveit —segir Guöný — allt frá þvl að ég var I sveit á Fagur- hólsmýri i öræfum. — Hvaö er þaö Isveitinni sem laöar þig mest aö sér? — Þaö er eitthvað viö sveit- ina. Þaö er ekkert eitt sérstakt kannski helzt þaö aö komast i svo nána snertingu viö náttúr- una . Ég hef fariö svolitiö upp I fjöllin hér fyrir ofari og alltaf á góöviörisdögum lokka fjöllin mann til sín. Hér er erfiöara aö ná sér I hlutina.þaðerlitiö um búðir.En maöur skipuleggur þess betur búðarferöir. Læknisþjónustan er alveg ágæt og sömuleiöis samgöngur. En fyrirkomulagiö á simanum er svolítiö slæmt, þvi að ekki er hægt aö hringja nema á vissum timum. Þaö er galli á þessari sveit hve langt er I næstu búöir. Næsta kaupfélag er á Hvolsvelli en t.d. I Oræfun- um, þar sem miklu styttra er á milli sveitamarka eru tvö kaup- félög. En þaö á vist aö fara aö bæta úr þessu og hafa útibú á Skógum frá kaupfélaginu á Hvolsvelli. — Tekur þú þátt I daglegum störfum hér á búinu? — — Úti við eru næstum öll störf unnin I vélum, en ég hef gert þó nokkuð aö þvi. Annars er starf bóndakonunnar lltils metið, ég veit ekki hvernig bændur færu að, ef ekki væru konurnar og bændakonur erusvosem ekkert einsdæmi, svo er og um allar húsmæður. GV Ólafur handleikur hér bygg, sem er notað bæöi sem fóöurbætir fyrir kýr og svinafóður. — Viö hér á Þorvaldseyri kaupum minna en ai- mennt gerist af fóöurbæti á hverja kú. I staö fóðurbætis er kúnum gefið bygg og heykökur. t svfnastiunni. A Þorvaidseyri eru fjórar gyltur, og aö meðaltali gjóta þær tvisvar á ári. Tilboð óskast á hirðingu og eyðingu á sorpi i Þorláks- höfn og Ölfusi. Skilafrestur tilboða er til 21. okt. kl. 10. f .h. Upplýsingar veittar i sima (99)3800 og (99)3726. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Sveitarstjóri ölfushrepps Ólafur stendur viö haugsuguna sem hann hefur sjálfur smföaö.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.